Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið samþykkir kaup Rapyd á Valitor Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt samruna ísraelska fjártæknifyrirtækisins Rapyd og íslenska greiðslumiðlunarfyrirtækisins Valitor. Tilkynnt var í byrjun júlí 2021 að Rapyd vildi kaupa allt hlutafé í félaginu af Arion banka fyrir 100 milljónir bandaríkjadala eða um 12,3 milljarða íslenskra króna. Viðskipti innlent 23.5.2022 09:21 Ríkið þarf að greiða olíufélögum rúmlega hálfan milljarð Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða Skeljungi 448 milljónir króna í dómsmáli sem snerist um endurgreiðslu flutningsjöfnungargjalds. Ríkið þarf jafn framt að greiða Atlantsolíu 86 milljónir vegna sambærilegs máls. Viðskipti innlent 20.5.2022 15:50 Bein útsending: Viðskiptaþing sett með áherslu á sviptivinda á vinnumarkaði Viðskiptaþing 2022 fer fram á Hilton Reykjavík Nordica í dag en yfirskrift þingsins að þessu sinni er Tímarnir breytast og vinnan með - Vatnaskil á vinnumarkaði. Hefst dagskráin klukkan 13:30 en þingsetning, ávarp forsætisráðherra og ávarp formanns Mannauðs verða send út í opnu streymi. Viðskipti innlent 20.5.2022 13:01 Nýjar hugmyndir og nýir frumkvöðlar í nýrri hringrás Leitinni að áhugaverðustu nýsköpunarhugmynd Norðurlands á sviði matar, vatns og orku lýkur í kvöld þegar dómnefnd sker úr um hvaða ein af sex hugmyndum þykir skara fram úr. Hugmyndasamkeppnin nú er þó bara upphafið á annarri hringrás nýsköpunarstarfs á Norðurlandi. Viðskipti innlent 20.5.2022 12:59 Miklar lækkanir í Kauphöll ekki í samræmi við raunveruleikann Miklar verðlækkanir hafa sést í Kauphöllinni frá því í byrjun maí samhliða lækkunum á mörkuðum í Evrópu og Bandaríkjunum. Greinandi furðar sig á þessari þróun og segir engar forsendur vera fyrir álíka lækkunum hér í ljósi þess að horfur séu mun betri á flesta mælikvarða. Viðskipti innlent 20.5.2022 11:18 Edda Björk, Heiða og Ólafur Einar til Carbfix Edda Björk Ragnarsdóttir, Ólafur Einar Jóhannsson og Heiða Aðalsteinsdóttir hafa öll verið ráðin til Carbfix. Viðskipti innlent 20.5.2022 10:25 Loka fyrir allar símgreiðslur til Rússlands Arion banki hefur ákveðið að loka fyrir allar símgreiðslur til Rússlands, óháð því hvort að móttakandi sé á lista yfir þvingunaraðgerðir eða ekki. Viðskipti innlent 20.5.2022 10:07 Tvöfalda fiskeldi Samherja í Öxarfirði Samherji stendur nú að stækkun Silfurstjörnunnar, landeldisstöðvar sinnar í Öxarfirði. Stefnt er að því að tvöfalda eldisrými og framleiðslu þannig að framleiðslan verði um þrjú þúsund tonn á ári. Viðskipti innlent 20.5.2022 09:52 Mariam ráðin markaðsstjóri fjölmiðla hjá Stöð 2 og Vodafone Mariam Laperashvili hefur verið ráðin markaðsstjóri fjölmiðla hjá Stöð 2 og Vodafone. Viðskipti innlent 20.5.2022 09:47 Nauðsynlegt að ríki og sveitarfélög spýti í lófana: „Þetta er ekki eitthvað sem gerist á núll einni“ Byggja þarf 35 þúsund íbúðir á næstu tíu árum til að stuðla að stöðugleika á húsnæðismarkaði að mati starfshóps Þjóðhagsráðs. Formaður hópsins segir taka tíma að skipuleggja og byggja og því þurfi að spýta í lófana. Bjartari tímar eru þó fram undan. Viðskipti innlent 19.5.2022 