Stærsta kvikmynd Íslandssögunnar 23. júlí 2004 00:01 Leikarinn Gerard Butler hefur verið ráðinn til að leika aðalhlutverkið í kvikmyndinni Bjólfskviðu sem fer í tökur hér á landi þann 16. ágúst næstkomandi. Beowulf and Grendel, eins og kvikmyndin nefnist á ensku, er án efa langstærsta kvikmynd sem framleidd hefur verið hér á landi. Áætlaður kostnaður við myndina er 12,6 milljónir dollara en til samanburðar má geta þess að flestar íslenskar kvikmyndir kosta um 2 milljónir dollara. Það er Friðrik Þór Friðriksson sem framleiðir kvikmyndina ásamt breska fyrirtækinu Spice Factory og kanadíska fyrirtækinu The Film Works en áætlað er að um 300 manns starfi að kvikmyndinni. Breski leikarinn Gerard Butler á meðal annars að baki hlutverk í bíómyndunum Timeline og Lara Croft Tomb Raider: The Cradle of Life en í desember er væntanleg stór söngleikjamynd þar sem leikarinn er í aðalhlutverki. Myndin nefnist The Phantom of the Opera og byggir á hinum sívinsæla söngleik Andrew Lloyd Webber. Talið er líklegt að Gerard Butler skjótist upp á stjörnuhimininn eftir The Phantom of the Opera en myndin, sem er í leikstjórn Joels Schumacher, meðal annars þekktur fyrir 8MM, Batman & Robin og The Client, er aðaljólamyndin í ár og með Gerard Butler í broddi fylkingar ætti stórmyndin að greiða leiðina fyrir Bjólfskviðu. Íslenski leikarinn Ingvar E. Sigurðsson hefur einnig verið ráðinn til að fara með stórt hlutverk í Bjólfskviðu ásamt hinni 25 ára gömlu Söruh Polley sem fer með stærsta kvenhlutverkið í myndinni. Sarah Polley er kanadísk leikkona sem á, þrátt fyrir ungan aldur, yfir 40 kvikmyndir að baki enda hóf hún feril sinn aðeins sex ára gömul. Kvikmyndin er byggð á Bjólfskviðu sem er fornenskt kvæði sem er talið hafa varðveist frá fyrri hluta 8. aldar. Kvæðið er meðal annars talið hafa verið innblástur fyrir J.R. Tolkien að Hringadróttinssögu. Það er greinilegt að Íslendingar eru með puttann á púlsinum þessa dagana því Hollywood-gengið hjá Warner Bros-kvikmyndum hafa gefið út að þeir séu einnig að stefna á kvikmynd byggða á Bjólfskviðu. Íslendingar verða þó fyrri til að búa til kvikmynd upp úr þessu forna enska kvæði en tæpir þrír mánuðir eru áætlaðir í tökur nú á haustmánuðum og áætluð frumsýning er á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 2005. Tökur á Bjólfskviðu fara aðallega fram í Vík í Mýrdal og Höfn í Hornafirði og ef allt fer að óskum stefnir í að Bjólfskviða verði ein stærsta Íslandskynning sem um hefur getið. Því þó að Bjólfskviða sé skotin á ensku og framleidd með alþjóðlegu fjármagni verður öll kvikmyndin tekin hér á landi og verður íslensk náttúra, landslag og saga í aðalhlutverki væntanlegrar stórmyndar. Leikstjóri kvikmyndarinnar, Sturla Gunnarsson, er jafnframt íslenskur en Sturla flutti til Kanada aðeins fimm ára gamall og hefur starfað alla sína ævi í Norður-Ameríku og Kanada en þar hefur hann leikstýrt fjöldamörgum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Leikarinn Gerard Butler hefur verið ráðinn til að leika aðalhlutverkið í kvikmyndinni Bjólfskviðu sem fer í tökur hér á landi þann 16. ágúst næstkomandi. Beowulf and Grendel, eins og kvikmyndin nefnist á ensku, er án efa langstærsta kvikmynd sem framleidd hefur verið hér á landi. Áætlaður kostnaður við myndina er 12,6 milljónir dollara en til samanburðar má geta þess að flestar íslenskar kvikmyndir kosta um 2 milljónir dollara. Það er Friðrik Þór Friðriksson sem framleiðir kvikmyndina ásamt breska fyrirtækinu Spice Factory og kanadíska fyrirtækinu The Film Works en áætlað er að um 300 manns starfi að kvikmyndinni. Breski leikarinn Gerard Butler á meðal annars að baki hlutverk í bíómyndunum Timeline og Lara Croft Tomb Raider: The Cradle of Life en í desember er væntanleg stór söngleikjamynd þar sem leikarinn er í aðalhlutverki. Myndin nefnist The Phantom of the Opera og byggir á hinum sívinsæla söngleik Andrew Lloyd Webber. Talið er líklegt að Gerard Butler skjótist upp á stjörnuhimininn eftir The Phantom of the Opera en myndin, sem er í leikstjórn Joels Schumacher, meðal annars þekktur fyrir 8MM, Batman & Robin og The Client, er aðaljólamyndin í ár og með Gerard Butler í broddi fylkingar ætti stórmyndin að greiða leiðina fyrir Bjólfskviðu. Íslenski leikarinn Ingvar E. Sigurðsson hefur einnig verið ráðinn til að fara með stórt hlutverk í Bjólfskviðu ásamt hinni 25 ára gömlu Söruh Polley sem fer með stærsta kvenhlutverkið í myndinni. Sarah Polley er kanadísk leikkona sem á, þrátt fyrir ungan aldur, yfir 40 kvikmyndir að baki enda hóf hún feril sinn aðeins sex ára gömul. Kvikmyndin er byggð á Bjólfskviðu sem er fornenskt kvæði sem er talið hafa varðveist frá fyrri hluta 8. aldar. Kvæðið er meðal annars talið hafa verið innblástur fyrir J.R. Tolkien að Hringadróttinssögu. Það er greinilegt að Íslendingar eru með puttann á púlsinum þessa dagana því Hollywood-gengið hjá Warner Bros-kvikmyndum hafa gefið út að þeir séu einnig að stefna á kvikmynd byggða á Bjólfskviðu. Íslendingar verða þó fyrri til að búa til kvikmynd upp úr þessu forna enska kvæði en tæpir þrír mánuðir eru áætlaðir í tökur nú á haustmánuðum og áætluð frumsýning er á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 2005. Tökur á Bjólfskviðu fara aðallega fram í Vík í Mýrdal og Höfn í Hornafirði og ef allt fer að óskum stefnir í að Bjólfskviða verði ein stærsta Íslandskynning sem um hefur getið. Því þó að Bjólfskviða sé skotin á ensku og framleidd með alþjóðlegu fjármagni verður öll kvikmyndin tekin hér á landi og verður íslensk náttúra, landslag og saga í aðalhlutverki væntanlegrar stórmyndar. Leikstjóri kvikmyndarinnar, Sturla Gunnarsson, er jafnframt íslenskur en Sturla flutti til Kanada aðeins fimm ára gamall og hefur starfað alla sína ævi í Norður-Ameríku og Kanada en þar hefur hann leikstýrt fjöldamörgum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum.
Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira