Lóa og saxófónninn 14. júní 2004 00:01 Freyr Bjarnason fjallar um Michael Pollock og plötu hans World Citizen Michael Pollock, fyrrum Utangarðsmaður, virðist vera í miklu stuði um þessar mundir því World Citizen er önnur af tveimur plötum sem hann gaf út á dögunum. Hér er hann einn á ferð og að mestu á rólegu trúbadornótunum, kyrkjandi söngva með sinni sérstöku röddu. Af og til breytir hann þó út af vananum og fer út í hrátt rokk, eins og í lögunum Squeeze, Desert/Dream Vision og titillaginu World Citizen. Áhrifa frá gömlum hetjum á borð við Bob Dylan og Neil Young gætir víða á plötunni og sérstaklega virðist Young vera Pollock hugleikinn. Pollock hittir mun betur í mark með kassagítarinn í hendi. Þar eru bestu lög Great Spirit, Lost & Found og Dreaming. Ekki má heldur gleyma enskri útgáfu hans á gamla Megasarlaginu Lóa Lóa þar sem saxófónninn fær að njóta sín á skemmtilegan hátt. Rolling Stones-lagið No Expectations kemur einnig vel út í flutningi Pollocks. Plötunni lýkur síðan með kórsöng á trúarlegu nótunum, sem er fínn endahnykkur á ágætis plötu. Textar Pollocks fjalla að mestu um ástina og trúna auk þess sem deilt er á stríðsrekstur. Gæti plötutitillinn alveg eins vísað í þau átök sem nú eiga sér stað í Írak. Pollock er heimsborgari og þegar komið er illa fram við aðra í heiminum þjáist hann með þeim. Tónlist Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Freyr Bjarnason fjallar um Michael Pollock og plötu hans World Citizen Michael Pollock, fyrrum Utangarðsmaður, virðist vera í miklu stuði um þessar mundir því World Citizen er önnur af tveimur plötum sem hann gaf út á dögunum. Hér er hann einn á ferð og að mestu á rólegu trúbadornótunum, kyrkjandi söngva með sinni sérstöku röddu. Af og til breytir hann þó út af vananum og fer út í hrátt rokk, eins og í lögunum Squeeze, Desert/Dream Vision og titillaginu World Citizen. Áhrifa frá gömlum hetjum á borð við Bob Dylan og Neil Young gætir víða á plötunni og sérstaklega virðist Young vera Pollock hugleikinn. Pollock hittir mun betur í mark með kassagítarinn í hendi. Þar eru bestu lög Great Spirit, Lost & Found og Dreaming. Ekki má heldur gleyma enskri útgáfu hans á gamla Megasarlaginu Lóa Lóa þar sem saxófónninn fær að njóta sín á skemmtilegan hátt. Rolling Stones-lagið No Expectations kemur einnig vel út í flutningi Pollocks. Plötunni lýkur síðan með kórsöng á trúarlegu nótunum, sem er fínn endahnykkur á ágætis plötu. Textar Pollocks fjalla að mestu um ástina og trúna auk þess sem deilt er á stríðsrekstur. Gæti plötutitillinn alveg eins vísað í þau átök sem nú eiga sér stað í Írak. Pollock er heimsborgari og þegar komið er illa fram við aðra í heiminum þjáist hann með þeim.
Tónlist Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira