Viðskipti

Þurfum að fara varlega í að halda að við séum best

„Landslagið á Íslandi hefur breyst mikið síðustu árin og nú eru um 15% þjóðarinnar íbúar af erlendum uppruna. Samt erum við ekki að ræða nógu mikið um kynþátt, þjóðerni eða stöðu innflytjenda og tungumálið hefur ekki fylgt eftir þessum breytingum,“ segir Charlotte Biering hjá Marel.

Atvinnulíf

Tjald­svæði vin­sæl víða um land

Ferðasumarið virðist vera að hefjast og af því tilefni ákvað fréttastofa að taka saman og staðfesta verð og bókunarferli á tjaldsvæðum víða um land. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um tjaldsvæðin á tjalda.is.

Neytendur

Síminn Sport hækkað um 40 prósent frá áramótum

Síminn hefur ákveðið að hækka verð á flestum vörum sínum en hækkanirnar taka gildi næstu mánaðamót. Þar á meðal hækkar verðið á Símanum Sport í 4.900 krónur en frá áramótum hefur verðið á sportpakka Símans hækkað um 40 prósent.

Neytendur

Sonur Mick Jagger fjárfestir í Overtune

Miðlunarfyrirtækið Whynow fjárfesti rúmum tuttugu milljónum króna í íslenska sprotafyrirtækið Overtune. Whynow er rekið af Gabriel Jagger sem er sonur Mick Jagger, söngvara Rolling Stones. OverTune er rekið af Sigurði Ásgeiri Árnasyni, Jasoni Daða Guðjónssyni og Pétri Eggerz Péturssyni.

Viðskipti innlent

Gott að muna fyrir sumarfríið

Það eru margir að hefja sumarfríið sitt núna. Og stór ferðahelgi framundan. Nú er bara að semja við veðurguðina um gott veður en eins er ágætt síðasta daginn í vinnunni að klára það helsta fyrir fríið.

Atvinnulíf

Sjö ráðin til indó

Íslenski sparisjóðurinn indó hefur ráðið sjö nýja starfsmenn, þau Hjördísi Elsu Ásgeirsdóttur, EInar Björgvin Eiðsson, Stefaníu Sch. Thorsteinsson, Lilju Kristínu Birgisdóttur, Söru Mildred Harðardóttur, Hermann Guðmundsson og Valgerði Kristinsdóttur.

Viðskipti innlent

KKÍ og Ölgerðin endurnýja samstarf

KKÍ og Ölgerðin hafa endurnýjað sitt góða samstarf með undirritun á nýjum samningi en Ölgerðin og vörumerkið Kristall hefur verið góður samstarfsaðili KKÍ undanfarin ár.

Samstarf

Verðbólga mælist 8,8 prósent

Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 8,8 prósent samkvæmt neysluvísitölu Hagstofu Íslands. Verðbólga hefur ekki verið eins mikil á Íslandi frá því á haustmánuðum 2009.

Viðskipti innlent

Arion banki fyrstur til að hækka vexti

Á morgun munu inn- og útlánavextir hjá Arion banka hækka í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabanka Íslands. Breytingarnar ná til óverðtryggða íbúðalána, kjörvaxta, bílalána og innlána. Íslandsbanki hefur einnig boðað hækkanir þann 1. júlí næstkomandi.

Viðskipti innlent