23:00 Breytt fjármögnun lækkaði tilboð í Hornafjörð um 2,2 milljarða króna Lægsta boð í lagningu nýs hringvegar um Hornafjörð lækkaði um 2,2 milljarða króna við það að langtímafjármögnun var undanskilin. Þrátt fyrir hökt í þessu fyrsta útboði verkefna í einkafjármögnun telur innviðaráðherra að annað verk í ferlinu, ný Ölfusárbrú, verði á áætlun og tilbúin árið 2025. Viðskipti innlent 19.5.2022 21:25 Hagnaður Landsvirkjunar tæpir fimmtán milljarðar Landsvirkjun hagnaðist um 14,7 milljarða króna á fyrsta fjórðungi ársins og tæplega fjórfaldaðist á milli ára. Meðalverð til stórnotenda rafmagns hefur aldrei verið hærra á einum ársfjórðungi í sögu fyrirtækisins. Viðskipti innlent 19.5.2022 17:35 Stór skref þurfi til að kæla eftispurnina á húsnæðismarkaði Íbúðaverð heldur áfram að hækka töluvert en forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans gerir ráð fyrir rólegri þróun á næstunni samhliða vaxtahækkunum og frekari uppbyggingu. Starfshópur á vegum forsætisráðherra mun í dag kynna tillögur að aðgerðum til að bæta stöðuna á húsnæðismarkaði. Viðskipti innlent 19.5.2022 13:00 Tekur við stöðu forstöðumanns Símenntunar HA Stefán Guðnason hefur verið ráðinn forstöðumaður Símenntunar Háskólans á Akureyri. Viðskipti innlent 19.5.2022 10:44 Gætu náð 260 megavöttum í viðbót úr virkjunum í Þjórsá og Tungnaá Landsvirkjun telur unnt að auka orkuvinnslugetu núverandi virkjana á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu um 260 megavött, bæði með endurbótum á vél- og rafbúnaði og með fjölgun aflvéla til að nýta vaxandi jöklabráðnun. Viðskipti innlent 19.5.2022 10:05 Verðbólga átta prósent á þessu ári og sex prósent stýrivextir Verðbólga mun ná hámarki í haust þegar hún verður rúmlega 8% en lækka síðan aftur, ef marka má nýja hagspá Hagfræðideildar Landsbankans. Þá muni stýrivextir halda áfram að hækka og ná 6% í lok þessa árs. Gert er ráð fyrir því að hagvöxtur verði töluverður og atvinnuleysi haldi áfram að minnka samhliða því. Viðskipti innlent 19.5.2022 10:01 Íslandsbanki hækkar vexti óverðtryggðra húsnæðislána síðastur bankanna Íslandsbanki hyggst hækka vexti óverðtryggðra húsnæðislána um 0,70 til 1 prósentustig, en þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum í dag. Viðskipti innlent 18.5.2022 16:53 Félag fréttamanna og Blaðamannafélag Íslands sameinast Félagar í Blaðamannafélagi Íslands og félagar í Félagi fréttamanna, stéttarfélagi fréttamanna á Ríkisútvarpinu, hafa samþykkt að sameina félögin undir merkjum Blaðamannafélags Íslands. Viðskipti innlent 18.5.2022 13:40 Harpa nýr fjármálastjóri Norvik Harpa Vífilsdóttir hefur verið ráðin fjármálastjóri Norvik, móðurfélag BYKO. Hún tekur við starfinu af Brynju Halldórsdóttur sem hefur ákveðið að hætta störfum. Viðskipti innlent 18.5.2022 09:54 Tryggja sér 300 milljónir króna til að koma jafnréttislausn á alþjóðamarkað Íslenska fyrirtækið Empower hefur tryggt sér 300 milljóna króna fjármögnun frá Frumtaki og Tennin til að styðja við þróun og markaðssetningu á hugbúnaðarlausninni Empower NOW. Greint var frá þessu í morgun en stefnt er að því að hugbúnaðarlausnin fari á alþjóðlegan markað á næsta ári. Viðskipti innlent 18.5.2022 07:00 Spá öflugum hagvexti og allt að sex prósent stýrivöxtum í lok árs Greining Íslandsbanka spáir 5,0% hagvexti á þessu ári sem yrði hraðasti vöxtur frá árinu 2016. Gert er ráð fyrir 2,7% vexti á næsta ári og 2,6% árið 2024. Viðskipti innlent 18.5.2022 06:00 Davíð Helgason beinir sjónum sínum að loftslagsmálum Davíð Helgason, stofnandi fyrirtækisins Unity, hefur komið á fót fyrirtækinu Transition Labs, ásamt Kjartani Erni Ólafssyni, frumkvöðli og tæknifjárfesti. Markið félagsins er að gera Ísland að suðupunkti loftslagsverkefna á heimsvísu. Viðskipti innlent 17.5.2022 19:31 Milljarði fjárfest í heilbrigðissprotafyrirtæki Íslenska heilbrigðistæknifyrirtækið NeckCare hefur lokið rúmlega eins milljarðs króna fjármögnun en félagið hefur þróað lausnir til greiningar og endurhæfingar á hálsskaða. Viðskipti innlent 17.5.2022 10:41 Hlutfall kvenna í stjórnum sums staðar lækkað milli ára Hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja með fimmtíu launamenn eða fleiri, þar sem stjórnarmenn voru fjórir eða fleiri, var 41,5% í tilfelli almennra hlutafélaga á árinu 2021 og 38,3% í einkahlutafélögum. Í stjórnum með þrjá stjórnarmenn var hlutfall kvenna 34,8% fyrir almenn hlutafélög og 29,3% fyrir einkahlutafélög. Í einkahlutafélögum með tvo stjórnarmenn var hlutfallið 19,7%. Viðskipti innlent 17.5.2022 10:12 Hækkað úr 80 milljónum í 129 Ásett verð raðhúsaíbúðar í Árbæ í Reykjavík hefur hækkað um ríflega sextíu prósent frá því í febrúar 2019 og farið úr 79,9 milljónum í 129,3. Þar af hefur eignin hækkað um rúmar 9 milljónir króna frá því í mars síðastliðnum. Fasteignasali segir alla sammála um að fasteignamarkaðurinn sé kominn úr böndunum. Viðskipti innlent 17.5.2022 09:00 Ný stjórn og framkvæmdastjóri FVH Ný stjórn var kjörin á aðalfundi Félags viðskipta- og hagfræðinga (FVH) þann 10. maí síðastliðinn, ásamt því að nýr framkvæmdastjóri félagsins var kynntur til starfa. Viðskipti innlent 17.5.2022 08:47 Eva Laufey ráðin markaðs- og upplifunarstjóri Hagkaups Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir hefur verið ráðin sem markaðs- og upplifunarstjóri Hagkaups. Viðskipti innlent 17.5.2022 08:41 Fimm ferðaþjónustufyrirtæki sameinast undir nafni Icelandia Fimm ferðaþjónustufyriræki – Reykjavík Excursions/Kynnisferðir, Icelandic Mountain Guides, Iceland Rovers, Dive.is og Flybus – verða sameinuð undir merkjum regnhlífaheitisins Icelandia. Er ætlunin með nýju nafni að með skapa brú milli fyrirtækjanna með samlegðaráhrifum í markaðsstarfi. Viðskipti innlent 17.5.2022 08:26 Landsbankinn hækkar vexti á óverðtryggðum lánum Vextir óverðtryggðra lána og sparireikninga hjá Landsbankanum hækka um 0,7 til eitt prósentustig á morgun. Bankinn vísar til þess að Seðlabankinn hafi hækkað vexti um eitt prósentustig fyrr í þessum mánuði. Viðskipti innlent 16.5.2022 17:36 Framkvæmdastjóri fjármálasviðs Icelandair keypti fyrir fimm milljónir Ívar Sigurður Kristinsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Icelandair Group, keypti í dag þrjár milljónir hluta í félaginu fyrir 5,19 milljónir króna. Viðskipti innlent 16.5.2022 13:06 « ‹ 117 118 119 120 121 122 123 124 125 … 334 ›
Samkeppniseftirlitið samþykkir kaup Rapyd á Valitor Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt samruna ísraelska fjártæknifyrirtækisins Rapyd og íslenska greiðslumiðlunarfyrirtækisins Valitor. Tilkynnt var í byrjun júlí 2021 að Rapyd vildi kaupa allt hlutafé í félaginu af Arion banka fyrir 100 milljónir bandaríkjadala eða um 12,3 milljarða íslenskra króna. Viðskipti innlent 23.5.2022 09:21
Ríkið þarf að greiða olíufélögum rúmlega hálfan milljarð Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða Skeljungi 448 milljónir króna í dómsmáli sem snerist um endurgreiðslu flutningsjöfnungargjalds. Ríkið þarf jafn framt að greiða Atlantsolíu 86 milljónir vegna sambærilegs máls. Viðskipti innlent 20.5.2022 15:50
Bein útsending: Viðskiptaþing sett með áherslu á sviptivinda á vinnumarkaði Viðskiptaþing 2022 fer fram á Hilton Reykjavík Nordica í dag en yfirskrift þingsins að þessu sinni er Tímarnir breytast og vinnan með - Vatnaskil á vinnumarkaði. Hefst dagskráin klukkan 13:30 en þingsetning, ávarp forsætisráðherra og ávarp formanns Mannauðs verða send út í opnu streymi. Viðskipti innlent 20.5.2022 13:01
Nýjar hugmyndir og nýir frumkvöðlar í nýrri hringrás Leitinni að áhugaverðustu nýsköpunarhugmynd Norðurlands á sviði matar, vatns og orku lýkur í kvöld þegar dómnefnd sker úr um hvaða ein af sex hugmyndum þykir skara fram úr. Hugmyndasamkeppnin nú er þó bara upphafið á annarri hringrás nýsköpunarstarfs á Norðurlandi. Viðskipti innlent 20.5.2022 12:59
Miklar lækkanir í Kauphöll ekki í samræmi við raunveruleikann Miklar verðlækkanir hafa sést í Kauphöllinni frá því í byrjun maí samhliða lækkunum á mörkuðum í Evrópu og Bandaríkjunum. Greinandi furðar sig á þessari þróun og segir engar forsendur vera fyrir álíka lækkunum hér í ljósi þess að horfur séu mun betri á flesta mælikvarða. Viðskipti innlent 20.5.2022 11:18
Edda Björk, Heiða og Ólafur Einar til Carbfix Edda Björk Ragnarsdóttir, Ólafur Einar Jóhannsson og Heiða Aðalsteinsdóttir hafa öll verið ráðin til Carbfix. Viðskipti innlent 20.5.2022 10:25
Loka fyrir allar símgreiðslur til Rússlands Arion banki hefur ákveðið að loka fyrir allar símgreiðslur til Rússlands, óháð því hvort að móttakandi sé á lista yfir þvingunaraðgerðir eða ekki. Viðskipti innlent 20.5.2022 10:07
Tvöfalda fiskeldi Samherja í Öxarfirði Samherji stendur nú að stækkun Silfurstjörnunnar, landeldisstöðvar sinnar í Öxarfirði. Stefnt er að því að tvöfalda eldisrými og framleiðslu þannig að framleiðslan verði um þrjú þúsund tonn á ári. Viðskipti innlent 20.5.2022 09:52
Mariam ráðin markaðsstjóri fjölmiðla hjá Stöð 2 og Vodafone Mariam Laperashvili hefur verið ráðin markaðsstjóri fjölmiðla hjá Stöð 2 og Vodafone. Viðskipti innlent 20.5.2022 09:47
Nauðsynlegt að ríki og sveitarfélög spýti í lófana: „Þetta er ekki eitthvað sem gerist á núll einni“ Byggja þarf 35 þúsund íbúðir á næstu tíu árum til að stuðla að stöðugleika á húsnæðismarkaði að mati starfshóps Þjóðhagsráðs. Formaður hópsins segir taka tíma að skipuleggja og byggja og því þurfi að spýta í lófana. Bjartari tímar eru þó fram undan. Viðskipti innlent 19.5.2022 23:00
Breytt fjármögnun lækkaði tilboð í Hornafjörð um 2,2 milljarða króna Lægsta boð í lagningu nýs hringvegar um Hornafjörð lækkaði um 2,2 milljarða króna við það að langtímafjármögnun var undanskilin. Þrátt fyrir hökt í þessu fyrsta útboði verkefna í einkafjármögnun telur innviðaráðherra að annað verk í ferlinu, ný Ölfusárbrú, verði á áætlun og tilbúin árið 2025. Viðskipti innlent 19.5.2022 21:25
Hagnaður Landsvirkjunar tæpir fimmtán milljarðar Landsvirkjun hagnaðist um 14,7 milljarða króna á fyrsta fjórðungi ársins og tæplega fjórfaldaðist á milli ára. Meðalverð til stórnotenda rafmagns hefur aldrei verið hærra á einum ársfjórðungi í sögu fyrirtækisins. Viðskipti innlent 19.5.2022 17:35
Stór skref þurfi til að kæla eftispurnina á húsnæðismarkaði Íbúðaverð heldur áfram að hækka töluvert en forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans gerir ráð fyrir rólegri þróun á næstunni samhliða vaxtahækkunum og frekari uppbyggingu. Starfshópur á vegum forsætisráðherra mun í dag kynna tillögur að aðgerðum til að bæta stöðuna á húsnæðismarkaði. Viðskipti innlent 19.5.2022 13:00
Tekur við stöðu forstöðumanns Símenntunar HA Stefán Guðnason hefur verið ráðinn forstöðumaður Símenntunar Háskólans á Akureyri. Viðskipti innlent 19.5.2022 10:44
Gætu náð 260 megavöttum í viðbót úr virkjunum í Þjórsá og Tungnaá Landsvirkjun telur unnt að auka orkuvinnslugetu núverandi virkjana á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu um 260 megavött, bæði með endurbótum á vél- og rafbúnaði og með fjölgun aflvéla til að nýta vaxandi jöklabráðnun. Viðskipti innlent 19.5.2022 10:05
Verðbólga átta prósent á þessu ári og sex prósent stýrivextir Verðbólga mun ná hámarki í haust þegar hún verður rúmlega 8% en lækka síðan aftur, ef marka má nýja hagspá Hagfræðideildar Landsbankans. Þá muni stýrivextir halda áfram að hækka og ná 6% í lok þessa árs. Gert er ráð fyrir því að hagvöxtur verði töluverður og atvinnuleysi haldi áfram að minnka samhliða því. Viðskipti innlent 19.5.2022 10:01
Íslandsbanki hækkar vexti óverðtryggðra húsnæðislána síðastur bankanna Íslandsbanki hyggst hækka vexti óverðtryggðra húsnæðislána um 0,70 til 1 prósentustig, en þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum í dag. Viðskipti innlent 18.5.2022 16:53
Félag fréttamanna og Blaðamannafélag Íslands sameinast Félagar í Blaðamannafélagi Íslands og félagar í Félagi fréttamanna, stéttarfélagi fréttamanna á Ríkisútvarpinu, hafa samþykkt að sameina félögin undir merkjum Blaðamannafélags Íslands. Viðskipti innlent 18.5.2022 13:40
Harpa nýr fjármálastjóri Norvik Harpa Vífilsdóttir hefur verið ráðin fjármálastjóri Norvik, móðurfélag BYKO. Hún tekur við starfinu af Brynju Halldórsdóttur sem hefur ákveðið að hætta störfum. Viðskipti innlent 18.5.2022 09:54
Tryggja sér 300 milljónir króna til að koma jafnréttislausn á alþjóðamarkað Íslenska fyrirtækið Empower hefur tryggt sér 300 milljóna króna fjármögnun frá Frumtaki og Tennin til að styðja við þróun og markaðssetningu á hugbúnaðarlausninni Empower NOW. Greint var frá þessu í morgun en stefnt er að því að hugbúnaðarlausnin fari á alþjóðlegan markað á næsta ári. Viðskipti innlent 18.5.2022 07:00
