Blóðbað í Baqouba 29. júlí 2004 00:01 Yfir fimmtíu manns fórust og fjörutíu slösuðust í sjálfsmorðsprengjuárás í borginni Baqouba í Írak í gærmorgun. Árásin átti sér stað fyrir utan lögreglustöð í miðbæ Baqouba, þar sem skráningar fara fram í hinar nýstofnuðu öryggissveitir Íraka. Þeir sem féllu í árásinni voru allir óbreyttir borgarar, að sögn talsmanns bandaríska hersins. Sprengingin var gífurlega öflug en árásarmaðurinn ók bifreið hlaðinni sprengiefni að lögreglustöðinni þar sem hún sprakk í loft upp. Nærliggjandi verslanir gereyðilögðust og bifreiðar á götunni tættust í sundur. Sundurtætt lík lágu um allt í blóðpollum á götunni innan um brak og glerbrot. Árásir andspyrnuafla í Írak hafa verið tíðar í Baqouba en árásin nú er sú mannskæðasta þar frá innrás Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra fyrir fimmtán mánuðum. Undanfarnar vikur hafa árásirnar beinst í ríkari mæli að írösku öryggissveitunum og búast stjórnvöld í Írak við því að slíkum árásum fari fjölgandi. Öryggissveitirnar eru taldar mun auðveldari skotmörk en bandaríski heraflinn í landinu og liggja því vel við höggi. Þrátt fyrir ofbeldisölduna í landinu síðustu mánuði og vikur, þokast Írakar sífellt nær lýðræðislegum stjórnarháttum. Um næstu helgi verður haldinn fundur 1000 fulltrúa sem velja munu þingmenn til setu í bráðabirgðaþingi landsins. Hersveitir Bandaríkjamanna munu ásamt öryggissveitum Íraka standa vörð um fundinn en mjög er óttast um að andspyrnuöfl muni láta til skarar skríða. Sameinuðu þjóðirnar höfðu lagt til að fundinum yrði frestað þar til ástandið í landinu batnaði. "Það er mikilvægara að kringumstæðurnar séu þannig að útkoman verði góð heldur en að halda fundinn á réttum tíma," sagði Marie Okabe talskona Sameinuðu þjóðanna. Stjórnvöld í Írak hafa hins vegar verið ófáanleg til að fresta fundinum. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Innlent Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Yfir fimmtíu manns fórust og fjörutíu slösuðust í sjálfsmorðsprengjuárás í borginni Baqouba í Írak í gærmorgun. Árásin átti sér stað fyrir utan lögreglustöð í miðbæ Baqouba, þar sem skráningar fara fram í hinar nýstofnuðu öryggissveitir Íraka. Þeir sem féllu í árásinni voru allir óbreyttir borgarar, að sögn talsmanns bandaríska hersins. Sprengingin var gífurlega öflug en árásarmaðurinn ók bifreið hlaðinni sprengiefni að lögreglustöðinni þar sem hún sprakk í loft upp. Nærliggjandi verslanir gereyðilögðust og bifreiðar á götunni tættust í sundur. Sundurtætt lík lágu um allt í blóðpollum á götunni innan um brak og glerbrot. Árásir andspyrnuafla í Írak hafa verið tíðar í Baqouba en árásin nú er sú mannskæðasta þar frá innrás Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra fyrir fimmtán mánuðum. Undanfarnar vikur hafa árásirnar beinst í ríkari mæli að írösku öryggissveitunum og búast stjórnvöld í Írak við því að slíkum árásum fari fjölgandi. Öryggissveitirnar eru taldar mun auðveldari skotmörk en bandaríski heraflinn í landinu og liggja því vel við höggi. Þrátt fyrir ofbeldisölduna í landinu síðustu mánuði og vikur, þokast Írakar sífellt nær lýðræðislegum stjórnarháttum. Um næstu helgi verður haldinn fundur 1000 fulltrúa sem velja munu þingmenn til setu í bráðabirgðaþingi landsins. Hersveitir Bandaríkjamanna munu ásamt öryggissveitum Íraka standa vörð um fundinn en mjög er óttast um að andspyrnuöfl muni láta til skarar skríða. Sameinuðu þjóðirnar höfðu lagt til að fundinum yrði frestað þar til ástandið í landinu batnaði. "Það er mikilvægara að kringumstæðurnar séu þannig að útkoman verði góð heldur en að halda fundinn á réttum tíma," sagði Marie Okabe talskona Sameinuðu þjóðanna. Stjórnvöld í Írak hafa hins vegar verið ófáanleg til að fresta fundinum.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Innlent Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira