Viðskipti innlent Hluthafar Eikar heimila samrunasamning við Reiti Hluthafar Eikar fasteignafélags hafa samþykkt að stjórn félagsins sé heimilt að gera samrunasamning við Reiti fasteignafélag. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar. Viðskipti innlent 16.9.2023 10:30 Erna tekur við af Karli sem yfirlögfræðingur hjá Isavia Erna Hjaltested hefur verið ráðin í starf yfirlögfræðings Isavia og tekur við af Karli Alvarssyni sem hefur gegnt starfinu síðan 2014. Viðskipti innlent 15.9.2023 12:25 Ráðnir verkefnastjórar hjá LEX Árni Freyr Sigurðsson, Fjölnir Ólafsson og Hjalti Geir Erlendsson hafa tekið við stöðum verkefnastjóra hjá LEX. Viðskipti innlent 15.9.2023 10:14 Arna Dan nýr birgðastjóri hjá A4 Arna Dan Guðlaugsdóttir hefur verðið ráðin birgðastjóri hjá A4. Viðskipti innlent 15.9.2023 08:36 Rautt í Kauphöllinni Dagurinn var að mestu rauður í Kauphöllinni í dag, þar sem virði flestra hlutafélaga lækkaði. Icelandair tók mesta dýfu en OMXI10 úrvalsvísitalan lækkaði um 0,85 prósent. Viðskipti innlent 14.9.2023 17:49 Ágúst Héðins kveður K100 og Retro Ágúst Héðinsson hefur lokið störfum sem dagskrárstjóri K100 og Retro. Þetta kom fram í tölvupósti til starfsmanna á þriðjudaginn. Viðskipti innlent 14.9.2023 16:39 Settur forstjóri segir upp fjórum starfsmönnum Fjórum starfsmönnum Ríkiskaupa var sagt upp störfum á föstudag í síðustu viku. Settur forstjóri stofnunarinnar segir uppsagnirnar komnar til af rekstrarlegum ástæðum. Viðskipti innlent 14.9.2023 13:40 Stefna á að framleiða 32 þúsund tonn af laxi eftir nokkur ár Landeldisfyrirtækið Laxey, sem áður hét Icelandic Land Farmed Salmon, í Vestmannaeyjum hefur lokið hlutafjáraukningu að andvirði 6 milljarða króna til íslenskra fjárfesta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Viðskipti innlent 14.9.2023 12:37 Reginn bætir um betur eftir að stjórn lagði til að tilboði yrði hafnað Stjórnendur fasteignafélagsins Regins hafa ákveðið að hækka yfirtökutilboð sitt í allt hlutafé Eikar fasteignafélags úr 0,452 hlutum í tilboðsgjafa í 0,489 hluti í tilboðsgjafa. Viðskipti innlent 14.9.2023 12:34 Ráðinn framkvæmdastjóri sölusviðs Coca-Cola Arnþór Jóhannsson hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri sölusviðs Coca-Cola á Íslandi. Viðskipti innlent 14.9.2023 12:12 Hjálmar Helgi tekur við nýju sviði hjá ON Hjálmar Helgi Rögnvaldsson hefur verið ráðinn til að leiða nýtt svið Viðskiptaþróunar og orkumiðlunar hjá Orku náttúrunnar. Viðskipti innlent 14.9.2023 10:29 Nýir framkvæmdastjórar hjá Ekrunni og Emmessís Tvær breytingar hafa orðið á framkvæmdastjórn 1912 samstæðu þar sem Hildur Erla Björgvinsdóttir hefur fært sig um set innan samstæðunnar og verið ráðin framkvæmdastjóri Ekrunnar, dótturfélags 1912. Í hennar stað hefur Kristján Geir Gunnarsson verið ráðinn framkvæmdastjóri Emmessíss. Viðskipti innlent 14.9.2023 09:47 Gunnar Már hættir hjá Icelandair Cargo Gunnar Már Sigurfinnsson hefur ákveðið að segja starfi sínu lausu sem framkvæmdastjóri Icelandair Cargo og mun þar með stíga til hliðar úr framkvæmdastjórn Icelandair Group. Greint var frá því í gær að fraktstarfsemi félagsins hafi reynst erfið. Viðskipti innlent 14.9.2023 08:36 Ráðin framkvæmdastjóri sölu og þjónustu hjá Verði Þórunn Inga Ingjaldsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri sölu og þjónustu hjá tryggingafélaginu Verði. Hún kemur til félagsins frá Samskipum. Viðskipti innlent 14.9.2023 07:23 Færa niður afkomuspá