Viðskipti innlent Leiðir nýsköpun og þróun hjá Héðni Véltæknifyrirtækið Héðinn hefur ráðið Daníel Frey Hjartarson sem yfirmann nýsköpunar og þróunar hjá fyrirtækinu. Þar mun Daníel meðal annars leiða verkefni í vöruþróun, nýsköpun og sjálfbærni. Daníel hefur þegar hafið störf. Viðskipti innlent 13.11.2023 10:41 Telja fasteignir og lausafé Vísis ehf. vel tryggt Staðan á Reykjanesskaga hefur ekki áhrif á starfsemi útgerðarinnar Vísis en fiskvinnsla í Grindavík hefur stöðvast. Stjórnendur vinna við að bregðast við aðstæðum og munu taka ákvarðanir í samræmi við þróun mála. Stjórnendur telja fasteignir og lausafé félagsins í Grindavík vera vel tryggt. Viðskipti innlent 13.11.2023 09:51 Stefnir í besta rekstrarár Landsvirkjunar frá upphafi Allt stefnir í metafkomu árið 2023 hjá Landsvirkjun en blikur eru á lofti í raforkumálum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu félagsins til Kauphallarinnar um níu mánaða uppgjör félagsins. Viðskipti innlent 10.11.2023 16:50 Lax og bleikja af landi frá Samherja í verslanir Hafin er sala á ferskum laxi og bleikju, úr landeldi, frá Samherja fiskeldi á íslenskum neytendamarkaði undir eigin nafni. Samherji fiskeldi starfrækir einungis landeldsstöðvar og kemur að öllum stigum eldis og vinnslu á laxi og bleikju, allt frá hrognum til neytenda. Viðskipti innlent 10.11.2023 15:32 Guðrún Ása frá heilbrigðisráðherra til Kliníkurinnar Guðrún Ása Björnsdóttir er nýr framkvæmdastjóri Kliníkurinnar Ármúla. Guðrún Ása hefur undanfarið eitt og hálft ár gegnt stöðu faglegs aðstoðarmanns heilbrigðisráðherra en lætur nú af þeim störfum. Viðskipti innlent 10.11.2023 14:08 Hægt verður að borga strætóferð með korti án aðkomu Klapps Stefnt er að því að innleiða þann möguleika að greiða fyrir strætóferð með snertilausu greiðslukorti á fyrrihluta næsta árs. Þannig verður möguleiki fólks á að greiða fyrir staka strætóferð ekki háður því hvort það hafi aðgang að Klappinu. Viðskipti innlent 10.11.2023 14:02 Marel rýkur upp í milljarðaviðskiptum Gengi hlutabréfa í Marel hefur rokið upp um 6,12 prósent í Kauphöllinni það sem af er degi. Viðskipti með bréfin hafa verið miklum mun meiri í dag en síðustu tvo daga, þegar gengið hefur dalað, upp á ríflega 1,4 milljarða króna. Viðskipti innlent 10.11.2023 13:31 Ásta Guðmundsdóttir í framkvæmdastjórn Icelandia Kynnisferðir, sem starfar undir vörumerkinu Icelandia, hafa ráðið Ástu Guðmundsdóttur sem framkvæmdastjóra ferðasviðs en fyrirtækið er eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins. Viðskipti innlent 10.11.2023 10:58 Traustið ekki mælst minna í ellefu ár Traust til Seðlabanka Íslands hefur ekki mælst minna í ellefu ár. Samkvæmt nýrri könnun Maskínu ber næstum helmingur landsmanna lítið traust til bankans, eða fjörutíu og sjö prósent. Viðskipti innlent 10.11.2023 10:27 Bein útsending: Síðasti fundur Hringferðar SFS Lokafundur Hringferðar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi fer fram í dag. Fulltrúar SFS hafa farið hringinn um landinn á síðustu vikum og rætt við fjölda fólks um sjávarútveginn á Íslandi. Viðskipti innlent 10.11.2023 08:00 Stofnendur Krónunnar og Bónuss hluthafar í nýrri verslun Eigendur Heimkaupa vinna að því að opna lágvöruverðsverslun á höfuðborgarsvæðinu á næstunni. Að bakvið verkefninu standa aðilar með mikla reynslu í opnun slíkra verslana eins og Jón Ásgeir Jóhannesson. Viðskipti innlent 9.11.2023 18:05 Böðvar Örn tekur við Eimskip í Hollandi Böðvar Örn Kristinsson, framkvæmdastjóri innanlandssviðs hjá Eimskip, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Eimskips í Hollandi, sem tilheyrir alþjóðasviði félagsins, og mun hefja störf þar í næstu viku. Viðskipti innlent 9.11.2023 15:39 Hvað er greiðslustöðvun? Gríðarlega athygli vakti í gær þegar Árni Oddur Þórðarson, sem lengi hefur verið einn farsælasti viðskiptamaður landsins, tilkynnti að hann hafði fengið heimild til greiðslustöðvunar. Greiðslustöðvun er alls ekki algengt fyrirbæri og því vaknar spurningin: Hvað er greiðslustöðvun? Viðskipti innlent 9.11.2023 14:21 Ráðin framkvæmdastjóri Stafræns Íslands Birna Íris Jónsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Stafræns Íslands, en starfið var auglýst í ágúst síðastliðnum. Hún tekur við starfinu af Andra Heiðari Kristinssyni sem bættist nýverið í eigendahóp Frumtaks Ventures. Viðskipti innlent 9.11.2023 11:02 Afpanta aðföng um óákveðinn tíma Forsvarsmenn Bláa lónsins hafa ákveðið að afpanta öll aðföng sem keypt höfðu verið af birgjum. Staðan verður tekin aftur eftir helgi. Viðskipti innlent 9.11.2023 09:07 Rafnar kaupir Rafnar-Hellas Haftæknifyrirtækið Rafnar ehf. hefur keypt meirihluta í gríska skipasmíðafélaginu Rafnar-Hellas. Rafnar á Íslandi hefur unnið með Rafnar-Hellas frá árinu 2019, en það er það fyrirtæki sem hefur smíðað flesta báta í heiminum samkvæmt hönnun Rafnar. Lykilstarfsmenn og stofnendur Rafnar-Hellas munu koma inn í framkvæmdastjórn móðurfélagsins ásamt því að verða áfram eigendur að hluta í félaginu. Viðskipti innlent 9.11.2023 08:57 Árni Oddur fær samþykkta greiðslustöðvun Hlutabréf í Marel hafa fallið um ríflega sextíu prósent á tveimur árum. Arion banki gerði því veðkall í hlutabréf forstjórans sem hætti í kjölfarið. Hann segir bankann ekki hafa farið að lögum því hann hafi lagt fram nægar tryggingar. Fráfarandi forstjóri hefur nú fengið samþykkta greiðslustöðvun. Viðskipti innlent 8.11.2023 18:38 Marel lækkaði um rúm sex prósent Gengi bréfa í Marel lækkaði um 6,42 prósent í Kauphöllinni í dag. Í gærkvöldi var greint frá því að forstjóri félagsins væri hættur eftir tíu ára starf. Viðskipti innlent 8.11.2023 17:59 Sýn skiptir miðlum upp í tvær rekstrareiningar Ný rekstrareining sem ber heitið „Vefmiðlar og útvarp“ hefur verið mynduð hjá Sýn í kjölfar kaupanna á Já.is. Þar undir fellur rekstur Vísis, tengdra vefsíðna, rekstur Bylgjunnar og annarra útvarpsstöðva. Stöð 2 verður sjálfstæð rekstrareining við breytingarnar. Viðskipti innlent 8.11.2023 17:04 Fernando Costa nýr forstjóri Alcoa Fjarðaáls Fernando Costa hefur verið ráðinn forstjóri Alcoa Fjarðaáls og tekur við af Smára Kristinssyni sem hefur gegnt forstjórastarfinu tímabundið eftir að Einar Þorsteinsson lét af störfum fyrr á þessu ári. Smári fer á sama tíma aftur í starf framkvæmdastjóra framleiðslu. Viðskipti innlent 8.11.2023 15:19 Arion eignaðist 1,2 prósent í Marel með innlausninni Forstjóri Marel síðustu tíu ár er hættur eftir að Arion banki leysti til sín hlutabréf hans í Eyri Invest stærsta hluthafa í fyrirtækinu. Arion banki eignast næstum fimm prósent í fjárfestingarfélaginu eftir innlausnina. Viðskipti innlent 8.11.2023 13:01 Nýr pítsustaður í Vesturbæinn Pítsustaður bætist í flóru veitingastaða í vesturbæ Reykjavíkur í dag þegar Pizza 107 opnar dyrnar í Úlfarsfelli. Valgeir Gunnlaugsson er maðurinn á bak við staðinn og með honum í liði er söngvarinn Páll Óskar. Viðskipti innlent 8.11.2023 11:45 Sigríður Hrefna ráðin forstjóri Nóa Síríusar Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir hefur verið ráðin nýr forstjóri Nóa Síríusar. Þóra Gréta Þórisdóttir sem verið hefur tímabundið starfandi forstjóri mun á sama tíma hverfa aftur til fyrri starfa