Viðskipti

Lækka laxeldisskatt í von um að ná þingmeirihluta

Fyrirhugaður auðlindaskattur á laxeldi í Noregi lækkar úr 35 prósentum niður í 25 prósent, samkvæmt samkomulagi sem ríkisstjórnarflokkarnir hafa náð við tvo smáflokka í því skyni að tryggja meirihlutastuðning við málið í Stórþinginu. Upphafleg tillaga gerði ráð fyrir að skatturinn yrði 40 prósent af hreinum hagnaði.

Viðskipti erlent

Skógræktarfélag Íslands og Nettó tryggja aðgengi að skógum landsins

Nettó og Skógræktarfélag Íslands hafa nú skrifað undir samstarfssamning um verkefnið Opinn skógur. Markmiðið með samstarfinu er að bæta aðstöðu og auka aðgengi á opnum skógræktarsvæðum í alfaraleið og miðla fræðslu um lífríki, náttúru og sögu svo almenningur geti nýtt sér skógana til áningar, útivistar og heilsubótar. Með samningnum er rekstur verkefnisins tryggður út næsta ár auk þess sem unnið verður að kynningu á því.

Samstarf

„Það er ekki lengur asnalegt að vera frumkvöðull“

„Það er mjög áhugavert að velta fyrir sér hversu mikið hefur breyst á þeim fimmtán árum síðan ég byrjaði í þessu nýsköpunarumhverfi. Það er ekki lengur asnalegt að vera frumkvöðull eins og þótti þá. Það þykir ekki lengur furðulegt að feta þessa leið, frekar en að velja að starfa hjá rótgrónu fyrirtæki,“ segir Kristján Freyr Kristjánsson, framkvæmdastjóri 50skills.

Atvinnulíf

112 milljóna hagnaður hjá Skógarböðunum

Baðlónið Skógarböðin, sem staðsett er í Vaðlaskógi í Eyjafirði, hagnaðist um yfir hundrað milljónir á síðasta ári, þrátt fyrir að lónið hafi ekki opnað fyrr en í maí í fyrra. Gestafjöldi hefur verið meiri en búist var við í upphafi en lónið hefur tekið á móti yfir hundrað þúsund gestum frá því það opnaði fyrir ári síðan.

Viðskipti innlent

Þorgrímur Þráins og N1 undirrita samstarfssamning

N1 og Þorgrímur Þráinsson hafa undirritað samning um áframhaldandi samstarf fyrirtækisins og fyrirlesarans. Þorgrímur hefur undanfarin ár flutt fyrirlesturinn Verum ástfangin af lífinu, í boði N1, fyrir alla 10. bekki á Íslandi, skólunum að kostnaðarlausu. Skólarnir eru vel á annað hundrað og fjöldi nemenda hleypur á þúsundum. Fyrirlestrar Þorgríms hafa verið vel sóttir en undanfarin 5 ár hafa 99% skóla þegið boð Þorgríms um fyrirlestur.

Samstarf

Taka stikkprufur á meðan ný lausn sannar gildi sitt í Bónus

Viðskiptavinir Bónus á Smáratorgi geta nú gripið sér skanna við inngang verslana og skannað vörur beint ofan í poka á leið sinni um verslunina. Nýja sjálfsafgreiðslulausnin heitir Gripið og greitt eins og samnefnd verslun sem lagði upp laupana snemma á öldinni. Helsti samkeppnisaðilinn Krónan hefur í hálft annað ár boðið upp á svipaða lausn þar sem viðskiptavinir geta skannað vörur með notkun apps.

Neytendur