Lífið

Heldur flugum úti

Frábær lausn til að halda flugum og öðrum óværum úr húsinu er komin á markaðinn. Um er að ræða sérsaumuð þunn net sem límd eru í gluggga með frönskum rennilás. Netin eru þægileg í notkun og aðeins þarf að líma 13 mm kant umhverfis gluggann til að festa netið. Kantarnir eru fáanlegir í fjórum litum; svörtu, hvítu, gráu og brúnu, eftir því hvað fellur best við gluggann. Sjálft netið er í svörtum lit en er þó talsvert gegnsætt þegar búið er að koma því fyrir. Þetta er góð vörn til dæmis við geitungum eða óboðnum köttum sem vilja læðast inn á heimilin. Sérstakar nethurðir eru einnig fáanlegar á svalahurðir. Pantað er eftir málum en netin eru saumuð í Ástralíu. Verðið er frá 3.000 kr en hurðirnar kosta um það bil 20.000 kr. Afgreiðslutími er 10-14 dagar og pantanir sendast [email protected] eða [email protected].





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.