Viðskipti erlent

Ódýrara vodka nær einu gleðifréttirnar fyrir Rússa

Nær einu gleðifréttirnar fyrir Rússa í fjármálakreppunni sem þar geysar eins og annarsstaðar er að verð á vodka hefur verið lækkað töluvert í landinu. Áfengisyfirvöld hafa ákveðið að lækka skatt sinn á vodka um helming, eða úr 38 rúblum á líterinn og niður í 20 rúblur.

Viðskipti erlent

Vetrarhörkur vestanhafs hækka olíuverðið

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hækkað hratt undanfarna daga eftir að að fór niður í 34 dollara á tunnuna í síðustu viku. Í morgun var verðið á markaðinum í New York komið í 46 dollara og er skýringin sú að miklar vetrarhörkur eru nú í Bandaríkjunum.

Viðskipti erlent

Hækkun á Asíumörkuðum

Hlutabréf á Asíumörkuðum hækkuðu í verði í morgun með aukinni bjartsýni fjárfesta á að lánsfé verði aðgengilegra í heiminum í kjölfar aðgerða ýmissa ríkisstjórna til að glæða efnahagslífið.

Viðskipti erlent

Verð á gulli rýfur 900 dollara múrinn

Heimsmarkaðsverð á gulli er nú komið yfir 900 dollara á únsuna og hefur ekki verið hærra í tæpa fjóra mánuði. Fjárfestar hópast í verðbréf sem byggja á gullbirgðum auk þess sem mikil ásókn er í gullpeninga og gullstangir.

Viðskipti erlent

Lækkun á Asíumörkuðum

Hlutabréf á Asíumörkuðum lækkuðu í verði í morgun og hefur staða hlutabréfavísitalna þar ekki verið lægri við lok viðskiptadags í tæpa þrjá mánuði. Afkomuviðvörun frá vinnuvélaframleiðandanum Komatsu vó þungt í lækkunum dagsins en á meðan hækkuðu bréf nokkurra annarra framleiðslufyrirtækja, meðal annars í lyfjageiranum.

Viðskipti erlent

Hagvöxtur í heiminum 2009 minni en spáð var

Hagvöxtur í heiminum á þessu ári verður mun minni en Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáði í október, að hann yrði. Þá spáði hann 2,2 prósenta hagvexti en i nýrri spá spáir hann aðeins 1 til 1,5 prósenta hagvexti í ár. Það eru einkum Indland og Kína sem halda hagvextinum uppi en samdráttur er á Vesturlöndum.

Viðskipti erlent

Bankastjóri bjartsýnn á 2010: Óvissa á evrusvæðinu í ár

Jean-Claude Trichet, bankastjóri Seðlabanka Evrópu, sagði á fundi efnahags­nefndar Evrópuþingsins í síðustu viku að bankinn ætli að leggja sitt af mörkum svo aðstæður í hagkerfi evrulandanna versni ekki frekar. Hann studdi aðgerðir Breta og Frakka til að koma bönkum til bjargar og sagði útlit fyrir að ríkisstjórnir evrulandanna verði ráðandi aflið sem knýja muni hagkerfið áfram á meðan versti samdrátturinn gangi yfir. Bankastjórinn sagði mikla óvissu um þróun efnahagsmála á evru­svæðinu á þessu ári. Reikna megi með batamerkjum á næsta ári. - jab

Viðskipti erlent

AGS breytir spá um hagvöxt

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn mun á næstu dögum lækka hagvaxtaspá sína fyrir 2009 frá því sem birt var í nóvember. Þá var spáð að hagvöxtur í heiminu yrði 2,2% en í október hafði sjóðurinn spáð 3% hagvexti. Talið er að spáin lækki nú niður í 1 til 1,5% sem sérfræðingar segja umtalsverða breytingu. Sérfræðingur hjá sjóðnum segir útlit á alþjóðamörkuðum mjög dökkt.

Viðskipti erlent

Selja tvær þyrlur á 700 milljónir

Sportvöruverslunarkeðjan JJB Sports, þar sem Exista er stærsti hluthafinn, hefur ákveðið að selja tvær þyrlur sem voru í eigu fyrirtækisins fyrir um sjö hundruð milljónir. JJB Sports rær nú lífróður til að bjarga sér frá gjaldþroti.

Viðskipti erlent

Microsoft dregur saman seglin

Bandaríski hugbúnaðarrisinn Microsoft ætlar að segja upp fimm þúsund manns í hagræðingarskyni til að mæta minni eftirspurn eftir hugbúnaði og öðrum vörum fyrirtækisins. Þetta jafngildir fimm prósentum af starfsliði fyrirtækisins.

Viðskipti erlent

Kreppa í Bretlandi

Hagvöxtur dróst saman um 1,5 prósent á síðasta fjórðungi nýliðins árs, samkvæmt nýjustu tölum bresku hagstofunnar frá í gær. Þetta bætist við 0,6 prósenta samdrátt á þriðja fjórðungi og er því kreppa komin að ströndum landsins, samkvæmt helstu skilgreiningum.

Viðskipti erlent

Borgarísjakinn sem sökkti Íslandi á leið til Bretlands

„Hlutir í félaginu Gordon Brown (Titanic) Enterprises Ltd eru í frjálsu falli eftir því sem skuldirnar aukast og björgunarbátar atvinnumiðlana fyllast. Dekkið er fullt af bankamönnum á flótta frá City (eða Reykjavik-on-Times). Sumir segja að borgarísjakinn sem sökkti Íslandi sé á leiðinni hingað tilbúin að sökkva okkur með eitruðum skuldum sem liggja undir vatnsyfirborðinu.“

Viðskipti erlent

Kreppa í Bretlandi

Kreppa er nú í Bretlandi, samkvæmt nýjustu gögnum hagstofunnar þar í landi sem benda til að samdráttar hafi gætt í hagkerfinu þar í landi í tvö ársfjórðunga í röð.

Viðskipti erlent