Viðskipti Fær sér stundum Coco Puffs í desert eftir Cheeriosið Hildur Árnadóttir stjórnarmaður og ráðgjafi fær sér stundum Coco Puffs í desert eftir Cheeriosið á morgnana. Hún segir aðventuna frekar rólega í ár vegna Covid en í vinnunni tókst í vikunni að undirrita samkomulag um sameiningu félaga þannig að úr verður eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins. Markmið sameiningarinnar er að vera tilbúin þegar öflug viðspyrna hefst og ferðamenn fara að flykkjast til landsins á ný. Atvinnulíf 19.12.2020 10:00 Jákvæður í garð tillögu um að hefja söluferli Íslandsbanka Fjármálaráðherra er jákvæður í garð tillögu Bankasýslunnar um að hefja söluferli á Íslandsbanka. Það sé mikilvægt að draga sig út úr rekstrinum bæði vegna áhættu og til að tryggja samkeppni og fjölbreytt eignar hald. Viðskipti innlent 18.12.2020 12:10 Harpa og Isavia fá ríkisaðstoð ESA, eftirlitsstofnun EFTA, samþykkti í dag ríkisaðstoð Íslands til Hörpu og Isavia vegna tjóns af völdum kórónuveirufaraldursins. Harpa mun fá beinan 400 milljón króna styrk en tjón Isavia verður bætt með auknu hlutafé. Viðskipti innlent 18.12.2020 11:42 KPMG kaupir CIRCULAR Solutions KPMG hefur gengið frá kaupum á ráðgjafarfyrirtækinu CIRCULAR Solutions, sem veitir þjónustu á sviði sjálfbærni og sjálfbærra fjármála. CIRCULAR Solutions hóf starfsemi í byrjun árs 2018 og er ætlað að gera KPMG leiðandi fyrirtæki á Íslandi í ráðgjöf og þjónustu á sviði sjálfbærni. Viðskipti innlent 18.12.2020 11:19 Jón Viggó ráðinn framkvæmdastjóri SORPU Stjórn SORPU bs. hefur ákveðið að ráða Jón Viggó Gunnarsson í starf framkvæmdastjóra. Jón Viggó tekur við starfinu á fyrsta degi nýs árs af Helga Þór Ingasyni, sem var tímabundið ráðinn framkvæmdastjóri SORPU í febrúar. Jón Viggó var valinn úr hópi 32 umsækjenda. Viðskipti innlent 18.12.2020 10:17 Meiðyrðamál smálánarisa gegn Neytendasamtökunum fyrir dómstóla Munnlegur málflutningur í meiðyrðamáli smálánafyrirtækisins eCommerce gegn Breka Karlssyni og Neytendasamtökunum fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þau ummæli sem deilt er um voru sett fram í tölvupóstsamskiptum og alls fjögur talsins. Viðskipti innlent 18.12.2020 08:26 Starfsframinn: Að vinna eins og forstjóri Það er oft sagt að vinnuveitendur falist sérstaklega eftir starfsfólki sem kann að sýna gott frumkvæði í starfi. Enda ekki nema von. Starfsmaður sem sýnir dugnað, afkastagetu og frumkvæði er oftast starfsmaður sem stjórnandi þarf lítið að hafa áhyggjur eða afskipti af. Sem aftur gerir viðkomandi að eftirsóttum starfsmanni. Og hver vill ekki teljast eftirsóttur starfsmaður? Atvinnulíf 18.12.2020 07:00 „Förum varlega nú þegar við erum komin á lokasprettinn“ Samtök iðnaðarins héldu í gær viðburð í tilefni þess að ár nýsköpunar er senn á enda. Guðni Th. Jóhannesson forseti flutti ræðu af þessu tilefni þar sem hann hvatti landsmenn til dáða, bæði í virkjun hugvits og í baráttunni við heimsfaraldurinn. Viðskipti innlent 17.12.2020 14:00 Hrefna hættir eftir tólf ára starf Hrefna Sigurjónsdóttir hefur ákveðið að hætta störfum sem framkvæmdastjóri Heimilis og skóla – landssamtökum foreldra eftir tólf ára starf. Viðskipti innlent 17.12.2020 10:40 Ráðin nýr svæðisstjóri Eimskips fyrir vestan Arna Lára Jónsdóttir hefur verið ráðin svæðisstjóri Eimskips á Vestfjörðum. Viðskipti innlent 17.12.2020 09:01 Sænskur banki semur við Meniga Íslenska fjártæknifyrirtækið Meniga hefur samið við sænsku bankasamsteypuna Swedbank og eru lausnir Meniga nú aðgengilegar öllum viðskiptavinum bankans í Svíþjóð, Eistlandi, Lettlandi og Litháen. Viðskipti innlent 17.12.2020 08:37 Fresta niðurfellingu ívilnunar vegna tengiltvinnbíla Svo virðist sem ákveðið hafi verið að fresta fyrirhugaðri niðurfellingu ívilnunar sem tengiltvinnbílar hafa notið hér á landi í formi lækkaðs virðisaukaskatts. Viðskipti innlent 17.12.2020 07:37 Ríflegur kaupauki til starfsfólks ef arðsemi er hærri en samkeppnisaðila Náist markmið nýs kaupaukakerfis Arion banka mun starfsfólks bankans geta fengið allt að tíu prósent af föstum árslaunum sínum á næsta ári í kaupauka. Æðstu stjórnendur bankans geta fengið allt að 25 prósent kaupaukagreiðslu með sömu skilyrðum, en þó í formi hlutabréfa í bankanum. Viðskipti innlent 16.12.2020 21:42 Sakar þingmenn um að taka sérhagsmuni framyfir hagsmuni neytenda Verð á innfluttum landbúnaðarvörum frá ríkjum Evrópusambandsins mun að öllum líkindum hækka töluvert í verði upp úr áramótum vegna lagabreytinga sem verið er að ganga frá á Alþingi. Fjölmörg samtök leggjast gegn breytingunni en hún er rökstudd með stuðningi við innlendan landbúnað. Viðskipti innlent 16.12.2020 19:21 Segir best að varast dellur og tískustrauma Þórarinn Ævarsson segir pítsuna hafa verið mikinn áhrifavald í sínu lífi og að hún hafi verið órjúfanlegur hluti af starfsævi hans; fyrst hjá Dominos, síðan Ikea og nú hjá Spaðanum, pítsustað sem Þórarinn stofnaði árið 2019. Viðskipti innlent 16.12.2020 14:00 Gjaldþrot Bílanausts nam 855 milljónum króna Skiptum á þrotabúi Bílanausts er lokið og námu samanlagðar kröfur í búið 855 milljónum króna. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu. Um 260 milljónir króna fengust greiddar upp í veð- og haldsréttarkröfur sem námu rúmlega 500 milljónum króna. Viðskipti innlent 16.12.2020 13:06 Landsbankinn með þriðjungshlut í Keahótelum eftir endurskipulagningu Samkomulag hefur náðst um endurskipulagningu Keahótela sem er sagt tryggja félaginu stöðugan rekstrargrundvöll til ársins 2022. Í samkomulaginu felst að hluta skulda hefur verið breytt í hlutafé, að Landsbankinn eigi nú þriðjungs hlut í félaginu, og að núverandi eigendahópur hafi komið með nýtt fé inn í reksturinn. Þá hafi leigusalar gert samkomulag um veltutengdar leigugreiðslur, sem eru þó með ákveðnu lágmarksgólfi. Viðskipti innlent 16.12.2020 10:28 Lægsta verð ÓB á fjórum stöðvum Lægsta verð ÓB er á stöðvunum við Fjarðarkaup í Hafnarfirði, Arnarsmára og Bæjarlind í Kópavogi og Hlíðarbraut Akureyri. Samstarf 16.12.2020 09:58 Fiskikóngurinn látinn taka vörur úr sölu: „Viljum við að þessar aldargömlu hefðir lognist útaf?