Viðskipti innlent „Það að þeir hafi viljað losa okkur út kemur svo sem ekkert á óvart“ Tæplega þrjátíu ára sögu Humarhússins við Amtmannsstíg lauk í dag þegar starfsfólk kláraði að tæma húsnæðið og skellti í lás. Eigendum veitingastaðarins var tilkynnt á fimmtudag að þeir þyrftu að yfirgefa húsið innan fjögurra daga. Viðskipti innlent 2.6.2021 22:30 Afborganir húsnæðislána gætu snarhækkað með vaxtahækkunum Afborganir af húsnæðislánum með breytilega vexti gætu hækkað um tugi þúsunda á mánuði og rúma milljón á ári ef Seðlabankinn dregur allar vaxtalækkanir sínar undanfarin tvö ár til baka og viðskiptabankarnir fylgja þeim hækkunum. Neytendasamtökin segja forsendur vaxtahækkana bankanna óskýrar og ósanngjarnar og undirbúa prófmál. Viðskipti innlent 2.6.2021 19:21 Mikið réttlætismál að MS sæti ábyrgð á brotum sínum Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í morgun frávísunarkröfu MS í máli Mjólku gegn MS. Stofnandi Mjólku fagnar úrskurðinum. Viðskipti innlent 2.6.2021 16:28 Róbert Wessman kaupir íbúð fyrir 2,4 milljarða á Flórída Aztiq, fjárfestingafélag Róberts Wessman, hefur fest kaup á 2,4 milljarða króna lúxusíbúð á Flórída. Viðskipti innlent 2.6.2021 16:19 Vara við neyslu á ís vegna örverumengunar Matvælastofnun varar við neyslu á ís frá Ketó kompaní vegna örverumengunar. Um er að ræða innköllun á fjórum tegunum af ís framleiddum á sama degi. Viðskipti innlent 2.6.2021 13:57 Gjaldþrot Capacent nam ríflega 750 milljónum króna Bú ráðgjafafyrirtækisins Capacent var tekið til gjaldsþrotaskipta þann 3. júní 2020 og er skiptum nú lokið. Gjaldþrotið nam 755 milljónum króna. Viðskipti innlent 2.6.2021 12:19 Milljarðaframkvæmdir við Leifsstöð Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, tók í gær fyrstu skóflustungu að nýrri 20.000 fermetra viðbyggingu við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Áætlað er að hún verði tekin í notkun árið 2024 og heildarkostnaður verði 20,8 milljarðar króna. Viðskipti innlent 2.6.2021 11:30 Bein útsending: Fimmtíu verkefni keppa um Vísinda- og nýsköpunarverðlaun HÍ Vísinda- og nýsköpunarverðlaun Háskóla Íslands verða afhent í dag klukkan 12 í Hátíðasal Aðalbyggingar skólans. Viðburðurinn er liður í Nýsköpunarvikunni og verður hægt að fylgjast með verðlaununum í spilaranum hér fyrir neðan. Viðskipti innlent 2.6.2021 11:30 Verðmeta Íslandsbanka á 155 til 242 milljarða króna Fossar markaðir, sem er á meðal ráðgjafa vegna fyrirhugaðrar sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka, áætlar að virði bankans sé á bilinu 222 til 242 milljarðar króna. Sjálfstæði greiningaraðilinn Jakobsson Capital metur bankann á 155 til 218 milljarða króna. Viðskipti innlent 2.6.2021 11:14 Seldu fyrirtækið á 458 milljónir sex árum eftir stofnun Kvika, sameinað félag Kviku banka, TM og Lykils, hefur gengið frá kaupum á appinu Aur. Aur var stofnað árið 2015 sem einföld leið til að millifæra peninga og hefur verið afar vinsælt meðal ungs fólks. Viðskipti innlent 2.6.2021 10:26 Mathöll, bar, hótel og fleira í Gróðurhúsinu í Hveragerði Mikil uppbygging er í kortunum í Hveragerði en þar verður nýr áfangastaður sem ber nafnið Gróðurhúsið opnaður í sumar. Þar verður hótel, verslanir, mathöll, kaffihús, bar, ísbúð, sælkeraverslun og annars konar þjónusta í boði fyrir heimamenn og innlenda og erlenda ferðamenn. Viðskipti innlent 2.6.2021 07:50 Bankarnir hækkuðu allir vexti húsnæðislána í dag Arion banki, Íslandsbanki og Landsbanki hafa allir kynnt vaxtahækkanir á útlánum sínum í kjölfar nýlegrar stýrivaxtahækkunar Seðlabanka Íslands. Hækka vextir vissra lána um 0,15 til 0,25 prósentustig og tóku breytingarnar gildi í dag. Viðskipti innlent 1.6.2021 16:45 Stofnandi World Class skóla færir sig um set Magnea Björg Jónsdóttir hefur verið ráðin viðskiptastýra Key of Marketing. Fyrirtækið, sem var stofnað árið 2018, hjálpar fyrirtækjum að fanga viðskiptavini með sjálfvirkni í markaðssetningu og efnissköpun. Viðskipti innlent 1.6.2021 15:44 Sala nýrra fólksbíla jókst um 159 prósent og bílaleigur tóku við sér Sala nýrra fólksbíla jókst um tæp 159% hér á landi í maí samanborið við sama tíma í fyrra. Nýskráningum fjölgaði um 24,9% milli ára á fyrstu fimm mánuðum ársins og fara úr 3.369 í 4.208. Viðskipti innlent 1.6.2021 15:30 Sigríður formaður í nýrri stjórn Stórnvísi Sigríður Harðardóttir, mannauðs- og gæðastjóri Strætó, er formaður nýrrar stjórnar Stjórnvísi. Hún tekur við formennskunni af Aðalheiði Ósk Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra Vök Baths. Viðskipti innlent 1.6.2021 14:03 Tekur við starfi framkvæmdastjóra Verkfæra ehf. Elvar Orri Hreinsson hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri Verkfæra ehf. Viðskipti innlent 1.6.2021 13:47 80 milljónir króna notaðar á síðasta degi ferðagjafarinnar 2020 Í gær var 15.691 ferðagjöf nýtt, þar af 14.741 að fullu. Heildarupphæð gjafanna sem nýttar voru í gær nam um 80 milljónum króna. Viðskipti innlent 1.6.2021 10:55 N1 sækir þróunarstjóra til Íslandsbanka N1 hefur ráðið Bjarka Má Flosason í nýtt starf þróunarstjóra stafrænna lausna fyrirtækisins. Viðskipti innlent 1.6.2021 10:38 Guðjón keyrir stafrænu málin áfram hjá Póstinum Guðjón Ingi Ágústsson hefur tekið við sem forstöðumaður Stafrænna lausna og upplýsingatækni hjá Póstinum en hann hefur áður sinnt stöðu tæknirekstrarstjóra fyrirtækisins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Póstinum. Viðskipti innlent 1.6.2021 10:33 Bein útsending: Hátækni, matvælaframleiðsla og orka „Nýsköpun í matvælaframleiðslu er mikilvægasta viðfangsefni samtímans“ er yfirskrift viðburðar á Nýsköpunarviku sem hefst klukkan 10. Viðskipti innlent 1.6.2021 09:40 Herdís og Daði til Orku náttúrunnar Herdís Skúladóttir og Daði Hafþórsson hafa verið ráðin til Orku náttúrunnar. Herdís hefur starfsheitið fararstjóri stafrænnar forystu og Daði er forstöðumaður virkjanareksturs ON. Viðskipti innlent 1.6.2021 09:17 Fasteignamat hækkar um 7,4 prósent á árinu Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 7,4 prósent á árinu og verður 10.340 milljarðar króna, samkvæmt nýju fasteignamati Þjóðskrár, fyrir árið 2022. Þetta er töluvert meiri hækkun en tilkynnt var um fyrir ári síðan þegar fasteignamat hækkaði um 2,1 prósent á landinu öllu. Viðskipti innlent 1.6.2021 06:13 Gylfi Þór fjárfestir í glænýjum bát Gylfi Þór Sigurðsson knattspyrnumaður hefur ásamt fjölskyldu sinni fjárfest í glænýjum bát, Huldu GK 17, sem smíðuð var í Hafnarfirði í bátasmiðjunni Trefjum. Báturinn er allur hinn glæsilegasti, um 29,5 brúttótonn, tæpir tólf metrar á lengd og er breiðasti bátur í öllu krókaaflamarkskerfinu. Viðskipti innlent 31.5.2021 15:43 Perla kveður Landsbankann Perla Ösp Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Áhættustýringar Landsbankans, hefur sagt starfi sínu hjá bankanum lausu og hefur látið af störfum. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallar. Viðskipti innlent 31.5.2021 15:13 FlyOver Iceland, bensínstöðvarnar og KFC vinsæl meðal ferðagjafahafa FlyOver Iceland var það fyrirtæki sem hagnaðist mest á ferðagjöfinni svokölluðu en KFC reyndist vinsælasti matsölustaðurinn meðal ferðagjafareigenda. Frestur til að nýta ferðagjöf ársins 2020 rennur út á morgun en þá fá landsmenn nýja ferðagjöf sem gildir út ágúst. Viðskipti innlent 31.5.2021 07:08 Tekur við stöðu mannauðsstjóra Heilsuverndar Elín Hjálmsdóttir hefur tekið við starfi mannauðsstjóra hjá Heilsuvernd. Hún mun starfa þvert á öll félög Heilsuverndar, leiða þar mannauðsmál og vinna að frekari uppbyggingu og þróun bæði í innri og ytri starfsemi. Viðskipti innlent 30.5.2021 15:13 Um tvær milljónir farþega og tuttugu flugfélög Isavia reiknar með að tvær milljónir farþega fari um Keflavíkurflugvöll í ár sem er minna en vonast var eftir. Um tuttugu flugfélög hafa boðað komu sína í sumar og er búist við að fjöldi brottfara á viku rúmlega tvöfaldist milli ára. Viðskipti innlent 29.5.2021 20:00 Ekki hægt að setja verðmiða á umfjöllun 60 mínútna Umfjöllun erlendra fjölmiðla um eldgosið í Geldingadölum hefur reynst Íslendingum ómetanleg, að mati Íslandsstofu. Bjart sé yfir ferðaþjónustunni á næstu misserum en mikilvægt að halda rétt á spilunum. Viðskipti innlent 28.5.2021 20:31 Fyrirkomulag Íbúðalánasjóðs hafi verið gallað frá upphafi Fjármálaráðherra segir uppgreiðslugjöld Íbúðalánasjóðs gallað fyrirkomulag sem kostað hafi ríkissjóð tvö hundruð milljarða milljarða króna. Hann fagnar því hins vegar að búið sé að skera úr um lögmæti gjaldanna. Viðskipti innlent 28.5.2021 19:15 Sigurjón þarf að greiða fimmtíu milljónir vegna láns til Björgólfs Sigurjón Þorvaldur Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, var í dag dæmdur til að greiða slitastjórn bankans fimmtíu milljónir króna í skaðabætur. Með vöxtum og dráttarvöxtum nemur upphæðin vel á annað hundrað milljón króna. Viðskipti innlent 28.5.2021 14:46 « ‹ 166 167 168 169 170 171 172 173 174 … 334 ›
„Það að þeir hafi viljað losa okkur út kemur svo sem ekkert á óvart“ Tæplega þrjátíu ára sögu Humarhússins við Amtmannsstíg lauk í dag þegar starfsfólk kláraði að tæma húsnæðið og skellti í lás. Eigendum veitingastaðarins var tilkynnt á fimmtudag að þeir þyrftu að yfirgefa húsið innan fjögurra daga. Viðskipti innlent 2.6.2021 22:30
Afborganir húsnæðislána gætu snarhækkað með vaxtahækkunum Afborganir af húsnæðislánum með breytilega vexti gætu hækkað um tugi þúsunda á mánuði og rúma milljón á ári ef Seðlabankinn dregur allar vaxtalækkanir sínar undanfarin tvö ár til baka og viðskiptabankarnir fylgja þeim hækkunum. Neytendasamtökin segja forsendur vaxtahækkana bankanna óskýrar og ósanngjarnar og undirbúa prófmál. Viðskipti innlent 2.6.2021 19:21
Mikið réttlætismál að MS sæti ábyrgð á brotum sínum Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í morgun frávísunarkröfu MS í máli Mjólku gegn MS. Stofnandi Mjólku fagnar úrskurðinum. Viðskipti innlent 2.6.2021 16:28
Róbert Wessman kaupir íbúð fyrir 2,4 milljarða á Flórída Aztiq, fjárfestingafélag Róberts Wessman, hefur fest kaup á 2,4 milljarða króna lúxusíbúð á Flórída. Viðskipti innlent 2.6.2021 16:19
Vara við neyslu á ís vegna örverumengunar Matvælastofnun varar við neyslu á ís frá Ketó kompaní vegna örverumengunar. Um er að ræða innköllun á fjórum tegunum af ís framleiddum á sama degi. Viðskipti innlent 2.6.2021 13:57
Gjaldþrot Capacent nam ríflega 750 milljónum króna Bú ráðgjafafyrirtækisins Capacent var tekið til gjaldsþrotaskipta þann 3. júní 2020 og er skiptum nú lokið. Gjaldþrotið nam 755 milljónum króna. Viðskipti innlent 2.6.2021 12:19
