Viðskipti innlent Loðnutorfur fundnar á Hala en bræla hamlar veiðum Áhöfnin á Berki NK, skipi Síldarvinnslunar í Neskaupstað, er búin að sjá loðnutorfur á Halamiðum út af Vestfjörðum. Bræla hamlar hins vegar veiðum sem stendur en búist við að lægi í kvöld. Viðskipti innlent 16.11.2021 13:26 Nýtt kerfi Strætó bjóði upp á möguleika í framtíðinni Nýtt greiðslukerfi var tekið í notkun hjá Strætó í morgun samhliða nýrri gjaldskrá. Þrjár greiðsluleiðir eru í kerfinu en um er að ræða fyrsta stafræna greiðslukerfið í strætisvögnum á Íslandi. Framkvæmdastjóri Strætó segist vona að með tímanum verði hægt að kynna nýjungar sem henta flestum. Viðskipti innlent 16.11.2021 13:01 Faraldurinn hafi ekki jafn mikil áhrif og áður á hegðun Íslendinga Núverandi bylgja faraldurins virðist ekki hafa mikil áhrif á hegðun ferðamanna og er lítið um afbókanir þrátt fyrir uppsveiflu í fjölda smitaðra. Forstjóri Play segir það sérstaklega eiga við um Íslendinga sem voru óöruggir í sumar þegar fjórða bylgja faraldursins reið yfir en þeir eru nú rólegri og yfirvegaðri. Viðskipti innlent 16.11.2021 11:45 Fer frá HÍ til að taka við sem deildarforseti hjá HR Dr. Jón Þór Sturluson hefur verið ráðinn deildarforseti viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík. Hann starfaði síðast sem dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Viðskipti innlent 16.11.2021 10:33 Dularfull fjármögnun dýrasta húss á Íslandi Halldór Kristmannsson hefur sett hús sitt við Sunnuflöt 48 í Garðabæ á sölu. Höll. Ef Halldór fær viðunandi tilboð má búast við því að þar fari dýrasta hús Íslandssögunnar. Enda um glæsilega lúxusvillu að ræða sem vart á sér hliðstæðu hér á landi. Viðskipti innlent 16.11.2021 07:57 Telur íblöndunarefni rústa dýrum olíusíum í stórum stíl Síðasta árið hafa flutningabílstjórar verið að reka sig á það að hráolíusíur í bílum þeirra hafa verið að skemmast oftar en vanalega, sem hefur í för með sér háar fjárhæðir og gríðarlega sóun. Sökudólginn telja bílstjórar vera lífeldsneyti, sem blandað er út í dísilolíuna sem bílarnir ganga fyrir. Viðskipti innlent 15.11.2021 15:41 Segir hagstæðara að kaupa fyrstu eign í dag en eftir ár Hagstæðara er fyrir þá sem ætla sér að koma sér inn á fasteignamarkaðinn sem fyrstu kaupendur að gera það núna en það verður eftir um ár. Vaxtahækkunarferli sé nú hafið og útlit sé fyrir að það muni halda áfram og á sama tíma mun hægja á íbúðaverðshækkunum. Viðskipti innlent 15.11.2021 14:29 „Ávinningur til framtíðar“ ráðstefna í tilefni 40 ára afmælis Vinnueftirlitsins Afmælisráðstefna Vinnueftirlitsins Vinnuvernd – ávinningur til framtíðar, fer fram næstkomandi föstudag en ráðstefnan er meðal annars ætluð atvinnurekendum, mannauðsstjórum, þjónustuaðilum og sérfræðingum í vinnuvernd. Viðskipti innlent 15.11.2021 13:58 337 milljóna króna gjaldþrot Solstice Productions Gjaldþrot Solstice Productions, sem stóð fyrir tónlistarhátíðinni Secret Solstice, nam 337 milljónum króna. Engar eignir fundust í þrotabúinu upp í skuldir. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag. Viðskipti innlent 15.11.2021 09:06 Allt að verða klárt á nýju hóteli við Austurvöll Það er allt að verða klárt í nýrri hótelbyggingu Icelandair hótelanna við Austurvöll sem áætlanir reikna með að hefji starfsem í vor. Byggingaframkvæmdirnar voru mjög flóknar enda þurfti að sameina fimm byggingar í eina. Viðskipti innlent 14.11.2021 19:08 Enn ein mathöllin opnar senn í Reykjavík Stefnt er að opnun mathallar að Vesturgötu þar sem veitingastaðurinn Restaurant Reykjavík var áður. Viðskipti innlent 14.11.2021 12:28 Föst út í vél í yfir klukkutíma vegna veðurs Vonskuveður hefur haft áhrif á flug Icelandair í dag og þurftu farþegar á leið frá Evrópu að bíða í rúman klukkutíma út í vél að lokinni lendingu vegna hvassviðris. Viðskipti innlent 13.11.2021 21:48 Kötturinn Njáll hefur störf hjá Póstinum Kötturinn Njáll hefur verið ráðinn inn í þjónustuver Póstsins. Njáll mun aðstoða þjónustuverið við að leysa úr vandamálum viðskiptavina en hann er svokallað spjallmenni. Viðskipti innlent 13.11.2021 11:36 „Svo þarf maður ekki að hafa áhyggjur af því hversu marga maður drekkur“ Bruggmeistarar finna fyrir áhuga á áfengislausum jólabjór. Mikil aukning hefur verið í framleiðslu áfengislausra bjóra hér á landi síðasta eitt og hálfa árið. Viðskipti innlent 13.11.2021 09:05 Auðæfi Davíðs Helgasonar hafa tvöfaldast síðan í mars Samkvæmt rauntímalista Forbes er Davíð Helgason nú metinn á rúma tvo milljarða Bandaríkjadala. Hann nálgast Björgólf Thor Björgólfsson nú óðfluga sem efnaðasti Íslendingurinn. Viðskipti innlent 12.11.2021 23:44 Greiðslukerfi hrundu á degi einhleypra: „Maður er orðinn vel þreyttur á þessu“ Brynja Dan Gunnarsdóttir, sem heldur úti vefsíðunni 1111.is, segir greiðslukerfi Rapyd og Valitors hafa legið niðri á milli tíu og tólf í gærkvöldi. Það sé hápunktur dags einhleypra og því hlaupi tjón af þess völdum á hundruðum milljóna króna. Viðskipti innlent 12.11.2021 17:51 Ferðamennskuaðilar verðlaunaðir á Bessastöðum Icelandic Lava Show hlýtur Nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar árið 2021. Samtök ferðaþjónustunnar afhenda verðlaunin á afmælisdegi samtakanna, 11. nóvember ár hvert. Eliza Reid, forsetafrú, afhenti Icelandic Lava Show verðlaunin við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SAF sem sjá má í heild að neðan. Viðskipti innlent 12.11.2021 15:08 Anna ekki eftirspurn eftir PS5 fyrir jólin og færa alla söluna á netið Forsvarsmenn ELKO hafa gripið til sérstakra ráðstafana vegna skorts á PlayStation 5 leikjatölvum og sjá að ekki verði hægt að anna eftirspurn fyrir jólin. Þegar sendingar berast seljast þær upp á nokkrum mínútum. Viðskipti innlent 12.11.2021 10:25 Bónus lengir opnunartíma og gefur grísnum yfirhalningu Matvörurisinn Bónus hefur gert breytingar á útliti Bónusgríssins og þeirri leturgerð sem notast er við í firmamerki verslananna. Breytingarnar eru gerðar samhliða lengingu á opnunartíma verslana sem taka gildi í dag sem felur meðal annars í sér að sjö Bónusverslanir verða framvegis opnar til klukkan átta á kvöldin. Viðskipti innlent 12.11.2021 09:46 Spá því að stýrivextir verði hækkaðir um 0,25 prósentustig Hagfræðideild Landsbankans spáir því að stýrivextir verði hækkaðir um 0,25 prósentustig í næstu viku og fari úr 1,5% í 1,75%. Telur deildin nokkrar líkur á 0,5 prósentustiga