“ Tveir fulltrúar heilbrigðiseftirlitsins heimsóttu Fiskikónginn í gær og skipuðu honum að taka nokkrar vörur úr sölu, þeirra á meðal harðfisk, hnoðmör, reyktan lunda og hákarl. Viðskipti innlent 16.12.2020 09:37 Bein útsending: Kynning fjármálastöðugleikanefndar Vefútsending í tilefni af yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar sem birt var í morgun hefst klukkan 10:00. Viðskipti innlent 16.12.2020 09:31 MacKenzie Scott látið fjóra milljarða dala af hendi rakna á fjórum mánuðum MacKenzie Scott, ein ríkasta kona heims, hefur látið rúmlega fjóra milljarða Bandaríkjadala af hendi rakna til fjölskylduhjálparstofnana og styrktarsjóða á síðustu fjórum mánuðum. Það samsvarar um 500 milljarða íslenskra króna. Viðskipti erlent 16.12.2020 08:46 Einkenni og afleiðingar fitufordóma á vinnustöðum Getur verið að þú haldir um margt fólk í ofþyngd að það séu hálfgerðir letingjar? Eða að viðkomandi sé ekkert rosalega klár? Ertu með yfirlýsingar um að fólk í ofþyngd sé með litla sjálfstjórn og almennt ekki hraust? Finnst þér fólk í ofþyngd minna spennandi í ásýnd og útliti? Atvinnulíf 16.12.2020 07:01 Uppsagnir 68 flugmanna Icelandair taka gildi um áramótin Uppsagnir tæplega sjötíu flugmanna hjá Icelandair taka gildi um áramótin og verða þær ekki dregnar til baka. Aðeins 71 flugmaður verður á launaskrá Icelandair frá og með 1. janúar næstkomandi. Þetta kemur fram í frétt túristi.is. Viðskipti innlent 15.12.2020 20:08 Landsréttur staðfestir frávísun milljarðakröfu Jóns Ásgeirs og Ingibjargar Landsréttur hefur staðfest niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur um að vísa frá milljarðakröfu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Ingibjargar Stefaníu Pálmadóttur og 365 miðla hf. gegn Sýn hf., forstjóra þess Heiðari Guðjónssyni og öllum stjórnarmönnum. Viðskipti innlent 15.12.2020 18:26 Þórhildur ráðin forstjóri Íslandspósts fyrst kvenna Þórhildur Ólöf Helgadóttir hefur verið ráðin í starf forstjóra Íslandspósts og hefur hún þegar tekið til starfa. Þórhildur er fyrsta konan til að gegna stöðu forstjóra Póstsins, að því er fram kemur í tilkynningu um ráðninguna frá Íslandspósti. Viðskipti innlent 15.12.2020 16:05 Kráaeigendur krossleggja fingur eftir fund með fulltrúum Svandísar og Þórólfs Eigendur öldurhús í miðbæ Reykjavíkur fagna því að þeim virðist sem fulltrúar heilbrigðisráðherra og sóttvarnalæknis hafi mögulega séð ljósið á fundi þeirra síðastliðinn föstudag. Viðskipti innlent 15.12.2020 10:01 Metmánuður á fasteignamarkaði í nágrenni höfuðborgarsvæðisins Enn virðist mikið líf vera á fasteignamarkaði þó að hápunktinum hafi líklegast verið náð í september þegar öll met í umfangi voru slegin varðandi fjöldi útgefinna kaupsamninga og veltu. Október og nóvember virðast hafa verið aðeins umsvifaminni á höfuðborgarsvæðinu. Viðskipti innlent 15.12.2020 07:22 Vigdís Eva staðgengill forstjóra Persónuverndar Frá og með 11. desember síðastliðnum er Vigdís Eva Líndal staðgengill forstjóra Persónuverndar. Vigdís Eva er þegar sviðsstjóri erlends samstarfs og fræðslu hjá persónuvernd. Viðskipti innlent 14.12.2020 17:52 Stockmann selur húsnæði sitt í Helsinki Finnski verslunarrisinn Stockmann hefur ákveðið að selja fjölda fasteigna sinna, þar á meðal þá sem hýsir flaggskipið í miðborg Helsinki, í tilraun til að bæta fjárhagsstöðu félagsins. Viðskipti erlent 14.12.2020 14:19 Má greiða 6,7 milljóna skuld með 149 stólum Bitter ehf., rekstraraðila verslunarinnar Parka, er heimilt að greiða andvirði 6,7 milljóna króna skuldar, sem rekja má til stólakaupa Skelfiskmarkaðarins, með því að skila umræddum stólum til þrotabús veitingastaðarins. Viðskipti innlent 14.12.2020 14:12 « ‹ 286 287 288 289 290 291 292 293 294 … 334 ›