Uppfærð afkomuspá Icelandair gerir ráð fyrir minni hagnaði á árinu en áður var búið að gera. Farþega- og leiguflugsstarfsemi félagsins skilar betri rekstarniðurstöðu en í fyrra en fraktstarfsemin hefur verið erfið. Viðskipti innlent 13.9.2023 22:29 Útgerðarfélag Akureyringa rennur inn í dótturfélag Samherja Ákveðið hefur verið að Útgerðarfélag Akureyringa ehf. sameinist Samherja Íslandi ehf., sem fyrir rekur fiskvinnslu á Dalvík og gerir út þrjú ísfiskskip, frystitogara og tvö uppsjávarskip. Móðurfélag þessara tveggja félaga er Samherji hf.. Viðskipti innlent 13.9.2023 16:01 Ingvar tekur við af Pétri Má hjá Nox Medical Ingvar Hjálmarsson hefur tekið við sem framkvæmdastjóri íslenska hátæknifyrirtækisins Nox Medical. Hann tekur við keflinu af Pétri Má Halldórssyni sem leitt hefur félagið síðan 2011 og tekur Pétur á sama tíma sæti í stjórn Nox Health. Viðskipti innlent 13.9.2023 07:53 Arnar Geirsson frá Connecticut til New York Arnar Geirsson, hjartaskurðlæknir, hefur verið ráðinn forstöðumaður hjarta- og æðasjúkdómastofu og yfirskurðlæknir hjartalokuprógramms NewYork Presbyterian-sjúkrahússins og Irving læknamiðstöðvarinnar hjá Columbia-háskólanum í New York-borg. Hann er einnig skipaður prófessor í skurðlækningum við brjósthols- og æðaskurðlæknadeild Columbia-háskólans. Viðskipti innlent 12.9.2023 16:13 Þrír stjórnendur til Borealis Data Center Borealis Data Center hefur ráðið til starfa þrjá nýja stjórnendur. Það eru þau Bergþóra Halldórsdóttir, sem mun stýra skrifstofu forstjóra, Blake E. Greene verður markaðsstjóri Borealis og Kristófer Kristinsson mun leiða vöruþróun fyrirtækisins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Viðskipti innlent 12.9.2023 13:10 Loka bolfiskvinnslu og segja upp þrjátíu á Seyðisfirði Síldarvinnslan hefur tilkynnt að stefnt sé að því að loka bolfisksvinnslu fyrirtækisins á Seyðisfirði þann 30. nóvember næstkomandi. Þrjátíu af 33 starfsmönnum vinnslunnar verður sagt upp störfum. Viðskipti innlent 12.9.2023 11:48 Verður nýr regluvörður Landsbankans Sunna Ósk Friðbertsdóttir hefur verið ráðin regluvörður Landsbankans og hefur hún tekið til starfa. Viðskipti innlent 12.9.2023 11:36 Kristinn nýr framkvæmdastjóri Eyrir Venture Management Eyrir Venture Management (EVM) hefur ráðið Kristinn Pálmason sem framkvæmdastjóra. Kristinn kemur til félagsins frá Silfurbergi og tekur við starfinu af Erni Valdimarssyni. Viðskipti innlent 12.9.2023 11:14 Jón Júlíus til Viðskiptaráðs Jón Júlíus Karlsson, sem gegnt hefur stöðu framkvæmdastjóra UMF Grindavíkur síðustu ár, hefur verið ráðinn til starfa hjá Viðskiptaráði og mun annast verkefni á sviði samskipta, miðlunar og viðburðahalds auk þátttöku í málefnastarfi og annarri daglegri starfsemi ráðsins. Viðskipti innlent 12.9.2023 11:10 Hagar ráða forstöðumann sjálfbærni og samfélagsábyrgðar Anton Birkir Sigfússon hefur verið ráðinn í nýja stöðu forstöðumanns sjálfbærni og samfélagsábyrgðar hjá Högum hf.. Í starfinu mun hann halda áfram að móta og innleiða stefnur, markmið og aðgerðaráætlanir félagsins tengdum málaflokknum ásamt því að hafa umsjón með sjálfbærniuppgjöri Haga. Viðskipti innlent 12.9.2023 08:37 Ætlar að láta af störfum sem forstjóri Ice Fish Farm Guðmundur Gíslason ætlar að stíga til hliðar sem forstjóri fiskeldisfyrirtækisins Ice Fish Farm á Austfjörðum og snúa sér að markaðsstörfum fyrir fyrirtækið. Hann heldur áfram sem forstjóri á meðan eftirmanns hans er leitað. Viðskipti innlent 11.9.2023 12:32 Telur játningu Eimskipa vera taktíska ákvörðun Hörður Felix Harðarson, lögmaður Samskipa, viðurkennir að játning Eimskipa í máli er varðar ólöglegt samráð fyrirtækjanna setji málið í einkennilega stöðu. Þrátt fyrir það telur hann játninguna vera taktíska ákvörðun fyrirtækisins, en segir Samskip ekki hafa viljað taka álíka ákvörðun. Viðskipti innlent 10.9.2023 11:42 Berlin yfirgefur bensínstöðina Reiðhjólaverslunin Berlin flutti í nýtt húsnæði í dag, af bensínstöðinni við Háaleitisbraut inn í Miðbæ á sömu götu, Háaleitisbraut 58-60. Eigendur eru spenntir fyrir nýrri staðsetningu, sem þó sé rétt hjá. Viðskipti innlent 9.9.2023 18:50 Þrjúhundruð þúsund krónur fyrir 47 fermetra: Gríðarleg eftirspurn á leigumarkaði Tæplega 47 fermetra íbúð við Týsgötu í Reykjavík hefur verið auglýst til leigu fyrir þrjúhundruð þúsund krónur á mánuði. Fasteignasali segir gríðarlega eftirspurn eftir leiguhúsnæði útskýringuna á háu leiguverði. Viðskipti innlent 9.9.2023 16:15 Segir ásakanir um þaulskipulagða glæpi mannorðsmorð Samskip eru sökuð um ólöglegt samráð í flutningaþjónustu á Norðurlandi í tíð stjórnarformanns lífeyrissjóðsina Gildis sem formaður VR sakar um „þaulskipulagða glæpi“. Lífeyrissjóðsstjórinn hætti störfum hjá Samskipum áður en alvarlegustu brotin sem Samkeppniseftirlitið sektaði fyrirtækið fyrir voru framin. Viðskipti innlent 8.9.2023 14:45 Hopp hlaut Vaxtarsprotann með 970 prósenta vöxt í veltu Hopp hefur hlotið viðurkenninguna Vaxtarsproti ársins, fyrir öfluga uppbyggingu sprotafyrirtækis. Það var Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sem afhenti Vaxtarsprotann í Flórunni í Grasagarðinum í Laugardal í gær. Viðskipti innlent 8.9.2023 11:53 « ‹ 53 54 55 56 57 58 59 60 61 … 334 ›
Hluthafar Eikar heimila samrunasamning við Reiti Hluthafar Eikar fasteignafélags hafa samþykkt að stjórn félagsins sé heimilt að gera samrunasamning við Reiti fasteignafélag. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar. Viðskipti innlent 16.9.2023 10:30
Erna tekur við af Karli sem yfirlögfræðingur hjá Isavia Erna Hjaltested hefur verið ráðin í starf yfirlögfræðings Isavia og tekur við af Karli Alvarssyni sem hefur gegnt starfinu síðan 2014. Viðskipti innlent 15.9.2023 12:25
Ráðnir verkefnastjórar hjá LEX Árni Freyr Sigurðsson, Fjölnir Ólafsson og Hjalti Geir Erlendsson hafa tekið við stöðum verkefnastjóra hjá LEX. Viðskipti innlent 15.9.2023 10:14
Arna Dan nýr birgðastjóri hjá A4 Arna Dan Guðlaugsdóttir hefur verðið ráðin birgðastjóri hjá A4. Viðskipti innlent 15.9.2023 08:36
Rautt í Kauphöllinni Dagurinn var að mestu rauður í Kauphöllinni í dag, þar sem virði flestra hlutafélaga lækkaði. Icelandair tók mesta dýfu en OMXI10 úrvalsvísitalan lækkaði um 0,85 prósent. Viðskipti innlent 14.9.2023 17:49
Ágúst Héðins kveður K100 og Retro Ágúst Héðinsson hefur lokið störfum sem dagskrárstjóri K100 og Retro. Þetta kom fram í tölvupósti til starfsmanna á þriðjudaginn. Viðskipti innlent 14.9.2023 16:39
Settur forstjóri segir upp fjórum starfsmönnum Fjórum starfsmönnum Ríkiskaupa var sagt upp störfum á föstudag í síðustu viku. Settur forstjóri stofnunarinnar segir uppsagnirnar komnar til af rekstrarlegum ástæðum. Viðskipti innlent 14.9.2023 13:40
Stefna á að framleiða 32 þúsund tonn af laxi eftir nokkur ár Landeldisfyrirtækið Laxey, sem áður hét Icelandic Land Farmed Salmon, í Vestmannaeyjum hefur lokið hlutafjáraukningu að andvirði 6 milljarða króna til íslenskra fjárfesta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Viðskipti innlent 14.9.2023 12:37
