Viðskipti

Zuckerberg líka ósáttur við Apple

Mark Zuckerberg, forstjóri META (áður Facebook), segir Apple hafa of mikil völd á sviði smáforrita í síma og snjalltæki. Tók hann þar undir ummæli auðjöfursins Elon Musk, sem lýsti því yfir fyrr í vikunni að hann ætlaði í stríð við Apple, áður en hann dró svo í land með það.

Viðskipti erlent

Íslenskar bækur og spil jólagjöf ársins

Jólagjöf ársins árið 2022 er samkvæmt niðurstöðu Rannsóknarseturs verslunarinnar íslenskar bækur og spil. Þetta staðfestir Sigrún Ösp Sigurjónsdóttir forstöðumaður RSV í samtali við fréttastofu, en greint var frá niðurstöðunni á Rás 2 í morgun.

Neytendur

Nýsköpun sem gæti umbylt íslenskum sauðfjárbúskap

„Þetta er nýsköpun á heimsmælikvarða, ekki bara fyrir okkar fyrirtæki heldur fyrir Ísland og íslenska sauðfjárbændur. Eiginleikar íslensku ullarinnar er svo einstakir í heiminum að þá er ekki hægt að kópera,“ segir Ágúst Þór Eiríksson, eigandi útivistarfyrirtækisins Icewear en Icewear hefur þróað línu útivistarfatnaðar sem einangraður er með íslenskri ull.

Samstarf

Vinnustaður í kjölfar uppsagna

Eins og eðlilegt er, eru fyrstu viðbrögðin okkar þegar uppsagnir eru á vinnustað að hugsa um það samstarfsfólk okkar sem var rétt í þessu að missa vinnuna. Við upplifum samkenndina og umhyggjuna. Vonum það besta fyrir viðkomandi í atvinnuleitinni framundan. Þegar ein dyr lokast opnast aðrar ekki satt?

Atvinnulíf

Skapa 500 störf og 12 milljarða úr smáræði af fiskroði

Uppgangur líftæknifyrirtækisins Kerecis á Ísafirði hefur verið ævintýralegur. Fyrirtækið framleiðir einstaklega græðandi umbúðir úr þorskroði sem oft á tíðum kemur í veg fyrir að aflima þurfi fólk. Verðmæti afurðanna er meira en alls sjávarfangs á Vestfjörðum að frátöldu fiskeldi.

Viðskipti innlent

Segja bitcoin líkjast fjár­hættu­spili

Sérfræðingar Seðlabanka Evrópu segja að eftirlitsaðilar og fjármálastofnanir ættu ekki að veita rafmyntinni bitcoin lögmæti þar sem henni sé haldið uppi á óeðlilegan hátt og hún beri líkindi við fjárhættuspil. Myntin sé á leið til glötunar.

Viðskipti erlent

Á­fram­haldandi kröftugur hag­vöxtur

Vöxtur vergrar landsframleiðslu (VLF) á föstu verðlagi er 7,3 prósent miðað við sama tímabil í fyrra. Á fyrstu níu mánuðum ársins mælist raunvirði VLF um 7,4 prósentum meiri en á sama tíma í fyrra. Útflutningur er helsti drifkraftur hagvaxtar. 

Neytendur

Adda og Hanna til Empower

Nýsköpunarfyrirtækið Empower hefur ráðið þær Öddu Guðrúnu Gylfadóttur og Hönnu Alexöndru Helgadóttur sem sérfræðinga í stafrænni örfræðslu og efnissköpun. Fyrirhugað er að setja hugbúnað Empower á alþjóðamarkað á næsta ári. 

Viðskipti innlent