Fær sér stundum Coco Puffs í desert eftir Cheeriosið Hildur Árnadóttir stjórnarmaður og ráðgjafi fær sér stundum Coco Puffs í desert eftir Cheeriosið á morgnana. Hún segir aðventuna frekar rólega í ár vegna Covid en í vinnunni tókst í vikunni að undirrita samkomulag um sameiningu félaga þannig að úr verður eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins. Markmið sameiningarinnar er að vera tilbúin þegar öflug viðspyrna hefst og ferðamenn fara að flykkjast til landsins á ný. Atvinnulíf 19.12.2020 10:00
Jákvæður í garð tillögu um að hefja söluferli Íslandsbanka Fjármálaráðherra er jákvæður í garð tillögu Bankasýslunnar um að hefja söluferli á Íslandsbanka. Það sé mikilvægt að draga sig út úr rekstrinum bæði vegna áhættu og til að tryggja samkeppni og fjölbreytt eignar hald. Viðskipti innlent 18.12.2020 12:10
Harpa og Isavia fá ríkisaðstoð ESA, eftirlitsstofnun EFTA, samþykkti í dag ríkisaðstoð Íslands til Hörpu og Isavia vegna tjóns af völdum kórónuveirufaraldursins. Harpa mun fá beinan 400 milljón króna styrk en tjón Isavia verður bætt með auknu hlutafé. Viðskipti innlent 18.12.2020 11:42
KPMG kaupir CIRCULAR Solutions KPMG hefur gengið frá kaupum á ráðgjafarfyrirtækinu CIRCULAR Solutions, sem veitir þjónustu á sviði sjálfbærni og sjálfbærra fjármála. CIRCULAR Solutions hóf starfsemi í byrjun árs 2018 og er ætlað að gera KPMG leiðandi fyrirtæki á Íslandi í ráðgjöf og þjónustu á sviði sjálfbærni. Viðskipti innlent 18.12.2020 11:19
Jón Viggó ráðinn framkvæmdastjóri SORPU Stjórn SORPU bs. hefur ákveðið að ráða Jón Viggó Gunnarsson í starf framkvæmdastjóra. Jón Viggó tekur við starfinu á fyrsta degi nýs árs af Helga Þór Ingasyni, sem var tímabundið ráðinn framkvæmdastjóri SORPU í febrúar. Jón Viggó var valinn úr hópi 32 umsækjenda. Viðskipti innlent 18.12.2020 10:17
Meiðyrðamál smálánarisa gegn Neytendasamtökunum fyrir dómstóla Munnlegur málflutningur í meiðyrðamáli smálánafyrirtækisins eCommerce gegn Breka Karlssyni og Neytendasamtökunum fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þau ummæli sem deilt er um voru sett fram í tölvupóstsamskiptum og alls fjögur talsins. Viðskipti innlent 18.12.2020 08:26
Starfsframinn: Að vinna eins og forstjóri Það er oft sagt að vinnuveitendur falist sérstaklega eftir starfsfólki sem kann að sýna gott frumkvæði í starfi. Enda ekki nema von. Starfsmaður sem sýnir dugnað, afkastagetu og frumkvæði er oftast starfsmaður sem stjórnandi þarf lítið að hafa áhyggjur eða afskipti af. Sem aftur gerir viðkomandi að eftirsóttum starfsmanni. Og hver vill ekki teljast eftirsóttur starfsmaður? Atvinnulíf 18.12.2020 07:00
„Förum varlega nú þegar við erum komin á lokasprettinn“ Samtök iðnaðarins héldu í gær viðburð í tilefni þess að ár nýsköpunar er senn á enda. Guðni Th. Jóhannesson forseti flutti ræðu af þessu tilefni þar sem hann hvatti landsmenn til dáða, bæði í virkjun hugvits og í baráttunni við heimsfaraldurinn. Viðskipti innlent 17.12.2020 14:00
Hrefna hættir eftir tólf ára starf Hrefna Sigurjónsdóttir hefur ákveðið að hætta störfum sem framkvæmdastjóri Heimilis og skóla – landssamtökum foreldra eftir tólf ára starf. Viðskipti innlent 17.12.2020 10:40