Milljarðaframkvæmdir við Leifsstöð Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, tók í gær fyrstu skóflustungu að nýrri 20.000 fermetra viðbyggingu við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Áætlað er að hún verði tekin í notkun árið 2024 og heildarkostnaður verði 20,8 milljarðar króna. Viðskipti innlent 2.6.2021 11:30
Bein útsending: Fimmtíu verkefni keppa um Vísinda- og nýsköpunarverðlaun HÍ Vísinda- og nýsköpunarverðlaun Háskóla Íslands verða afhent í dag klukkan 12 í Hátíðasal Aðalbyggingar skólans. Viðburðurinn er liður í Nýsköpunarvikunni og verður hægt að fylgjast með verðlaununum í spilaranum hér fyrir neðan. Viðskipti innlent 2.6.2021 11:30
Verðmeta Íslandsbanka á 155 til 242 milljarða króna Fossar markaðir, sem er á meðal ráðgjafa vegna fyrirhugaðrar sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka, áætlar að virði bankans sé á bilinu 222 til 242 milljarðar króna. Sjálfstæði greiningaraðilinn Jakobsson Capital metur bankann á 155 til 218 milljarða króna. Viðskipti innlent 2.6.2021 11:14
Seldu fyrirtækið á 458 milljónir sex árum eftir stofnun Kvika, sameinað félag Kviku banka, TM og Lykils, hefur gengið frá kaupum á appinu Aur. Aur var stofnað árið 2015 sem einföld leið til að millifæra peninga og hefur verið afar vinsælt meðal ungs fólks. Viðskipti innlent 2.6.2021 10:26
Mathöll, bar, hótel og fleira í Gróðurhúsinu í Hveragerði Mikil uppbygging er í kortunum í Hveragerði en þar verður nýr áfangastaður sem ber nafnið Gróðurhúsið opnaður í sumar. Þar verður hótel, verslanir, mathöll, kaffihús, bar, ísbúð, sælkeraverslun og annars konar þjónusta í boði fyrir heimamenn og innlenda og erlenda ferðamenn. Viðskipti innlent 2.6.2021 07:50
Bankarnir hækkuðu allir vexti húsnæðislána í dag Arion banki, Íslandsbanki og Landsbanki hafa allir kynnt vaxtahækkanir á útlánum sínum í kjölfar nýlegrar stýrivaxtahækkunar Seðlabanka Íslands. Hækka vextir vissra lána um 0,15 til 0,25 prósentustig og tóku breytingarnar gildi í dag. Viðskipti innlent 1.6.2021 16:45
Stofnandi World Class skóla færir sig um set Magnea Björg Jónsdóttir hefur verið ráðin viðskiptastýra Key of Marketing. Fyrirtækið, sem var stofnað árið 2018, hjálpar fyrirtækjum að fanga viðskiptavini með sjálfvirkni í markaðssetningu og efnissköpun. Viðskipti innlent 1.6.2021 15:44
Sala nýrra fólksbíla jókst um 159 prósent og bílaleigur tóku við sér Sala nýrra fólksbíla jókst um tæp 159% hér á landi í maí samanborið við sama tíma í fyrra. Nýskráningum fjölgaði um 24,9% milli ára á fyrstu fimm mánuðum ársins og fara úr 3.369 í 4.208. Viðskipti innlent 1.6.2021 15:30
Sigríður formaður í nýrri stjórn Stórnvísi Sigríður Harðardóttir, mannauðs- og gæðastjóri Strætó, er formaður nýrrar stjórnar Stjórnvísi. Hún tekur við formennskunni af Aðalheiði Ósk Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra Vök Baths. Viðskipti innlent 1.6.2021 14:03
Tekur við starfi framkvæmdastjóra Verkfæra ehf. Elvar Orri Hreinsson hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri Verkfæra ehf. Viðskipti innlent 1.6.2021 13:47
80 milljónir króna notaðar á síðasta degi ferðagjafarinnar 2020 Í gær var 15.691 ferðagjöf nýtt, þar af 14.741 að fullu. Heildarupphæð gjafanna sem nýttar voru í gær nam um 80 milljónum króna. Viðskipti innlent 1.6.2021 10:55
N1 sækir þróunarstjóra til Íslandsbanka N1 hefur ráðið Bjarka Má Flosason í nýtt starf þróunarstjóra stafrænna lausna fyrirtækisins. Viðskipti innlent 1.6.2021 10:38
Guðjón keyrir stafrænu málin áfram hjá Póstinum Guðjón Ingi Ágústsson hefur tekið við sem forstöðumaður Stafrænna lausna og upplýsingatækni hjá Póstinum en hann hefur áður sinnt stöðu tæknirekstrarstjóra fyrirtækisins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Póstinum. Viðskipti innlent 1.6.2021 10:33