hækkun en að hin niðurstaðan verið ofan á. Viðskipti innlent 12.11.2021 09:06 Fá vaskinn endurgreiddan vegna vinnu við lóðaframkvæmdir eftir allt saman Yfirskattanefnd hefur fallist á kröfu sveitarfélags um endurgreiðslu á virðisaukaskatti af vinnu manna við framkvæmdir á lóð húsnæðis í eigu sveitarfélagsins. Ríkisskattstjóri hafði áður hafnað umsókninni um endurgreiðslu virðisaukaskattsins. Viðskipti innlent 12.11.2021 07:00 Zuckerberg tekur háðinu með stæl og hlakkar til að heimsækja „Icelandverse“ Inspired by Iceland birti myndbandsauglýsingu á Facebook í gær þar sem kynnt er til sögunnar „the Icelandverse“. Í myndbandinu fer persóna að nafni Zack Mossbergsson, yfirmaður framtíðarsýnar, meðal annars yfir það hvernig hægt er að „tengja heiminn“ án þess að vera „super weird“, eða stórskrýtinn á góðri íslensku. Viðskipti innlent 12.11.2021 06:40 Íslandsstofa auglýsir Ísland með gríni á kostnað Zuckerbergs Íslandsstofa hefur birt nýtt myndband undir auglýsingaherferðinni Inspired by Iceland þar sem stólpagrín er gert að nýjum sýndarveruleikaheimi fyrirtækisins Meta, áður Facebook. Viðskipti innlent 11.11.2021 17:49 Grái kötturinn fær ekki krónu frá borginni Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Reykjavíkurborg af 18,5 milljóna skaðabótakröfu eigenda veitingastaðarins Gráa kattarins. Héraðsdómur telur að borgin beri ekki ábyrgð á þeim töfum sem urðu á framkvæmdum við Hverfisgötu árið 2019. Viðskipti innlent 11.11.2021 17:36 Arndís Ósk nýr yfirmaður verkefnastofu Borgarlínu Arndís Ósk Ólafsdóttir Arnalds hefur verið ráðin nýr yfirmaður verkefnastofu Borgarlínu hjá Vegagerðinni. Hún með sem slíkur hafa yfirumsjón með öllum verkefnum Borgarlínu hjá Vegagerðinni. Viðskipti innlent 11.11.2021 14:16 Íbúðaverð kunni að halda áfram að hækka hratt Greiðslubyrði húsnæðislána hefur lækkað um 27% frá árinu 2019 ef tekið er mið af lækkun vaxta og hækkun ráðstöfunartekna á tímabilinu. Hækkandi ásett verð og lítið söluframboð benda til þess að íbúðaverð kunni að halda áfram að hækka hratt næstu mánuði. Viðskipti innlent 11.11.2021 11:45 Spá mestu verðbólgu í níu ár Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,5% hækkun vísitölu neysluverðs milli mánaða og að verðbólga fari úr 4,5% í 5,0% í nóvember. Ársverðbólga hefur ekki mælst svo mikil frá því í júní 2012. Viðskipti innlent 11.11.2021 10:55 Erik, Gunnar og Sigrún ráðin í stjórnunarstöður hjá KPMG Erik Christianson Chaillot, Gunnar Kristinn Sigurðsson og Sigrún Kristjánsdóttir hafa verið ráðin í stjórnendastöður hjá KPMG. Viðskipti innlent 11.11.2021 09:26 Mikil eftirspurn eftir íbúðum í september og fleiri íbúðir seljast á yfirverði Umsvif á fasteignamarkaði jukust lítillega í september eftir minnkun síðustu mánuði. Enn hefur dregið úr fjölda íbúða sem auglýstar eru til sölu og þá er meðalsölutími íbúða með því lægsta sem mælst hefur. Viðskipti innlent 11.11.2021 09:04 Hagnaður Kviku banka sjöfaldaðist Hagnaður kviku banka sjöfaldaðist á fyrstu 9 mánuðum þessa árs. Fyrir skatta nemur hagnaður bankans tæpum 8 milljörðum króna. Til samanburðar hagnaðist Kvika um 1,3 milljarða á sama tíma í fyrra. Viðskipti innlent 10.11.2021 22:07 « ‹ 142 143 144 145 146 147 148 149 150 … 334 ›
