Stjórnarandstæðingar vilja skoða viðskiptaþvinganir 4. júní 2004 00:01 Formenn Samfylkingar og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs mæltust til þess að íslensk stjórnvöld beittu sér fyrir því á alþjóðavettvangi að skoðaður yrði sá möguleiki að beita Ísraela viðskiptaþvingunum. Með því mætti freista þess að koma á friði í Miðausturlöndum. "Það er fátt sem ógnar heimsfriðnum jafn mikið og átökin fyrir botni Miðjarðarhafs," sagði Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingar, þegar hann hóf utandagskrárumræðu um málið. Hann gagnrýndi Ísraela fyrir hörku sína og sagði George W. Bush Bandaríkjaforseta hafa hellt olíu á eldinn með því að veita Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, heimild til að ganga enn lengra en Ísraelar hefðu þegar gert. Hann klikkti út með því að spyrja utanríkisráðherra hvort íslensk stjórnvöld væru reiðubúin að beita sér fyrir því að Ísraelar yrðu beittir viðskiptaþvingunum og því jafnvel hótað að segja upp stjórnmálasambandi við þá. "Ég tel ekki að efnahagsþvinganir séu það úrræði sem dugi í þessu máli," sagði Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra og taldi að slíkar aðgerðir kynnu fyrst og fremst að bitna á Palestínumönnum. Hann sagði einnig líklegt að þau ríki sem segðu upp stjórnmálasambandi við Ísrael gerðu ekki annað en að missa öll áhrif á framgang mála. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, sagði ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs skelfilegra en nokkru sinni fyrr. "Ég tel miklu meira en tímabært að taka til íhugunar sértækar viðskiptaþrýstiaðgerðir," sagði hann og tiltók bann við fjárfestingum og vopnasölu til Ísraels sem leiðir sem mætti fara. Sólveig Pétursdóttir, formaður utanríkismálanefndar, sagði óbreytta borgara úr beggja röðum líða fyrir átökin og að þjóðir heims yrðu að aðhafast. Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, fordæmdi hernaðaraðgerðir Ísraela í Rafah-flóttamannabúðunum. "Þessi aðgerð var hreinn og klár stríðsglæpur," sagði hann. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Sjá meira
Formenn Samfylkingar og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs mæltust til þess að íslensk stjórnvöld beittu sér fyrir því á alþjóðavettvangi að skoðaður yrði sá möguleiki að beita Ísraela viðskiptaþvingunum. Með því mætti freista þess að koma á friði í Miðausturlöndum. "Það er fátt sem ógnar heimsfriðnum jafn mikið og átökin fyrir botni Miðjarðarhafs," sagði Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingar, þegar hann hóf utandagskrárumræðu um málið. Hann gagnrýndi Ísraela fyrir hörku sína og sagði George W. Bush Bandaríkjaforseta hafa hellt olíu á eldinn með því að veita Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, heimild til að ganga enn lengra en Ísraelar hefðu þegar gert. Hann klikkti út með því að spyrja utanríkisráðherra hvort íslensk stjórnvöld væru reiðubúin að beita sér fyrir því að Ísraelar yrðu beittir viðskiptaþvingunum og því jafnvel hótað að segja upp stjórnmálasambandi við þá. "Ég tel ekki að efnahagsþvinganir séu það úrræði sem dugi í þessu máli," sagði Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra og taldi að slíkar aðgerðir kynnu fyrst og fremst að bitna á Palestínumönnum. Hann sagði einnig líklegt að þau ríki sem segðu upp stjórnmálasambandi við Ísrael gerðu ekki annað en að missa öll áhrif á framgang mála. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, sagði ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs skelfilegra en nokkru sinni fyrr. "Ég tel miklu meira en tímabært að taka til íhugunar sértækar viðskiptaþrýstiaðgerðir," sagði hann og tiltók bann við fjárfestingum og vopnasölu til Ísraels sem leiðir sem mætti fara. Sólveig Pétursdóttir, formaður utanríkismálanefndar, sagði óbreytta borgara úr beggja röðum líða fyrir átökin og að þjóðir heims yrðu að aðhafast. Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, fordæmdi hernaðaraðgerðir Ísraela í Rafah-flóttamannabúðunum. "Þessi aðgerð var hreinn og klár stríðsglæpur," sagði hann.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Sjá meira