Viðskipti innlent

Erla Rún leiðir Rann­sókna­setur skapandi greina

Erla Rún Guðmundsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri Rannsóknaseturs skapandi greina (RSG). Setrið var sett á stofn í vor en meginmarkmið þess er efla rannsóknir á atvinnulífi menningar og skapandi greina hér á landi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Háskólanum á Bifröst.

Viðskipti innlent

Nýr eigandi hjá Yrki

Gunnar Ágústsson skipulagsfræðingur hefur bæst í eigendahóp Yrki arkitekta þar sem hann hefur starfað síðustu fimm ár. Á sama tíma bætir Yngvi Karl Sigurjónsson arkitekt við hlut sinn í félaginu, en hann hefur verið í eigendahópnum frá 2018.

Viðskipti innlent

Skel kaupir tugi í­búða fyrir fleiri milljarða

Fjárfestingafélagið SKEL hf. hefur fest kaup á 55 íbúðum við Stefnisvog 2 í Reykjavík fyrir rétt tæpa fimm milljarða króna. Samhliða kaupunum gerði félagið samning um kauprétt að 35 íbúðum við Stefnisvog 12. Fjárfestingafélagið stefnir að því að setja íbúðirnar í útleigu.

Viðskipti innlent

Stjórn tekur ekki afstöðu til bætts tilboðs

Stjórn Eikar fasteignafélags hf. hefur samið viðbót við greinargerð sína vegna breytinga á valfrjálsu yfirtökutilboði Regins hf. til hluthafa Eikar fasteignafélags. Stjórnin tekur að svo stöddu ekki afstöðu til þess hvort hún geti mælt með því við hluthafa sína að taka breyttu tilboði.

Viðskipti innlent

„Við erum á tánum“

Viðskiptabankarnir gætu búist við holskeflu viðskiptavina á næstu mánuðum vegna aukinnar greiðslubyrði fasteignalána. Seðlabankastjóri segir að verðbólga þurfi að minnka svo áfram verði hægt að bjóða upp á óverðtryggða vexti.

Viðskipti innlent

Dag­sektir á hendur Brimi ó­lög­mætar

Úrskurðarnefnd samkeppnismála úrskurðaði í dag að fella bæri úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins 19. júlí síðastliðinn um að beita útgerðarfélaginu Brim hf. dagsektum upp á 3,5 milljónir króna þar fyrirtækið veitti eftirlitinu upplýsingar og gögn.

Viðskipti innlent

Kvóti frá Reykja­nes­bæ til Ólafs­víkur

Út­gerðar­fé­lagið Steinunn ehf. hefur lagt grunn að auknum um­svifum sínum í Ólafs­vík með kaupum á fisk­veiði­heimildum sem nema ríf­lega hundrað þorsk­í­gildis­tonnum af Salt­veri ehf. í Reykja­nes­bæ fyrir um 300 milljónir króna.

Viðskipti innlent