Ryk að setjast eftir synjunina 21. júní 2004 00:01 Nú er rykið aðeins farið að setjast eftir að forsetinn ákvað að staðfesta ekki fjölmiðlalögin. Forsætisráðherrann búinn að átta sig á því að halda verður þjóðaratkvæðagreiðslu, búið að skipa nefnd og búið að kalla saman þing. Svo er líka farið að huga að því að afnema ákvæðið um synjunarvald eða málskotsrétt (hvort sem menn kjósa að kalla ákvæði stjórnarskrárinnar) svona rétt eins og Þjóðhagsstofnun var lögð niður þegar mönnum þóknaðist ekki það sem þaðan kom. Munurinn á því tvennu er þó sá að ef breyta á stjórnarskránni þá verður það ekki gert nema að tvö þing samþykki þ.e. það verða að vera kosningar í millitíðinni og þá gefst kjósendum kostur á að ráðstafa atkvæði sínu eftir því hvaða skoðun frambjóðendur og/eða flokkar hafa í þeim efnum. Hvort sem menn munu svo láta það hafa áhrif á sig eður ei ef til þess kemur. Skoðanir eru eðlilega skiptar um það hvort ákvörðun forsetans hafi verið rétt. Sumir vilja snúa út úr í þessum efnum sem öðrum og spyrja hvort forsetinn ætli næst að neita að samþykkja fjárlög. Aðrir vitna til EES samningsins og Kárahnjúka og segja ýmist að eðlilegra hefði verið að neita þeim lögum staðfestingar eða segja að nú sé einmitt hið rétta tækifæri til að nota þetta ákvæði, en ekki hefði átt að nota það í hinum tilvikunum. Ein kona segir að hún hafi verið andsnúin gagnagrunnslögunum en sér hafi hins vegar ekki dottið í hug að bera eld að Alþingi heldur hafi hún sagt sig úr gagnagrunninum. Ég sagði mig líka úr gagnagrunninum, ekki vegna þess að ég sé á móti vísindum og listum heldur vegna þess að tekin voru af mér ráðin um hvernig nota skyldi upplýsingar sem koma mér og lækninum mínum einum við. Mér er hins vegar alveg ómögulegt að skilja samlíkinguna á því að forsetinn staðfesti ekki fjölmiðlalögin og því að bera eld að Alþingi. Gagnagrunnslögin voru sett vegna þess að vinur forsætisráðherrans hafði stofnað fyrirtæki sem átti að verða einstakt í veröldinni held ég. Þá var aðferðin við að taka málfrelsið af þeim sem voru andsnúnir lögunum sú að segja að þeir sem væru þeirrar skoðunar kæmu í veg fyrir að fundin yrðu upp lyf sem hjálpaðu sjúkum. Núna lét fólk ekki segjast, blæs á að það sé sérstakir talsmenn auðhringa og hvort sem "establishmentinu" líkar betur eða verr þá virðist þorri fólks vera sáttur við, ef ekki jafnvel ánægður með að fá að segja sitt um fjölmiðlalögin. Mogginn kallar það andóf sem átti sér stað "hávaða" og þeir á þeim bæ eru voða fegnir því að hann er nú um garð genginn. Mogginn er líka voða feginn því að það sem hann kallar venjulegt fólk skrifi greinar í blöð og segir það vísbendingu um nú sé fólki nóg boðið og vitnar í vel valdar greinar máli sínu til stuðnings. Mogginn segir nefnilega að yfirleitt séu það svokallaðir álitsgjafar, sem mér virðist honum ekki þykja ýkja fínt fólk, sem þeki síður blaðanna með skrifum sínum. Mér fannst þetta eiginlega meira en skondið því ég held að ritstjórn Morgunblaðsins sé elsti og ráðsettasti álitsgjafi landsins þó hann heiti bara Morgunblaðið en ekki mannsnafni eins og aðrir Íslendingar. Mér fannst þetta eiginlegra ennþá skemmtilegara vegna þess að ráðsetti álitsgjafinn skrifar gjarnan í nafni okkar allra og segir að Íslendingar vilji hitt og þetta eða séu á móti hinu og þessu. Íslendingar vilja t.d. ekki ganga í Evrópusambandið og Íslendingar vilja ekki að stór íslensk fyrirtæki fjárfesti á Íslandi, þau eiga að fjárfesta í útlöndum eða bara helst að fara á hausinn finnst mér stundum. Þetta gengur ekki alveg upp í kollinum á mér því mig minnir að við höfum alltaf verið að leita að einhverjum sem vilja fjárfesta á Íslandi. Kannast ekki fleiri en ég við það? Ég er nefnilega þeirrar skoðunar að með almennum reglum um viðskiptaumhverfi megi koma í veg fyrir að menn misnoti aðstöðu sína hvort heldur er á matvörumarkaði eða fjölmiðlamarkaði, en þeir sem hafa verið vanir því að hafa alls staðar tögl og hagldir vilja ekki láta í minni pokann. Eldri strákarnir í fótboltanum vilja ekki yngri stráka úr öðrum hverfum inn á sinn völl og þess vegna breyta þeir bara reglunum þegar þeim tekst ekki lengur að hafa völlinn fyrir sig með því einu að yggla sig, svo maður tali nú ekki um kvennafótbolta hann hefur nú alltaf þótt frekar óspennandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Nú er rykið aðeins farið að setjast eftir að forsetinn ákvað að staðfesta ekki fjölmiðlalögin. Forsætisráðherrann búinn að átta sig á því að halda verður þjóðaratkvæðagreiðslu, búið að skipa nefnd og búið að kalla saman þing. Svo er líka farið að huga að því að afnema ákvæðið um synjunarvald eða málskotsrétt (hvort sem menn kjósa að kalla ákvæði stjórnarskrárinnar) svona rétt eins og Þjóðhagsstofnun var lögð niður þegar mönnum þóknaðist ekki það sem þaðan kom. Munurinn á því tvennu er þó sá að ef breyta á stjórnarskránni þá verður það ekki gert nema að tvö þing samþykki þ.e. það verða að vera kosningar í millitíðinni og þá gefst kjósendum kostur á að ráðstafa atkvæði sínu eftir því hvaða skoðun frambjóðendur og/eða flokkar hafa í þeim efnum. Hvort sem menn munu svo láta það hafa áhrif á sig eður ei ef til þess kemur. Skoðanir eru eðlilega skiptar um það hvort ákvörðun forsetans hafi verið rétt. Sumir vilja snúa út úr í þessum efnum sem öðrum og spyrja hvort forsetinn ætli næst að neita að samþykkja fjárlög. Aðrir vitna til EES samningsins og Kárahnjúka og segja ýmist að eðlilegra hefði verið að neita þeim lögum staðfestingar eða segja að nú sé einmitt hið rétta tækifæri til að nota þetta ákvæði, en ekki hefði átt að nota það í hinum tilvikunum. Ein kona segir að hún hafi verið andsnúin gagnagrunnslögunum en sér hafi hins vegar ekki dottið í hug að bera eld að Alþingi heldur hafi hún sagt sig úr gagnagrunninum. Ég sagði mig líka úr gagnagrunninum, ekki vegna þess að ég sé á móti vísindum og listum heldur vegna þess að tekin voru af mér ráðin um hvernig nota skyldi upplýsingar sem koma mér og lækninum mínum einum við. Mér er hins vegar alveg ómögulegt að skilja samlíkinguna á því að forsetinn staðfesti ekki fjölmiðlalögin og því að bera eld að Alþingi. Gagnagrunnslögin voru sett vegna þess að vinur forsætisráðherrans hafði stofnað fyrirtæki sem átti að verða einstakt í veröldinni held ég. Þá var aðferðin við að taka málfrelsið af þeim sem voru andsnúnir lögunum sú að segja að þeir sem væru þeirrar skoðunar kæmu í veg fyrir að fundin yrðu upp lyf sem hjálpaðu sjúkum. Núna lét fólk ekki segjast, blæs á að það sé sérstakir talsmenn auðhringa og hvort sem "establishmentinu" líkar betur eða verr þá virðist þorri fólks vera sáttur við, ef ekki jafnvel ánægður með að fá að segja sitt um fjölmiðlalögin. Mogginn kallar það andóf sem átti sér stað "hávaða" og þeir á þeim bæ eru voða fegnir því að hann er nú um garð genginn. Mogginn er líka voða feginn því að það sem hann kallar venjulegt fólk skrifi greinar í blöð og segir það vísbendingu um nú sé fólki nóg boðið og vitnar í vel valdar greinar máli sínu til stuðnings. Mogginn segir nefnilega að yfirleitt séu það svokallaðir álitsgjafar, sem mér virðist honum ekki þykja ýkja fínt fólk, sem þeki síður blaðanna með skrifum sínum. Mér fannst þetta eiginlega meira en skondið því ég held að ritstjórn Morgunblaðsins sé elsti og ráðsettasti álitsgjafi landsins þó hann heiti bara Morgunblaðið en ekki mannsnafni eins og aðrir Íslendingar. Mér fannst þetta eiginlegra ennþá skemmtilegara vegna þess að ráðsetti álitsgjafinn skrifar gjarnan í nafni okkar allra og segir að Íslendingar vilji hitt og þetta eða séu á móti hinu og þessu. Íslendingar vilja t.d. ekki ganga í Evrópusambandið og Íslendingar vilja ekki að stór íslensk fyrirtæki fjárfesti á Íslandi, þau eiga að fjárfesta í útlöndum eða bara helst að fara á hausinn finnst mér stundum. Þetta gengur ekki alveg upp í kollinum á mér því mig minnir að við höfum alltaf verið að leita að einhverjum sem vilja fjárfesta á Íslandi. Kannast ekki fleiri en ég við það? Ég er nefnilega þeirrar skoðunar að með almennum reglum um viðskiptaumhverfi megi koma í veg fyrir að menn misnoti aðstöðu sína hvort heldur er á matvörumarkaði eða fjölmiðlamarkaði, en þeir sem hafa verið vanir því að hafa alls staðar tögl og hagldir vilja ekki láta í minni pokann. Eldri strákarnir í fótboltanum vilja ekki yngri stráka úr öðrum hverfum inn á sinn völl og þess vegna breyta þeir bara reglunum þegar þeim tekst ekki lengur að hafa völlinn fyrir sig með því einu að yggla sig, svo maður tali nú ekki um kvennafótbolta hann hefur nú alltaf þótt frekar óspennandi.