Viðskipti erlent

Mikill fjárlagahalli í Bandaríkjunum

Ben S. Bernanke,seðlabankastjóri Bandaríkjanna, telur að mikill fjárlagahalli ógni fjármálastöðugleika í landinu og stjórnvöld geti ekki haldið endalaust áfram að fá lánað á þeim kjörum sem nú bjóðast til að fjármagna hallann.

Viðskipti erlent

Væntingar neytenda aukast í Bretlandi

Bretar hafa ekki verið bjartsýnni um horfur í efnahagslífinu síðan í nóvember á síðasta ári. Væntingar Bretar voru mældar í nýliðnummánuði og mældist væntingavísitalan 53 stig samanborið við 51 stig í apríl. Svo háar tölur hafa ekki sést síðan í nóvember í fyrra.

Viðskipti erlent

Leitið og þér munið finna?

Netverjar lesa vefsíður með öðrum hætti en ritmál. Þeir skanna síður og meta hvort þar sé að finna umbeðnar upplýsingar. Því þurfa vefstjórar að fanga athygli gesta sinna við komuna og gefa þeim vonir um, að spurningum þeirra verði svarað á viðeigandi undirsíðum.

Viðskipti erlent

Skuld upp á 173 milljarða dala

Bandaríski bílarisinn General Motors (GM) sótti um greiðslustöðvun í gær. Ákvörðunin er vegna mikils taps undan­farins árs. Samhliða þessu hefur verið ákveðið að GM verði tekið úr bandarísku Dow Jones-vísitölunni.

Viðskipti erlent

Rússneska banka vantar fjármagn

Efnahagur Rússlands á í vandræðum. Það sama gildir um banka landsins, sem þurfa aðstoð upp á rúma fimm þúsund milljarða íslenskra króna til þess að komast í gegnum erfiðleikana.

Viðskipti erlent

Aðalverksmiðjum Ssangyong lokað

Stjórnendur suður-kóreska Ssangyong bílaframleiðandans tilkynntu í morgun að þeir hefðu lokað aðalverksmiðjum sínum tímabundið, en starfsmenn í verksmiðjunum hafa verið í verkfalli að undanförnu vegna fyrirhugaðra uppsagna í fyrirtækinu.

Viðskipti erlent

Opel hugsanlega í kanadíska eigu

Útlit er fyrir að kanadískur varahlutaframleiðandi sé að kaupa Opel bílaverksmiðjurnar í Þýskalandi og þar með Evrópuarm bandaríska bílaframleiðandans General Motors. Ekki er þó fullvíst að kaupin gangi í gegn því þau velta á brúarláni þýska ríkisins sem tryggja á áframhaldandi rekstur.

Viðskipti erlent

Kanadamenn vilja Opel og Vauxhall

Kanadíski bílavarahlutaframleiðandinn Magna hefur náð samkomulagi við bandaríska bílaframleiðandann General Motors um kaup á evrópuarmi fyrirtækisins eftir að ítalska Fiat bílaverksmiðjan hætti við tilboð sitt. Um er að ræða kaup á Opel bílaverksmiðjunum í Þýskalandi og Vauxhall í Bretlandi, en Saab í Svíþjóð, sem var í eigu General Motors er ekki hluti af kaupunum.

Viðskipti erlent

JPMorgan selur hlut Kaupþings í Booker

JPMorgan Cazenove Ltd. hefur sett 22% hlut Kaupþings í verslunarkeðjunni Booker til sölu. Alls er um rúmlega 327 milljónir hluta að ræða og er söluverðið 28 til 30 pens á hlut. Verðmætið er þar með um 20 milljarðar kr.

Viðskipti erlent

Gullgrafaraæði runnið upp í Bretlandi

Ein af afleiðingum kreppunnar og hins háa verðs á gulli er að gullgrafaraæði er nú runnið upp í Bretlandi. Fólk flykkist með pönnur sínar og tól í ár í Wales og Skotlandi í leit að hinum dýrmætu gullmolum og flögum.

Viðskipti erlent