sem fjármálastjóri Nóa Síríusar. Viðskipti innlent 8.11.2023 11:30 Arion banki tjáir sig ekki um mál Árna Odds Engar skýringar fást á því frá Arion banka hvers vegna bankinn leysti til sín hlutabréf Árna Odds Þórðarsonar sem lét í gær af störfum sem forstjóri Marels. Þetta kemur fram í svörum frá bankanum. Viðskipti innlent 8.11.2023 10:09 Þórdís Anna nýr framkvæmdastjóri fjármála 66° Norður Þórdís Anna Oddsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjármála hjá 66°Norður og hefur þegar hafið störf. Viðskipti innlent 8.11.2023 09:09 Fjölgun um 68 prósent hjá Play Farþegum hjá Play fjölgaði um 68 prósent í október, samanborið við október í fyrra. Fjölgunin hjá Icelandair á sama tímabili var níu prósent. Viðskipti innlent 7.11.2023 19:46 Árni Oddur hættir hjá Marel vegna deilna við Arion Árni Oddur Þórðarson er hættur sem forstjóri Marel eftir tíu ára starf. Það gerði hann vegna réttaróvissu eftir að Arionbanki leysti til sín hlutabréf hans í Eyri Invest, stórum hluthafa í Marel. Viðskipti innlent 7.11.2023 19:10 Gerður opnar aðra Blush verslun Gerður Arinbjarnardóttir, eigandi kynlífstækjabúðarinnar Blush, hyggst opna aðra verslun á næsta ári. Hún vill þó ekkert gefa upp um staðsetningu nýju verslunarinnar. Viðskipti innlent 7.11.2023 17:36 Deloitte og EY fá að renna saman Samkeppniseftirlitið hefur veitt Deloitte og Ernst & Young (EY) á Íslandi undanþágu til að framkvæma samruna félaganna tveggja á meðan eftirlitið rannsakar samrunann. Viðskipti innlent 7.11.2023 12:56 Auður ný framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Auður Önnu Magnúsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands og hefur hún þegar hafið störf. Auður hætti nýverið sem framkvæmdastjóri Landverndar. Viðskipti innlent 7.11.2023 11:08 « ‹ 46 47 48 49 50 51 52 53 54 … 334 ›
Leiðir nýsköpun og þróun hjá Héðni Véltæknifyrirtækið Héðinn hefur ráðið Daníel Frey Hjartarson sem yfirmann nýsköpunar og þróunar hjá fyrirtækinu. Þar mun Daníel meðal annars leiða verkefni í vöruþróun, nýsköpun og sjálfbærni. Daníel hefur þegar hafið störf. Viðskipti innlent 13.11.2023 10:41
Telja fasteignir og lausafé Vísis ehf. vel tryggt Staðan á Reykjanesskaga hefur ekki áhrif á starfsemi útgerðarinnar Vísis en fiskvinnsla í Grindavík hefur stöðvast. Stjórnendur vinna við að bregðast við aðstæðum og munu taka ákvarðanir í samræmi við þróun mála. Stjórnendur telja fasteignir og lausafé félagsins í Grindavík vera vel tryggt. Viðskipti innlent 13.11.2023 09:51
Stefnir í besta rekstrarár Landsvirkjunar frá upphafi Allt stefnir í metafkomu árið 2023 hjá Landsvirkjun en blikur eru á lofti í raforkumálum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu félagsins til Kauphallarinnar um níu mánaða uppgjör félagsins. Viðskipti innlent 10.11.2023 16:50
Lax og bleikja af landi frá Samherja í verslanir Hafin er sala á ferskum laxi og bleikju, úr landeldi, frá Samherja fiskeldi á íslenskum neytendamarkaði undir eigin nafni. Samherji fiskeldi starfrækir einungis landeldsstöðvar og kemur að öllum stigum eldis og vinnslu á laxi og bleikju, allt frá hrognum til neytenda. Viðskipti innlent 10.11.2023 15:32
Guðrún Ása frá heilbrigðisráðherra til Kliníkurinnar Guðrún Ása Björnsdóttir er nýr framkvæmdastjóri Kliníkurinnar Ármúla. Guðrún Ása hefur undanfarið eitt og hálft ár gegnt stöðu faglegs aðstoðarmanns heilbrigðisráðherra en lætur nú af þeim störfum. Viðskipti innlent 10.11.2023 14:08
