Forseta Íslands komið í klípu 7. júlí 2004 00:01 Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna sagði á Alþingi í gær að ríkisstjórnin væri að reyna að koma forsetanum í klípu með því að leggja fram í sama frumvarpi breytingu á fjölmiðlalögum og afnám laganna sem forsetinn hafði synjað. Ef forsetinn neitaði nýja fjölmiðlalögunum staðfestingar væri hann að synja því að fyrri lögin yrðu felld úr gildi og þar með að neita þjóðinni um rétt til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið Fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar og frumvarp stjórnarandstöðunnar um lög um þjóðaratkvæðagreiðslu voru afgreidd til allsherjarnefndar að lokinni fyrstu umræðu um málin á Alþingi í gær. Þingmenn stjórnarandstöðunnar sátu hjá í atkvæðagreiðslu um fjölmiðlafrumvarpið á þeim forsendum að þeir teldu málið ekki þinglegt því um sama mál væri að ræða og afgreitt hefði verið frá Alþingi í vor. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, lagði fjölmiðlafrumvarpið fram í fjarveru Davíðs Oddssonar, sem staddur var í Bandaríkjunum. Fyrir hönd stjórnarandstöðunnar tóku einungis formenn flokkanna til máls um fjölmiðlafrumvarpið og Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, var sá eini sem hélt ræðu um frumvarp stjórnarandstöðunnar um þjóðaratkvæðagreiðslu. Umræðurnar voru heitastar í upphafi þingsins er Halldór Blöndal, forseti Alþingis, las upp úrskurð sinn um að fjölmiðlafrumvarpið væri þinglegt. Stjórnarandstaðan lýsti sig ósammála úrskurðinum. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna sagði að fjölmiðlafrumvarpið fæli í sér "fyrirætlan um að fara á svig við stjórnarskrána, að hafa af þjóðinni stjórnarskrárbundinn rétt til að kjósa um lagafrumvarp sem forseti hefur synjað staðfestingar og þar með fært staðfestingarvaldið yfir til þjóðarinnar." Hann sagði orðalag 26. greinar stjórnarskrárinnar afdráttarlaust. Geir H. Haarde fjármálaráðherra sagði í ræðu sinni um störf þingsins að fjölmiðlafrumvarpið muni koma í veg fyrir að halda þurfi þjóðaratkvæðagreiðslu. "Það frumvarp sem nú hefur verið sett á dagskrá verður til þess að afstýra, ef það verður samþykkt, því að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla á grundvelli 26. greinar stjórnarskrárinnar í skugga fullkominnar réttaróvissu um form atkvæðagreiðslunnar sjálfrar," sagði Geir. Boðað verður til þingfundar að nýju þegar fjölmiðlafrumvarpið hefur verið afgreitt úr allsherjarnefnd. Að sögn Bjarna Bendediktssonar, formanns nefndarinnar, er ekki ljóst á þessu stigi hvenær það verður, en nefndin mun hittast kl. 10.30 í dag. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna sagði á Alþingi í gær að ríkisstjórnin væri að reyna að koma forsetanum í klípu með því að leggja fram í sama frumvarpi breytingu á fjölmiðlalögum og afnám laganna sem forsetinn hafði synjað. Ef forsetinn neitaði nýja fjölmiðlalögunum staðfestingar væri hann að synja því að fyrri lögin yrðu felld úr gildi og þar með að neita þjóðinni um rétt til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið Fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar og frumvarp stjórnarandstöðunnar um lög um þjóðaratkvæðagreiðslu voru afgreidd til allsherjarnefndar að lokinni fyrstu umræðu um málin á Alþingi í gær. Þingmenn stjórnarandstöðunnar sátu hjá í atkvæðagreiðslu um fjölmiðlafrumvarpið á þeim forsendum að þeir teldu málið ekki þinglegt því um sama mál væri að ræða og afgreitt hefði verið frá Alþingi í vor. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, lagði fjölmiðlafrumvarpið fram í fjarveru Davíðs Oddssonar, sem staddur var í Bandaríkjunum. Fyrir hönd stjórnarandstöðunnar tóku einungis formenn flokkanna til máls um fjölmiðlafrumvarpið og Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, var sá eini sem hélt ræðu um frumvarp stjórnarandstöðunnar um þjóðaratkvæðagreiðslu. Umræðurnar voru heitastar í upphafi þingsins er Halldór Blöndal, forseti Alþingis, las upp úrskurð sinn um að fjölmiðlafrumvarpið væri þinglegt. Stjórnarandstaðan lýsti sig ósammála úrskurðinum. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna sagði að fjölmiðlafrumvarpið fæli í sér "fyrirætlan um að fara á svig við stjórnarskrána, að hafa af þjóðinni stjórnarskrárbundinn rétt til að kjósa um lagafrumvarp sem forseti hefur synjað staðfestingar og þar með fært staðfestingarvaldið yfir til þjóðarinnar." Hann sagði orðalag 26. greinar stjórnarskrárinnar afdráttarlaust. Geir H. Haarde fjármálaráðherra sagði í ræðu sinni um störf þingsins að fjölmiðlafrumvarpið muni koma í veg fyrir að halda þurfi þjóðaratkvæðagreiðslu. "Það frumvarp sem nú hefur verið sett á dagskrá verður til þess að afstýra, ef það verður samþykkt, því að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla á grundvelli 26. greinar stjórnarskrárinnar í skugga fullkominnar réttaróvissu um form atkvæðagreiðslunnar sjálfrar," sagði Geir. Boðað verður til þingfundar að nýju þegar fjölmiðlafrumvarpið hefur verið afgreitt úr allsherjarnefnd. Að sögn Bjarna Bendediktssonar, formanns nefndarinnar, er ekki ljóst á þessu stigi hvenær það verður, en nefndin mun hittast kl. 10.30 í dag.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira