Viðskipti

Ekkert fékkst upp í 228 milljóna króna kröfur

Skiptum er lokið á þrotabúi JL Holding ehf.. Lýstar kröfur í búið námu rétt tæplega 228 milljónum króna en ekkert fékkst upp í þær. Félagið var í eigu Margrétar Ásgeirsdóttur fjárfestis og var stofnað utan um hótelrekstur í JL-húsinu við Hringbraut.

Viðskipti innlent

Með tíu til fimmtán glugga opna í einu í Chrome og tólf Word skjöl

Það er ekki nóg með að Ragnhildur Þórðardóttir, eða Ragga Nagli eins og við þekkjum hana, beri marga hatta á höfði: Er sálfræðingur í Kaupmannahöfn, pistlahöfundur, rithöfundur, fyrirlesari, hlaðvarpari og almennur heilsunöldrari að hennar sögn. Ragga viðurkennir að vera mjög kaótísk í skipulagi. Svo ekki sé meira sagt. 

Atvinnulíf

Landsbankinn hækkar líka vexti

Landsbankinn hefur ákveðið að hækka bæði út- og innlánavexti eftir 0,5 prósentustiga stýrivaktahækkun Seðlabankans. Hinir stóru viðskiptabankarnir tveir tilkynntu einnig vaxtahækkun í dag.

Viðskipti innlent

Hækkar vexti vegna stýri­vaxta­hækkana Seðla­bankans

Íslandsbanki hefur tekið af skarið og hækkað vexti í samræmi við stýrivaxtahækkun Seðlabankans, sem var kynnt 8. febrúar síðastliðinn. Yfirdráttarvextir, breytilegir vextir óverðryggða húsnæðislána, breytilegir óverðtryggðir kjörvextir og fleiri tegundir vaxta hækka um 0,5 prósentustig í byrjun næstu viku.

Neytendur

Stóra uppsögnin: 22% sjá eftir því að hafa sagt upp vinnunni

Í kjölfar Covid reið yfir atvinnulífið um allan heim bylgja sem aldrei áður hefur þekkst: Stóra uppsgögnin. Þar sem fólk í hrönnum sagði upp störfum sínum. Stundum til að fylgja eftir stórum draumum um róttækar breytingar. Stundum til að gerast giggarar. Stundum til að vinna fjarvinnu Og svo framvegis og svo framvegis.

Atvinnulíf

Telur óeðlilegt að sitja árum saman undir ávirðingum

Fyrrverandi settur ríkisendurskoðandi taldi sig ekki hafa fengið upplýsingar eða svör um verðmat og ráðstöfun á tilteknum eignum sem Lindarhvoll ehf. fór með áður en hann lauk afskiptum af úttekt á störfum eignarhaldsfélags fjármálaráðuneytisins. Hann vill að Alþingi skýri hvað það sé í greinargerð sem hann skilaði sem þurfi að halda leynd yfir. Verði frekari dráttur á að Alþingi afgreiði málið þurfi hann að huga að því hvernig rétt sé að bregðast við ávirðingum í hans garð.

Viðskipti innlent

Play tapaði 6,5 milljörðum króna

Heildartap flugfélagsins Play árið 2022 nemur 6,5 milljörðum króna. Tap sem má rekja til ófærðar á Reykjanesbrautinni í desember er metið á 317 milljónir króna. Heildarfjöldi farþega árið 2022 var 789 þúsund og vonast flugfélagið eftir því að tvöfalda þann fjölda á næsta ári. 

Viðskipti innlent

Með birgðir fram yfir helgi

Nóg af birgðum eru í Bónus fram yfir helgi. Örfáir eru byrjaðir að hamstra og labba út með fleiri vörur en venjulega. Markaðsstjórinn segist ekki of stressaður. 

Neytendur

Ráðin til Nox Medical

Brynja Vignisdóttir, Ellisif Sigurjónsdóttir, Hlynur Davíð Hlynsson, Carlos Teixera og Lisa Spear hafa öll verið ráðin til íslenska hátæknifyfirtækisins Nox Medical. 

Viðskipti innlent