Reginn bætir um betur eftir að stjórn lagði til að tilboði yrði hafnað Stjórnendur fasteignafélagsins Regins hafa ákveðið að hækka yfirtökutilboð sitt í allt hlutafé Eikar fasteignafélags úr 0,452 hlutum í tilboðsgjafa í 0,489 hluti í tilboðsgjafa. Viðskipti innlent 14.9.2023 12:34
Ráðinn framkvæmdastjóri sölusviðs Coca-Cola Arnþór Jóhannsson hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri sölusviðs Coca-Cola á Íslandi. Viðskipti innlent 14.9.2023 12:12
Hjálmar Helgi tekur við nýju sviði hjá ON Hjálmar Helgi Rögnvaldsson hefur verið ráðinn til að leiða nýtt svið Viðskiptaþróunar og orkumiðlunar hjá Orku náttúrunnar. Viðskipti innlent 14.9.2023 10:29
Nýir framkvæmdastjórar hjá Ekrunni og Emmessís Tvær breytingar hafa orðið á framkvæmdastjórn 1912 samstæðu þar sem Hildur Erla Björgvinsdóttir hefur fært sig um set innan samstæðunnar og verið ráðin framkvæmdastjóri Ekrunnar, dótturfélags 1912. Í hennar stað hefur Kristján Geir Gunnarsson verið ráðinn framkvæmdastjóri Emmessíss. Viðskipti innlent 14.9.2023 09:47
Gunnar Már hættir hjá Icelandair Cargo Gunnar Már Sigurfinnsson hefur ákveðið að segja starfi sínu lausu sem framkvæmdastjóri Icelandair Cargo og mun þar með stíga til hliðar úr framkvæmdastjórn Icelandair Group. Greint var frá því í gær að fraktstarfsemi félagsins hafi reynst erfið. Viðskipti innlent 14.9.2023 08:36
Ráðin framkvæmdastjóri sölu og þjónustu hjá Verði Þórunn Inga Ingjaldsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri sölu og þjónustu hjá tryggingafélaginu Verði. Hún kemur til félagsins frá Samskipum. Viðskipti innlent 14.9.2023 07:23
Færa niður afkomuspá Uppfærð afkomuspá Icelandair gerir ráð fyrir minni hagnaði á árinu en áður var búið að gera. Farþega- og leiguflugsstarfsemi félagsins skilar betri rekstarniðurstöðu en í fyrra en fraktstarfsemin hefur verið erfið. Viðskipti innlent 13.9.2023 22:29
Útgerðarfélag Akureyringa rennur inn í dótturfélag Samherja Ákveðið hefur verið að Útgerðarfélag Akureyringa ehf. sameinist Samherja Íslandi ehf., sem fyrir rekur fiskvinnslu á Dalvík og gerir út þrjú ísfiskskip, frystitogara og tvö uppsjávarskip. Móðurfélag þessara tveggja félaga er Samherji hf.. Viðskipti innlent 13.9.2023 16:01
Ingvar tekur við af Pétri Má hjá Nox Medical Ingvar Hjálmarsson hefur tekið við sem framkvæmdastjóri íslenska hátæknifyrirtækisins Nox Medical. Hann tekur við keflinu af Pétri Má Halldórssyni sem leitt hefur félagið síðan 2011 og tekur Pétur á sama tíma sæti í stjórn Nox Health. Viðskipti innlent 13.9.2023 07:53
Arnar Geirsson frá Connecticut til New York Arnar Geirsson, hjartaskurðlæknir, hefur verið ráðinn forstöðumaður hjarta- og æðasjúkdómastofu og yfirskurðlæknir hjartalokuprógramms NewYork Presbyterian-sjúkrahússins og Irving læknamiðstöðvarinnar hjá Columbia-háskólanum í New York-borg. Hann er einnig skipaður prófessor í skurðlækningum við brjósthols- og æðaskurðlæknadeild Columbia-háskólans. Viðskipti innlent 12.9.2023 16:13
Þrír stjórnendur til Borealis Data Center Borealis Data Center hefur ráðið til starfa þrjá nýja stjórnendur. Það eru þau Bergþóra Halldórsdóttir, sem mun stýra skrifstofu forstjóra, Blake E. Greene verður markaðsstjóri Borealis og Kristófer Kristinsson mun leiða vöruþróun fyrirtækisins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Viðskipti innlent 12.9.2023 13:10
