Viðskipti

Fær sér stundum Coco Puffs í desert eftir Cheeriosið

Hildur Árnadóttir stjórnarmaður og ráðgjafi fær sér stundum Coco Puffs í desert eftir Cheeriosið á morgnana. Hún segir aðventuna frekar rólega í ár vegna Covid en í vinnunni tókst í vikunni að undirrita samkomulag um sameiningu félaga þannig að úr verður eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins. Markmið sameiningarinnar er að vera tilbúin þegar öflug viðspyrna hefst og ferðamenn fara að flykkjast til landsins á ný. 

Atvinnulíf

Harpa og Isavia fá ríkis­að­stoð

ESA, eftirlitsstofnun EFTA, samþykkti í dag ríkisaðstoð Íslands til Hörpu og Isavia vegna tjóns af völdum kórónuveirufaraldursins. Harpa mun fá beinan 400 milljón króna styrk en tjón Isavia verður bætt með auknu hlutafé.

Viðskipti innlent

KPMG kaupir CIRCULAR Solutions

KPMG hefur gengið frá kaupum á ráðgjafarfyrirtækinu CIRCULAR Solutions, sem veitir þjónustu á sviði sjálfbærni og sjálfbærra fjármála. CIRCULAR Solutions hóf starfsemi í byrjun árs 2018 og er ætlað að gera KPMG leiðandi fyrirtæki á Íslandi í ráðgjöf og þjónustu á sviði sjálfbærni.

Viðskipti innlent

Jón Viggó ráðinn fram­kvæmda­stjóri SORPU

Stjórn SORPU bs. hefur ákveðið að ráða Jón Viggó Gunnarsson í starf framkvæmdastjóra. Jón Viggó tekur við starfinu á fyrsta degi nýs árs af Helga Þór Ingasyni, sem var tímabundið ráðinn framkvæmdastjóri SORPU í febrúar. Jón Viggó var valinn úr hópi 32 umsækjenda.

Viðskipti innlent

Starfsframinn: Að vinna eins og forstjóri

Það er oft sagt að vinnuveitendur falist sérstaklega eftir starfsfólki sem kann að sýna gott frumkvæði í starfi. Enda ekki nema von. Starfsmaður sem sýnir dugnað, afkastagetu og frumkvæði er oftast starfsmaður sem stjórnandi þarf lítið að hafa áhyggjur eða afskipti af. Sem aftur gerir viðkomandi að eftirsóttum starfsmanni. Og hver vill ekki teljast eftirsóttur starfsmaður?

Atvinnulíf

Sænskur banki semur við Meniga

Íslenska fjártæknifyrirtækið Meniga hefur samið við sænsku bankasamsteypuna Swedbank og eru lausnir Meniga nú aðgengilegar öllum viðskiptavinum bankans í Svíþjóð, Eistlandi, Lettlandi og Litháen.

Viðskipti innlent

Segir best að varast dellur og tískustrauma

Þórarinn Ævarsson segir pítsuna hafa verið mikinn áhrifavald í sínu lífi og að hún hafi verið órjúfanlegur hluti af starfsævi hans; fyrst hjá Dominos, síðan Ikea og nú hjá Spaðanum, pítsustað sem Þórarinn stofnaði árið 2019.

Viðskipti innlent

Gjaldþrot Bílanausts nam 855 milljónum króna

Skiptum á þrotabúi Bílanausts er lokið og námu samanlagðar kröfur í búið 855 milljónum króna. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu. Um 260 milljónir króna fengust greiddar upp í veð- og haldsréttarkröfur sem námu rúmlega 500 milljónum króna.

Viðskipti innlent

Lands­bankinn með þriðjungs­hlut í Kea­hótelum eftir endur­skipu­lagningu

Samkomulag hefur náðst um endurskipulagningu Keahótela sem er sagt tryggja félaginu stöðugan rekstrargrundvöll til ársins 2022. Í samkomulaginu felst að hluta skulda hefur verið breytt í hlutafé, að Landsbankinn eigi nú þriðjungs hlut í félaginu, og að núverandi eigendahópur hafi komið með nýtt fé inn í reksturinn. Þá hafi leigusalar gert samkomulag um veltutengdar leigugreiðslur, sem eru þó með ákveðnu lágmarksgólfi.

Viðskipti innlent

Einkenni og afleiðingar fitufordóma á vinnustöðum

Getur verið að þú haldir um margt fólk í ofþyngd að það séu hálfgerðir letingjar? Eða að viðkomandi sé ekkert rosalega klár? Ertu með yfirlýsingar um að fólk í ofþyngd sé með litla sjálfstjórn og almennt ekki hraust? Finnst þér fólk í ofþyngd minna spennandi í ásýnd og útliti? 

Atvinnulíf