Spá öflugum hagvexti og allt að sex prósent stýrivöxtum í lok árs Greining Íslandsbanka spáir 5,0% hagvexti á þessu ári sem yrði hraðasti vöxtur frá árinu 2016. Gert er ráð fyrir 2,7% vexti á næsta ári og 2,6% árið 2024. Viðskipti innlent 18.5.2022 06:00
Davíð Helgason beinir sjónum sínum að loftslagsmálum Davíð Helgason, stofnandi fyrirtækisins Unity, hefur komið á fót fyrirtækinu Transition Labs, ásamt Kjartani Erni Ólafssyni, frumkvöðli og tæknifjárfesti. Markið félagsins er að gera Ísland að suðupunkti loftslagsverkefna á heimsvísu. Viðskipti innlent 17.5.2022 19:31
Milljarði fjárfest í heilbrigðissprotafyrirtæki Íslenska heilbrigðistæknifyrirtækið NeckCare hefur lokið rúmlega eins milljarðs króna fjármögnun en félagið hefur þróað lausnir til greiningar og endurhæfingar á hálsskaða. Viðskipti innlent 17.5.2022 10:41
Hlutfall kvenna í stjórnum sums staðar lækkað milli ára Hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja með fimmtíu launamenn eða fleiri, þar sem stjórnarmenn voru fjórir eða fleiri, var 41,5% í tilfelli almennra hlutafélaga á árinu 2021 og 38,3% í einkahlutafélögum. Í stjórnum með þrjá stjórnarmenn var hlutfall kvenna 34,8% fyrir almenn hlutafélög og 29,3% fyrir einkahlutafélög. Í einkahlutafélögum með tvo stjórnarmenn var hlutfallið 19,7%. Viðskipti innlent 17.5.2022 10:12
Hækkað úr 80 milljónum í 129 Ásett verð raðhúsaíbúðar í Árbæ í Reykjavík hefur hækkað um ríflega sextíu prósent frá því í febrúar 2019 og farið úr 79,9 milljónum í 129,3. Þar af hefur eignin hækkað um rúmar 9 milljónir króna frá því í mars síðastliðnum. Fasteignasali segir alla sammála um að fasteignamarkaðurinn sé kominn úr böndunum. Viðskipti innlent 17.5.2022 09:00
Ný stjórn og framkvæmdastjóri FVH Ný stjórn var kjörin á aðalfundi Félags viðskipta- og hagfræðinga (FVH) þann 10. maí síðastliðinn, ásamt því að nýr framkvæmdastjóri félagsins var kynntur til starfa. Viðskipti innlent 17.5.2022 08:47
Eva Laufey ráðin markaðs- og upplifunarstjóri Hagkaups Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir hefur verið ráðin sem markaðs- og upplifunarstjóri Hagkaups. Viðskipti innlent 17.5.2022 08:41
Fimm ferðaþjónustufyrirtæki sameinast undir nafni Icelandia Fimm ferðaþjónustufyriræki – Reykjavík Excursions/Kynnisferðir, Icelandic Mountain Guides, Iceland Rovers, Dive.is og Flybus – verða sameinuð undir merkjum regnhlífaheitisins Icelandia. Er ætlunin með nýju nafni að með skapa brú milli fyrirtækjanna með samlegðaráhrifum í markaðsstarfi. Viðskipti innlent 17.5.2022 08:26
Landsbankinn hækkar vexti á óverðtryggðum lánum Vextir óverðtryggðra lána og sparireikninga hjá Landsbankanum hækka um 0,7 til eitt prósentustig á morgun. Bankinn vísar til þess að Seðlabankinn hafi hækkað vexti um eitt prósentustig fyrr í þessum mánuði. Viðskipti innlent 16.5.2022 17:36
Framkvæmdastjóri fjármálasviðs Icelandair keypti fyrir fimm milljónir Ívar Sigurður Kristinsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Icelandair Group, keypti í dag þrjár milljónir hluta í félaginu fyrir 5,19 milljónir króna. Viðskipti innlent 16.5.2022 13:06