Bein útsending: Hátækni, matvælaframleiðsla og orka „Nýsköpun í matvælaframleiðslu er mikilvægasta viðfangsefni samtímans“ er yfirskrift viðburðar á Nýsköpunarviku sem hefst klukkan 10. Viðskipti innlent 1.6.2021 09:40
Herdís og Daði til Orku náttúrunnar Herdís Skúladóttir og Daði Hafþórsson hafa verið ráðin til Orku náttúrunnar. Herdís hefur starfsheitið fararstjóri stafrænnar forystu og Daði er forstöðumaður virkjanareksturs ON. Viðskipti innlent 1.6.2021 09:17
Fasteignamat hækkar um 7,4 prósent á árinu Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 7,4 prósent á árinu og verður 10.340 milljarðar króna, samkvæmt nýju fasteignamati Þjóðskrár, fyrir árið 2022. Þetta er töluvert meiri hækkun en tilkynnt var um fyrir ári síðan þegar fasteignamat hækkaði um 2,1 prósent á landinu öllu. Viðskipti innlent 1.6.2021 06:13
Gylfi Þór fjárfestir í glænýjum bát Gylfi Þór Sigurðsson knattspyrnumaður hefur ásamt fjölskyldu sinni fjárfest í glænýjum bát, Huldu GK 17, sem smíðuð var í Hafnarfirði í bátasmiðjunni Trefjum. Báturinn er allur hinn glæsilegasti, um 29,5 brúttótonn, tæpir tólf metrar á lengd og er breiðasti bátur í öllu krókaaflamarkskerfinu. Viðskipti innlent 31.5.2021 15:43
Perla kveður Landsbankann Perla Ösp Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Áhættustýringar Landsbankans, hefur sagt starfi sínu hjá bankanum lausu og hefur látið af störfum. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallar. Viðskipti innlent 31.5.2021 15:13
FlyOver Iceland, bensínstöðvarnar og KFC vinsæl meðal ferðagjafahafa FlyOver Iceland var það fyrirtæki sem hagnaðist mest á ferðagjöfinni svokölluðu en KFC reyndist vinsælasti matsölustaðurinn meðal ferðagjafareigenda. Frestur til að nýta ferðagjöf ársins 2020 rennur út á morgun en þá fá landsmenn nýja ferðagjöf sem gildir út ágúst. Viðskipti innlent 31.5.2021 07:08
Tekur við stöðu mannauðsstjóra Heilsuverndar Elín Hjálmsdóttir hefur tekið við starfi mannauðsstjóra hjá Heilsuvernd. Hún mun starfa þvert á öll félög Heilsuverndar, leiða þar mannauðsmál og vinna að frekari uppbyggingu og þróun bæði í innri og ytri starfsemi. Viðskipti innlent 30.5.2021 15:13
Um tvær milljónir farþega og tuttugu flugfélög Isavia reiknar með að tvær milljónir farþega fari um Keflavíkurflugvöll í ár sem er minna en vonast var eftir. Um tuttugu flugfélög hafa boðað komu sína í sumar og er búist við að fjöldi brottfara á viku rúmlega tvöfaldist milli ára. Viðskipti innlent 29.5.2021 20:00
Ekki hægt að setja verðmiða á umfjöllun 60 mínútna Umfjöllun erlendra fjölmiðla um eldgosið í Geldingadölum hefur reynst Íslendingum ómetanleg, að mati Íslandsstofu. Bjart sé yfir ferðaþjónustunni á næstu misserum en mikilvægt að halda rétt á spilunum. Viðskipti innlent 28.5.2021 20:31
Fyrirkomulag Íbúðalánasjóðs hafi verið gallað frá upphafi Fjármálaráðherra segir uppgreiðslugjöld Íbúðalánasjóðs gallað fyrirkomulag sem kostað hafi ríkissjóð tvö hundruð milljarða milljarða króna. Hann fagnar því hins vegar að búið sé að skera úr um lögmæti gjaldanna. Viðskipti innlent 28.5.2021 19:15
Sigurjón þarf að greiða fimmtíu milljónir vegna láns til Björgólfs Sigurjón Þorvaldur Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, var í dag dæmdur til að greiða slitastjórn bankans fimmtíu milljónir króna í skaðabætur. Með vöxtum og dráttarvöxtum nemur upphæðin vel á annað hundrað milljón króna. Viðskipti innlent 28.5.2021 14:46