Hægt verður að borga strætóferð með korti án aðkomu Klapps Stefnt er að því að innleiða þann möguleika að greiða fyrir strætóferð með snertilausu greiðslukorti á fyrrihluta næsta árs. Þannig verður möguleiki fólks á að greiða fyrir staka strætóferð ekki háður því hvort það hafi aðgang að Klappinu. Viðskipti innlent 10.11.2023 14:02
Marel rýkur upp í milljarðaviðskiptum Gengi hlutabréfa í Marel hefur rokið upp um 6,12 prósent í Kauphöllinni það sem af er degi. Viðskipti með bréfin hafa verið miklum mun meiri í dag en síðustu tvo daga, þegar gengið hefur dalað, upp á ríflega 1,4 milljarða króna. Viðskipti innlent 10.11.2023 13:31
Ásta Guðmundsdóttir í framkvæmdastjórn Icelandia Kynnisferðir, sem starfar undir vörumerkinu Icelandia, hafa ráðið Ástu Guðmundsdóttur sem framkvæmdastjóra ferðasviðs en fyrirtækið er eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins. Viðskipti innlent 10.11.2023 10:58
Traustið ekki mælst minna í ellefu ár Traust til Seðlabanka Íslands hefur ekki mælst minna í ellefu ár. Samkvæmt nýrri könnun Maskínu ber næstum helmingur landsmanna lítið traust til bankans, eða fjörutíu og sjö prósent. Viðskipti innlent 10.11.2023 10:27
Bein útsending: Síðasti fundur Hringferðar SFS Lokafundur Hringferðar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi fer fram í dag. Fulltrúar SFS hafa farið hringinn um landinn á síðustu vikum og rætt við fjölda fólks um sjávarútveginn á Íslandi. Viðskipti innlent 10.11.2023 08:00
Stofnendur Krónunnar og Bónuss hluthafar í nýrri verslun Eigendur Heimkaupa vinna að því að opna lágvöruverðsverslun á höfuðborgarsvæðinu á næstunni. Að bakvið verkefninu standa aðilar með mikla reynslu í opnun slíkra verslana eins og Jón Ásgeir Jóhannesson. Viðskipti innlent 9.11.2023 18:05
Böðvar Örn tekur við Eimskip í Hollandi Böðvar Örn Kristinsson, framkvæmdastjóri innanlandssviðs hjá Eimskip, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Eimskips í Hollandi, sem tilheyrir alþjóðasviði félagsins, og mun hefja störf þar í næstu viku. Viðskipti innlent 9.11.2023 15:39
Hvað er greiðslustöðvun? Gríðarlega athygli vakti í gær þegar Árni Oddur Þórðarson, sem lengi hefur verið einn farsælasti viðskiptamaður landsins, tilkynnti að hann hafði fengið heimild til greiðslustöðvunar. Greiðslustöðvun er alls ekki algengt fyrirbæri og því vaknar spurningin: Hvað er greiðslustöðvun? Viðskipti innlent 9.11.2023 14:21
Ráðin framkvæmdastjóri Stafræns Íslands Birna Íris Jónsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Stafræns Íslands, en starfið var auglýst í ágúst síðastliðnum. Hún tekur við starfinu af Andra Heiðari Kristinssyni sem bættist nýverið í eigendahóp Frumtaks Ventures. Viðskipti innlent 9.11.2023 11:02
Afpanta aðföng um óákveðinn tíma Forsvarsmenn Bláa lónsins hafa ákveðið að afpanta öll aðföng sem keypt höfðu verið af birgjum. Staðan verður tekin aftur eftir helgi. Viðskipti innlent 9.11.2023 09:07
Rafnar kaupir Rafnar-Hellas Haftæknifyrirtækið Rafnar ehf. hefur keypt meirihluta í gríska skipasmíðafélaginu Rafnar-Hellas. Rafnar á Íslandi hefur unnið með Rafnar-Hellas frá árinu 2019, en það er það fyrirtæki sem hefur smíðað flesta báta í heiminum samkvæmt hönnun Rafnar. Lykilstarfsmenn og stofnendur Rafnar-Hellas munu koma inn í framkvæmdastjórn móðurfélagsins ásamt því að verða áfram eigendur að hluta í félaginu. Viðskipti innlent 9.11.2023 08:57
Árni Oddur fær samþykkta greiðslustöðvun Hlutabréf í Marel hafa fallið um ríflega sextíu prósent á tveimur árum. Arion banki gerði því veðkall í hlutabréf forstjórans sem hætti í kjölfarið. Hann segir bankann ekki hafa farið að lögum því hann hafi lagt fram nægar tryggingar. Fráfarandi forstjóri hefur nú fengið samþykkta greiðslustöðvun. Viðskipti innlent 8.11.2023 18:38