Loðnutorfur fundnar á Hala en bræla hamlar veiðum Áhöfnin á Berki NK, skipi Síldarvinnslunar í Neskaupstað, er búin að sjá loðnutorfur á Halamiðum út af Vestfjörðum. Bræla hamlar hins vegar veiðum sem stendur en búist við að lægi í kvöld. Viðskipti innlent 16.11.2021 13:26
Nýtt kerfi Strætó bjóði upp á möguleika í framtíðinni Nýtt greiðslukerfi var tekið í notkun hjá Strætó í morgun samhliða nýrri gjaldskrá. Þrjár greiðsluleiðir eru í kerfinu en um er að ræða fyrsta stafræna greiðslukerfið í strætisvögnum á Íslandi. Framkvæmdastjóri Strætó segist vona að með tímanum verði hægt að kynna nýjungar sem henta flestum. Viðskipti innlent 16.11.2021 13:01
Faraldurinn hafi ekki jafn mikil áhrif og áður á hegðun Íslendinga Núverandi bylgja faraldurins virðist ekki hafa mikil áhrif á hegðun ferðamanna og er lítið um afbókanir þrátt fyrir uppsveiflu í fjölda smitaðra. Forstjóri Play segir það sérstaklega eiga við um Íslendinga sem voru óöruggir í sumar þegar fjórða bylgja faraldursins reið yfir en þeir eru nú rólegri og yfirvegaðri. Viðskipti innlent 16.11.2021 11:45
Fer frá HÍ til að taka við sem deildarforseti hjá HR Dr. Jón Þór Sturluson hefur verið ráðinn deildarforseti viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík. Hann starfaði síðast sem dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Viðskipti innlent 16.11.2021 10:33
Dularfull fjármögnun dýrasta húss á Íslandi Halldór Kristmannsson hefur sett hús sitt við Sunnuflöt 48 í Garðabæ á sölu. Höll. Ef Halldór fær viðunandi tilboð má búast við því að þar fari dýrasta hús Íslandssögunnar. Enda um glæsilega lúxusvillu að ræða sem vart á sér hliðstæðu hér á landi. Viðskipti innlent 16.11.2021 07:57
Telur íblöndunarefni rústa dýrum olíusíum í stórum stíl Síðasta árið hafa flutningabílstjórar verið að reka sig á það að hráolíusíur í bílum þeirra hafa verið að skemmast oftar en vanalega, sem hefur í för með sér háar fjárhæðir og gríðarlega sóun. Sökudólginn telja bílstjórar vera lífeldsneyti, sem blandað er út í dísilolíuna sem bílarnir ganga fyrir. Viðskipti innlent 15.11.2021 15:41
Segir hagstæðara að kaupa fyrstu eign í dag en eftir ár Hagstæðara er fyrir þá sem ætla sér að koma sér inn á fasteignamarkaðinn sem fyrstu kaupendur að gera það núna en það verður eftir um ár. Vaxtahækkunarferli sé nú hafið og útlit sé fyrir að það muni halda áfram og á sama tíma mun hægja á íbúðaverðshækkunum. Viðskipti innlent 15.11.2021 14:29
„Ávinningur til framtíðar“ ráðstefna í tilefni 40 ára afmælis Vinnueftirlitsins Afmælisráðstefna Vinnueftirlitsins Vinnuvernd – ávinningur til framtíðar, fer fram næstkomandi föstudag en ráðstefnan er meðal annars ætluð atvinnurekendum, mannauðsstjórum, þjónustuaðilum og sérfræðingum í vinnuvernd. Viðskipti innlent 15.11.2021 13:58
337 milljóna króna gjaldþrot Solstice Productions Gjaldþrot Solstice Productions, sem stóð fyrir tónlistarhátíðinni Secret Solstice, nam 337 milljónum króna. Engar eignir fundust í þrotabúinu upp í skuldir. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag. Viðskipti innlent 15.11.2021 09:06