Ráðin nýr svæðisstjóri Eimskips fyrir vestan Arna Lára Jónsdóttir hefur verið ráðin svæðisstjóri Eimskips á Vestfjörðum. Viðskipti innlent 17.12.2020 09:01
Sænskur banki semur við Meniga Íslenska fjártæknifyrirtækið Meniga hefur samið við sænsku bankasamsteypuna Swedbank og eru lausnir Meniga nú aðgengilegar öllum viðskiptavinum bankans í Svíþjóð, Eistlandi, Lettlandi og Litháen. Viðskipti innlent 17.12.2020 08:37
Fresta niðurfellingu ívilnunar vegna tengiltvinnbíla Svo virðist sem ákveðið hafi verið að fresta fyrirhugaðri niðurfellingu ívilnunar sem tengiltvinnbílar hafa notið hér á landi í formi lækkaðs virðisaukaskatts. Viðskipti innlent 17.12.2020 07:37
Ríflegur kaupauki til starfsfólks ef arðsemi er hærri en samkeppnisaðila Náist markmið nýs kaupaukakerfis Arion banka mun starfsfólks bankans geta fengið allt að tíu prósent af föstum árslaunum sínum á næsta ári í kaupauka. Æðstu stjórnendur bankans geta fengið allt að 25 prósent kaupaukagreiðslu með sömu skilyrðum, en þó í formi hlutabréfa í bankanum. Viðskipti innlent 16.12.2020 21:42
Sakar þingmenn um að taka sérhagsmuni framyfir hagsmuni neytenda Verð á innfluttum landbúnaðarvörum frá ríkjum Evrópusambandsins mun að öllum líkindum hækka töluvert í verði upp úr áramótum vegna lagabreytinga sem verið er að ganga frá á Alþingi. Fjölmörg samtök leggjast gegn breytingunni en hún er rökstudd með stuðningi við innlendan landbúnað. Viðskipti innlent 16.12.2020 19:21
Segir best að varast dellur og tískustrauma Þórarinn Ævarsson segir pítsuna hafa verið mikinn áhrifavald í sínu lífi og að hún hafi verið órjúfanlegur hluti af starfsævi hans; fyrst hjá Dominos, síðan Ikea og nú hjá Spaðanum, pítsustað sem Þórarinn stofnaði árið 2019. Viðskipti innlent 16.12.2020 14:00
Gjaldþrot Bílanausts nam 855 milljónum króna Skiptum á þrotabúi Bílanausts er lokið og námu samanlagðar kröfur í búið 855 milljónum króna. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu. Um 260 milljónir króna fengust greiddar upp í veð- og haldsréttarkröfur sem námu rúmlega 500 milljónum króna. Viðskipti innlent 16.12.2020 13:06
Landsbankinn með þriðjungshlut í Keahótelum eftir endurskipulagningu Samkomulag hefur náðst um endurskipulagningu Keahótela sem er sagt tryggja félaginu stöðugan rekstrargrundvöll til ársins 2022. Í samkomulaginu felst að hluta skulda hefur verið breytt í hlutafé, að Landsbankinn eigi nú þriðjungs hlut í félaginu, og að núverandi eigendahópur hafi komið með nýtt fé inn í reksturinn. Þá hafi leigusalar gert samkomulag um veltutengdar leigugreiðslur, sem eru þó með ákveðnu lágmarksgólfi. Viðskipti innlent 16.12.2020 10:28
Lægsta verð ÓB á fjórum stöðvum Lægsta verð ÓB er á stöðvunum við Fjarðarkaup í Hafnarfirði, Arnarsmára og Bæjarlind í Kópavogi og Hlíðarbraut Akureyri. Samstarf 16.12.2020 09:58
Fiskikóngurinn látinn taka vörur úr sölu: „Viljum við að þessar aldargömlu hefðir lognist útaf?“ Tveir fulltrúar heilbrigðiseftirlitsins heimsóttu Fiskikónginn í gær og skipuðu honum að taka nokkrar vörur úr sölu, þeirra á meðal harðfisk, hnoðmör, reyktan lunda og hákarl. Viðskipti innlent 16.12.2020 09:37
Bein útsending: Kynning fjármálastöðugleikanefndar Vefútsending í tilefni af yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar sem birt var í morgun hefst klukkan 10:00. Viðskipti innlent 16.12.2020 09:31