Marel lækkaði um rúm sex prósent Gengi bréfa í Marel lækkaði um 6,42 prósent í Kauphöllinni í dag. Í gærkvöldi var greint frá því að forstjóri félagsins væri hættur eftir tíu ára starf. Viðskipti innlent 8.11.2023 17:59
Sýn skiptir miðlum upp í tvær rekstrareiningar Ný rekstrareining sem ber heitið „Vefmiðlar og útvarp“ hefur verið mynduð hjá Sýn í kjölfar kaupanna á Já.is. Þar undir fellur rekstur Vísis, tengdra vefsíðna, rekstur Bylgjunnar og annarra útvarpsstöðva. Stöð 2 verður sjálfstæð rekstrareining við breytingarnar. Viðskipti innlent 8.11.2023 17:04
Fernando Costa nýr forstjóri Alcoa Fjarðaáls Fernando Costa hefur verið ráðinn forstjóri Alcoa Fjarðaáls og tekur við af Smára Kristinssyni sem hefur gegnt forstjórastarfinu tímabundið eftir að Einar Þorsteinsson lét af störfum fyrr á þessu ári. Smári fer á sama tíma aftur í starf framkvæmdastjóra framleiðslu. Viðskipti innlent 8.11.2023 15:19
Arion eignaðist 1,2 prósent í Marel með innlausninni Forstjóri Marel síðustu tíu ár er hættur eftir að Arion banki leysti til sín hlutabréf hans í Eyri Invest stærsta hluthafa í fyrirtækinu. Arion banki eignast næstum fimm prósent í fjárfestingarfélaginu eftir innlausnina. Viðskipti innlent 8.11.2023 13:01
Nýr pítsustaður í Vesturbæinn Pítsustaður bætist í flóru veitingastaða í vesturbæ Reykjavíkur í dag þegar Pizza 107 opnar dyrnar í Úlfarsfelli. Valgeir Gunnlaugsson er maðurinn á bak við staðinn og með honum í liði er söngvarinn Páll Óskar. Viðskipti innlent 8.11.2023 11:45
Sigríður Hrefna ráðin forstjóri Nóa Síríusar Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir hefur verið ráðin nýr forstjóri Nóa Síríusar. Þóra Gréta Þórisdóttir sem verið hefur tímabundið starfandi forstjóri mun á sama tíma hverfa aftur til fyrri starfa sem fjármálastjóri Nóa Síríusar. Viðskipti innlent 8.11.2023 11:30
Arion banki tjáir sig ekki um mál Árna Odds Engar skýringar fást á því frá Arion banka hvers vegna bankinn leysti til sín hlutabréf Árna Odds Þórðarsonar sem lét í gær af störfum sem forstjóri Marels. Þetta kemur fram í svörum frá bankanum. Viðskipti innlent 8.11.2023 10:09
Þórdís Anna nýr framkvæmdastjóri fjármála 66° Norður Þórdís Anna Oddsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjármála hjá 66°Norður og hefur þegar hafið störf. Viðskipti innlent 8.11.2023 09:09
Fjölgun um 68 prósent hjá Play Farþegum hjá Play fjölgaði um 68 prósent í október, samanborið við október í fyrra. Fjölgunin hjá Icelandair á sama tímabili var níu prósent. Viðskipti innlent 7.11.2023 19:46
Árni Oddur hættir hjá Marel vegna deilna við Arion Árni Oddur Þórðarson er hættur sem forstjóri Marel eftir tíu ára starf. Það gerði hann vegna réttaróvissu eftir að Arionbanki leysti til sín hlutabréf hans í Eyri Invest, stórum hluthafa í Marel. Viðskipti innlent 7.11.2023 19:10
Gerður opnar aðra Blush verslun Gerður Arinbjarnardóttir, eigandi kynlífstækjabúðarinnar Blush, hyggst opna aðra verslun á næsta ári. Hún vill þó ekkert gefa upp um staðsetningu nýju verslunarinnar. Viðskipti innlent 7.11.2023 17:36
Deloitte og EY fá að renna saman Samkeppniseftirlitið hefur veitt Deloitte og Ernst & Young (EY) á Íslandi undanþágu til að framkvæma samruna félaganna tveggja á meðan eftirlitið rannsakar samrunann. Viðskipti innlent 7.11.2023 12:56
Auður ný framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Auður Önnu Magnúsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands og hefur hún þegar hafið störf. Auður hætti nýverið sem framkvæmdastjóri Landverndar. Viðskipti innlent 7.11.2023 11:08