Verða að fara fyrir þjóðina 13. október 2005 14:24 Dögg Pálsdóttir hæstaréttalögmaður segir að Alþingi geti hvorki fellt fjölmiðlalögin úr gildi né sett ný. Lögin verði að fara fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. Mikill ágreiningur er á milli nokkurra lögfróðustu manna landsins um það hvort ríkisstjórninni sé heimilt, samkvæmt stjórnarskrá, að leggja fram nýtt fjölmiðlafrumvarp um leið og fjölmiðlalögin sem forseti Íslands vísaði til þjóðarinnar eru felld úr gildi. Í grófum dráttum má skipta álitum þessara lögfræðinga í þrennt: Hæstaréttarlögmennirnir Dögg Pálsdóttir og Hróbjartur Jónatansson telja að ekki megi undir nokkrum kringumstæðum hætta við þjóðaratkvæðagreiðslu. 26. grein stjórnarskrárinnar kveði skýrt á um það. Dögg vísar m.a. í bók Ólafs Jóhannessonar, Stjórnskipun Íslands, þar sem segir að þegar Alþingi hafi einu sinni samþykkt lagafrumvarp sé það úr höndum þingsins og sé óafturkallanlegt. Jón Steinar Gunnlaugsson lagaprófessor er því ósammála og telur að Alþingi sé ávallt heimilt að fella lög úr gildi og setja ný. Það sé nú í fyrsta skipti í meira en hálfa öld farið að tala um forseta Íslands sem virkan handhafa í meðferð löggjafarvalds en það hafi aldrei verið gildandi réttur á Íslandi. Þriðji hópur lögspekinga fer síðan bil beggja og telur að Alþingi sé aðeins heimilt að fella fjölmiðlalögin úr gildi - og komast þannig hjá þjóðaratkvæðagreiðslu - en ekki að setja ný lög í staðinn eins og ríkisstjórnin hyggst gera. Ný lög megi aðeins setja eftir vandaða og ítarlegri umræðu. Þetta álit hafa m.a. prófessorarnir Eiríkur Tómasson og Sigurður Líndal. Sigurður segir að hafa verði í huga þegar lögfræðingar gefa ólík álit að margir þeirra vinni fyrir ríkisvaldið og að skoða verði álit þeirra í því ljósi. Allsherjarnefnd fær fleiri lögfræðinga á sinn fund í dag. Þá koma fyrir nefndina Þorkell Helgason, Jakob Möller, Jón Sveinsson og Kristinn Hallgrímsson. Hægt er að hlusta á brot úr viðtölum við Dögg Pálsdóttur og Jón Steinar Gunnlaugsson úr Íslandi í dag í gær með því að smella á hlekkinn sem fylgir fréttinni. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Fleiri fréttir Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sjá meira
Dögg Pálsdóttir hæstaréttalögmaður segir að Alþingi geti hvorki fellt fjölmiðlalögin úr gildi né sett ný. Lögin verði að fara fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. Mikill ágreiningur er á milli nokkurra lögfróðustu manna landsins um það hvort ríkisstjórninni sé heimilt, samkvæmt stjórnarskrá, að leggja fram nýtt fjölmiðlafrumvarp um leið og fjölmiðlalögin sem forseti Íslands vísaði til þjóðarinnar eru felld úr gildi. Í grófum dráttum má skipta álitum þessara lögfræðinga í þrennt: Hæstaréttarlögmennirnir Dögg Pálsdóttir og Hróbjartur Jónatansson telja að ekki megi undir nokkrum kringumstæðum hætta við þjóðaratkvæðagreiðslu. 26. grein stjórnarskrárinnar kveði skýrt á um það. Dögg vísar m.a. í bók Ólafs Jóhannessonar, Stjórnskipun Íslands, þar sem segir að þegar Alþingi hafi einu sinni samþykkt lagafrumvarp sé það úr höndum þingsins og sé óafturkallanlegt. Jón Steinar Gunnlaugsson lagaprófessor er því ósammála og telur að Alþingi sé ávallt heimilt að fella lög úr gildi og setja ný. Það sé nú í fyrsta skipti í meira en hálfa öld farið að tala um forseta Íslands sem virkan handhafa í meðferð löggjafarvalds en það hafi aldrei verið gildandi réttur á Íslandi. Þriðji hópur lögspekinga fer síðan bil beggja og telur að Alþingi sé aðeins heimilt að fella fjölmiðlalögin úr gildi - og komast þannig hjá þjóðaratkvæðagreiðslu - en ekki að setja ný lög í staðinn eins og ríkisstjórnin hyggst gera. Ný lög megi aðeins setja eftir vandaða og ítarlegri umræðu. Þetta álit hafa m.a. prófessorarnir Eiríkur Tómasson og Sigurður Líndal. Sigurður segir að hafa verði í huga þegar lögfræðingar gefa ólík álit að margir þeirra vinni fyrir ríkisvaldið og að skoða verði álit þeirra í því ljósi. Allsherjarnefnd fær fleiri lögfræðinga á sinn fund í dag. Þá koma fyrir nefndina Þorkell Helgason, Jakob Möller, Jón Sveinsson og Kristinn Hallgrímsson. Hægt er að hlusta á brot úr viðtölum við Dögg Pálsdóttur og Jón Steinar Gunnlaugsson úr Íslandi í dag í gær með því að smella á hlekkinn sem fylgir fréttinni.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Fleiri fréttir Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sjá meira