MacKenzie Scott látið fjóra milljarða dala af hendi rakna á fjórum mánuðum MacKenzie Scott, ein ríkasta kona heims, hefur látið rúmlega fjóra milljarða Bandaríkjadala af hendi rakna til fjölskylduhjálparstofnana og styrktarsjóða á síðustu fjórum mánuðum. Það samsvarar um 500 milljarða íslenskra króna. Viðskipti erlent 16.12.2020 08:46
Einkenni og afleiðingar fitufordóma á vinnustöðum Getur verið að þú haldir um margt fólk í ofþyngd að það séu hálfgerðir letingjar? Eða að viðkomandi sé ekkert rosalega klár? Ertu með yfirlýsingar um að fólk í ofþyngd sé með litla sjálfstjórn og almennt ekki hraust? Finnst þér fólk í ofþyngd minna spennandi í ásýnd og útliti? Atvinnulíf 16.12.2020 07:01
Uppsagnir 68 flugmanna Icelandair taka gildi um áramótin Uppsagnir tæplega sjötíu flugmanna hjá Icelandair taka gildi um áramótin og verða þær ekki dregnar til baka. Aðeins 71 flugmaður verður á launaskrá Icelandair frá og með 1. janúar næstkomandi. Þetta kemur fram í frétt túristi.is. Viðskipti innlent 15.12.2020 20:08
Landsréttur staðfestir frávísun milljarðakröfu Jóns Ásgeirs og Ingibjargar Landsréttur hefur staðfest niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur um að vísa frá milljarðakröfu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Ingibjargar Stefaníu Pálmadóttur og 365 miðla hf. gegn Sýn hf., forstjóra þess Heiðari Guðjónssyni og öllum stjórnarmönnum. Viðskipti innlent 15.12.2020 18:26
Þórhildur ráðin forstjóri Íslandspósts fyrst kvenna Þórhildur Ólöf Helgadóttir hefur verið ráðin í starf forstjóra Íslandspósts og hefur hún þegar tekið til starfa. Þórhildur er fyrsta konan til að gegna stöðu forstjóra Póstsins, að því er fram kemur í tilkynningu um ráðninguna frá Íslandspósti. Viðskipti innlent 15.12.2020 16:05
Kráaeigendur krossleggja fingur eftir fund með fulltrúum Svandísar og Þórólfs Eigendur öldurhús í miðbæ Reykjavíkur fagna því að þeim virðist sem fulltrúar heilbrigðisráðherra og sóttvarnalæknis hafi mögulega séð ljósið á fundi þeirra síðastliðinn föstudag. Viðskipti innlent 15.12.2020 10:01
Metmánuður á fasteignamarkaði í nágrenni höfuðborgarsvæðisins Enn virðist mikið líf vera á fasteignamarkaði þó að hápunktinum hafi líklegast verið náð í september þegar öll met í umfangi voru slegin varðandi fjöldi útgefinna kaupsamninga og veltu. Október og nóvember virðast hafa verið aðeins umsvifaminni á höfuðborgarsvæðinu. Viðskipti innlent 15.12.2020 07:22
Vigdís Eva staðgengill forstjóra Persónuverndar Frá og með 11. desember síðastliðnum er Vigdís Eva Líndal staðgengill forstjóra Persónuverndar. Vigdís Eva er þegar sviðsstjóri erlends samstarfs og fræðslu hjá persónuvernd. Viðskipti innlent 14.12.2020 17:52
Stockmann selur húsnæði sitt í Helsinki Finnski verslunarrisinn Stockmann hefur ákveðið að selja fjölda fasteigna sinna, þar á meðal þá sem hýsir flaggskipið í miðborg Helsinki, í tilraun til að bæta fjárhagsstöðu félagsins. Viðskipti erlent 14.12.2020 14:19
Má greiða 6,7 milljóna skuld með 149 stólum Bitter ehf., rekstraraðila verslunarinnar Parka, er heimilt að greiða andvirði 6,7 milljóna króna skuldar, sem rekja má til stólakaupa Skelfiskmarkaðarins, með því að skila umræddum stólum til þrotabús veitingastaðarins. Viðskipti innlent 14.12.2020 14:12