Allt að verða klárt á nýju hóteli við Austurvöll Það er allt að verða klárt í nýrri hótelbyggingu Icelandair hótelanna við Austurvöll sem áætlanir reikna með að hefji starfsem í vor. Byggingaframkvæmdirnar voru mjög flóknar enda þurfti að sameina fimm byggingar í eina. Viðskipti innlent 14.11.2021 19:08
Enn ein mathöllin opnar senn í Reykjavík Stefnt er að opnun mathallar að Vesturgötu þar sem veitingastaðurinn Restaurant Reykjavík var áður. Viðskipti innlent 14.11.2021 12:28
Föst út í vél í yfir klukkutíma vegna veðurs Vonskuveður hefur haft áhrif á flug Icelandair í dag og þurftu farþegar á leið frá Evrópu að bíða í rúman klukkutíma út í vél að lokinni lendingu vegna hvassviðris. Viðskipti innlent 13.11.2021 21:48
Kötturinn Njáll hefur störf hjá Póstinum Kötturinn Njáll hefur verið ráðinn inn í þjónustuver Póstsins. Njáll mun aðstoða þjónustuverið við að leysa úr vandamálum viðskiptavina en hann er svokallað spjallmenni. Viðskipti innlent 13.11.2021 11:36
„Svo þarf maður ekki að hafa áhyggjur af því hversu marga maður drekkur“ Bruggmeistarar finna fyrir áhuga á áfengislausum jólabjór. Mikil aukning hefur verið í framleiðslu áfengislausra bjóra hér á landi síðasta eitt og hálfa árið. Viðskipti innlent 13.11.2021 09:05
Auðæfi Davíðs Helgasonar hafa tvöfaldast síðan í mars Samkvæmt rauntímalista Forbes er Davíð Helgason nú metinn á rúma tvo milljarða Bandaríkjadala. Hann nálgast Björgólf Thor Björgólfsson nú óðfluga sem efnaðasti Íslendingurinn. Viðskipti innlent 12.11.2021 23:44
Greiðslukerfi hrundu á degi einhleypra: „Maður er orðinn vel þreyttur á þessu“ Brynja Dan Gunnarsdóttir, sem heldur úti vefsíðunni 1111.is, segir greiðslukerfi Rapyd og Valitors hafa legið niðri á milli tíu og tólf í gærkvöldi. Það sé hápunktur dags einhleypra og því hlaupi tjón af þess völdum á hundruðum milljóna króna. Viðskipti innlent 12.11.2021 17:51
Ferðamennskuaðilar verðlaunaðir á Bessastöðum Icelandic Lava Show hlýtur Nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar árið 2021. Samtök ferðaþjónustunnar afhenda verðlaunin á afmælisdegi samtakanna, 11. nóvember ár hvert. Eliza Reid, forsetafrú, afhenti Icelandic Lava Show verðlaunin við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SAF sem sjá má í heild að neðan. Viðskipti innlent 12.11.2021 15:08
Anna ekki eftirspurn eftir PS5 fyrir jólin og færa alla söluna á netið Forsvarsmenn ELKO hafa gripið til sérstakra ráðstafana vegna skorts á PlayStation 5 leikjatölvum og sjá að ekki verði hægt að anna eftirspurn fyrir jólin. Þegar sendingar berast seljast þær upp á nokkrum mínútum. Viðskipti innlent 12.11.2021 10:25
Bónus lengir opnunartíma og gefur grísnum yfirhalningu Matvörurisinn Bónus hefur gert breytingar á útliti Bónusgríssins og þeirri leturgerð sem notast er við í firmamerki verslananna. Breytingarnar eru gerðar samhliða lengingu á opnunartíma verslana sem taka gildi í dag sem felur meðal annars í sér að sjö Bónusverslanir verða framvegis opnar til klukkan átta á kvöldin. Viðskipti innlent 12.11.2021 09:46
Spá því að stýrivextir verði hækkaðir um 0,25 prósentustig Hagfræðideild Landsbankans spáir því að stýrivextir verði hækkaðir um 0,25 prósentustig í næstu viku og fari úr 1,5% í 1,75%. Telur deildin nokkrar líkur á 0,5 prósentustiga hækkun en að hin niðurstaðan verið ofan á. Viðskipti innlent 12.11.2021 09:06
Fá vaskinn endurgreiddan vegna vinnu við lóðaframkvæmdir eftir allt saman Yfirskattanefnd hefur fallist á kröfu sveitarfélags um endurgreiðslu á virðisaukaskatti af vinnu manna við framkvæmdir á lóð húsnæðis í eigu sveitarfélagsins. Ríkisskattstjóri hafði áður hafnað umsókninni um endurgreiðslu virðisaukaskattsins. Viðskipti innlent 12.11.2021 07:00
Zuckerberg tekur háðinu með stæl og hlakkar til að heimsækja „Icelandverse“ Inspired by Iceland birti myndbandsauglýsingu á Facebook í gær þar sem kynnt er til sögunnar „the Icelandverse“. Í myndbandinu fer persóna að nafni Zack Mossbergsson, yfirmaður framtíðarsýnar, meðal annars yfir það hvernig hægt er að „tengja heiminn“ án þess að vera „super weird“, eða stórskrýtinn á góðri íslensku. Viðskipti innlent 12.11.2021 06:40
Íslandsstofa auglýsir Ísland með gríni á kostnað Zuckerbergs Íslandsstofa hefur birt nýtt myndband undir auglýsingaherferðinni Inspired by Iceland þar sem stólpagrín er gert að nýjum sýndarveruleikaheimi fyrirtækisins Meta, áður Facebook. Viðskipti innlent 11.11.2021 17:49
Grái kötturinn fær ekki krónu frá borginni Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Reykjavíkurborg af 18,5 milljóna skaðabótakröfu eigenda veitingastaðarins Gráa kattarins. Héraðsdómur telur að borgin beri ekki ábyrgð á þeim töfum sem urðu á framkvæmdum við Hverfisgötu árið 2019. Viðskipti innlent 11.11.2021 17:36
Arndís Ósk nýr yfirmaður verkefnastofu Borgarlínu Arndís Ósk Ólafsdóttir Arnalds hefur verið ráðin nýr yfirmaður verkefnastofu Borgarlínu hjá Vegagerðinni. Hún með sem slíkur hafa yfirumsjón með öllum verkefnum Borgarlínu hjá Vegagerðinni. Viðskipti innlent 11.11.2021 14:16
Íbúðaverð kunni að halda áfram að hækka hratt Greiðslubyrði húsnæðislána hefur lækkað um 27% frá árinu 2019 ef tekið er mið af lækkun vaxta og hækkun ráðstöfunartekna á tímabilinu. Hækkandi ásett verð og lítið söluframboð benda til þess að íbúðaverð kunni að halda áfram að hækka hratt næstu mánuði. Viðskipti innlent 11.11.2021 11:45
Spá mestu verðbólgu í níu ár Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,5% hækkun vísitölu neysluverðs milli mánaða og að verðbólga fari úr 4,5% í 5,0% í nóvember. Ársverðbólga hefur ekki mælst svo mikil frá því í júní 2012. Viðskipti innlent 11.11.2021 10:55
Erik, Gunnar og Sigrún ráðin í stjórnunarstöður hjá KPMG Erik Christianson Chaillot, Gunnar Kristinn Sigurðsson og Sigrún Kristjánsdóttir hafa verið ráðin í stjórnendastöður hjá KPMG. Viðskipti innlent 11.11.2021 09:26
Mikil eftirspurn eftir íbúðum í september og fleiri íbúðir seljast á yfirverði Umsvif á fasteignamarkaði jukust lítillega í september eftir minnkun síðustu mánuði. Enn hefur dregið úr fjölda íbúða sem auglýstar eru til sölu og þá er meðalsölutími íbúða með því lægsta sem mælst hefur. Viðskipti innlent 11.11.2021 09:04
Hagnaður Kviku banka sjöfaldaðist Hagnaður kviku banka sjöfaldaðist á fyrstu 9 mánuðum þessa árs. Fyrir skatta nemur hagnaður bankans tæpum 8 milljörðum króna. Til samanburðar hagnaðist Kvika um 1,3 milljarða á sama tíma í fyrra. Viðskipti innlent 10.11.2021 22:07