Loka bolfiskvinnslu og segja upp þrjátíu á Seyðisfirði Síldarvinnslan hefur tilkynnt að stefnt sé að því að loka bolfisksvinnslu fyrirtækisins á Seyðisfirði þann 30. nóvember næstkomandi. Þrjátíu af 33 starfsmönnum vinnslunnar verður sagt upp störfum. Viðskipti innlent 12.9.2023 11:48
Verður nýr regluvörður Landsbankans Sunna Ósk Friðbertsdóttir hefur verið ráðin regluvörður Landsbankans og hefur hún tekið til starfa. Viðskipti innlent 12.9.2023 11:36
Kristinn nýr framkvæmdastjóri Eyrir Venture Management Eyrir Venture Management (EVM) hefur ráðið Kristinn Pálmason sem framkvæmdastjóra. Kristinn kemur til félagsins frá Silfurbergi og tekur við starfinu af Erni Valdimarssyni. Viðskipti innlent 12.9.2023 11:14
Jón Júlíus til Viðskiptaráðs Jón Júlíus Karlsson, sem gegnt hefur stöðu framkvæmdastjóra UMF Grindavíkur síðustu ár, hefur verið ráðinn til starfa hjá Viðskiptaráði og mun annast verkefni á sviði samskipta, miðlunar og viðburðahalds auk þátttöku í málefnastarfi og annarri daglegri starfsemi ráðsins. Viðskipti innlent 12.9.2023 11:10
Hagar ráða forstöðumann sjálfbærni og samfélagsábyrgðar Anton Birkir Sigfússon hefur verið ráðinn í nýja stöðu forstöðumanns sjálfbærni og samfélagsábyrgðar hjá Högum hf.. Í starfinu mun hann halda áfram að móta og innleiða stefnur, markmið og aðgerðaráætlanir félagsins tengdum málaflokknum ásamt því að hafa umsjón með sjálfbærniuppgjöri Haga. Viðskipti innlent 12.9.2023 08:37
Ætlar að láta af störfum sem forstjóri Ice Fish Farm Guðmundur Gíslason ætlar að stíga til hliðar sem forstjóri fiskeldisfyrirtækisins Ice Fish Farm á Austfjörðum og snúa sér að markaðsstörfum fyrir fyrirtækið. Hann heldur áfram sem forstjóri á meðan eftirmanns hans er leitað. Viðskipti innlent 11.9.2023 12:32
Telur játningu Eimskipa vera taktíska ákvörðun Hörður Felix Harðarson, lögmaður Samskipa, viðurkennir að játning Eimskipa í máli er varðar ólöglegt samráð fyrirtækjanna setji málið í einkennilega stöðu. Þrátt fyrir það telur hann játninguna vera taktíska ákvörðun fyrirtækisins, en segir Samskip ekki hafa viljað taka álíka ákvörðun. Viðskipti innlent 10.9.2023 11:42
Berlin yfirgefur bensínstöðina Reiðhjólaverslunin Berlin flutti í nýtt húsnæði í dag, af bensínstöðinni við Háaleitisbraut inn í Miðbæ á sömu götu, Háaleitisbraut 58-60. Eigendur eru spenntir fyrir nýrri staðsetningu, sem þó sé rétt hjá. Viðskipti innlent 9.9.2023 18:50
Þrjúhundruð þúsund krónur fyrir 47 fermetra: Gríðarleg eftirspurn á leigumarkaði Tæplega 47 fermetra íbúð við Týsgötu í Reykjavík hefur verið auglýst til leigu fyrir þrjúhundruð þúsund krónur á mánuði. Fasteignasali segir gríðarlega eftirspurn eftir leiguhúsnæði útskýringuna á háu leiguverði. Viðskipti innlent 9.9.2023 16:15
Segir ásakanir um þaulskipulagða glæpi mannorðsmorð Samskip eru sökuð um ólöglegt samráð í flutningaþjónustu á Norðurlandi í tíð stjórnarformanns lífeyrissjóðsina Gildis sem formaður VR sakar um „þaulskipulagða glæpi“. Lífeyrissjóðsstjórinn hætti störfum hjá Samskipum áður en alvarlegustu brotin sem Samkeppniseftirlitið sektaði fyrirtækið fyrir voru framin. Viðskipti innlent 8.9.2023 14:45
Hopp hlaut Vaxtarsprotann með 970 prósenta vöxt í veltu Hopp hefur hlotið viðurkenninguna Vaxtarsproti ársins, fyrir öfluga uppbyggingu sprotafyrirtækis. Það var Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sem afhenti Vaxtarsprotann í Flórunni í Grasagarðinum í Laugardal í gær. Viðskipti innlent 8.9.2023 11:53