Dansað í eldhúsinu 4. ágúst 2004 00:01 "Uppáhaldsstaðurinn minn í íbúðinni er eldhúsið. Það er bjart og stórt og hér er mikið eldað, bæði af mér og öðrum og drukkið rauðvín. Svo er það skrifstofa Kramhússins líka og hér sitjum við kennararnir og spjöllum saman um Kramhúsið og hvað er á döfinni hjá okkur og hér fæðast og þróast hugmyndir sem tengjast Kramhúsinu," segir Hafdís Árnadóttir, eigandi Kramhússins. "Nú eurm við til dæmis að undirbúa fjögurra daga Tangóhátíð Kramhússins sem er í lok ágúst. Hingað koma fjórir tangókennarar frá Buenos Aires og átta manna tangósveit leikur undir og þessi hugmynd fæddist og þróaðist hér inni í eldhúsi." Eldhúsið hennar Hafdísar er fullt af skemmtilegum munum og gripum. "Það ægir öllu saman hér og erfitt að taka eitthvað eitt fram yfir annað. Þó verð ég að telja til sérstakra uppáhaldsmuna gamla pólska harmonikku sem mér var gefin þegar ég fór til Póllands að heimsækja son minn sem þar var í námi. Ég eldaði mat handa skólabræðrum hans og einn þeirra var svo þakklátur að hann gaf mér harmonikkuna. Þar sem hún er matarlaun finnst mér hún eiga heima í eldhúsinu og gestir mínir grípa iðulega í hana og spila. Í eldhúsinu hef ég líka hljóðfæri frá Kúbu og þegar Kramhúsfólk er í stuði og fundirnir okkar verða sérlega spennandi er eldhúsborðinu oft skellt út í vegg og slegið upp dansleik. Á veggjunum hanga tvær myndir sem ég held mikið upp á. Þær eru málaðar af listakonu frá Akureyri sem hét Kata og er löngu dáin. Hún byrjaði að mála 85 ára gömul og þær myndir eru alveg sérstakar. Ég er búin að eiga þetta eldhús í tíu ár og það er íverustaður allra sem hingað koma eins og eldhús eiga að vera. " [email protected] Hús og heimili Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Sjá meira
"Uppáhaldsstaðurinn minn í íbúðinni er eldhúsið. Það er bjart og stórt og hér er mikið eldað, bæði af mér og öðrum og drukkið rauðvín. Svo er það skrifstofa Kramhússins líka og hér sitjum við kennararnir og spjöllum saman um Kramhúsið og hvað er á döfinni hjá okkur og hér fæðast og þróast hugmyndir sem tengjast Kramhúsinu," segir Hafdís Árnadóttir, eigandi Kramhússins. "Nú eurm við til dæmis að undirbúa fjögurra daga Tangóhátíð Kramhússins sem er í lok ágúst. Hingað koma fjórir tangókennarar frá Buenos Aires og átta manna tangósveit leikur undir og þessi hugmynd fæddist og þróaðist hér inni í eldhúsi." Eldhúsið hennar Hafdísar er fullt af skemmtilegum munum og gripum. "Það ægir öllu saman hér og erfitt að taka eitthvað eitt fram yfir annað. Þó verð ég að telja til sérstakra uppáhaldsmuna gamla pólska harmonikku sem mér var gefin þegar ég fór til Póllands að heimsækja son minn sem þar var í námi. Ég eldaði mat handa skólabræðrum hans og einn þeirra var svo þakklátur að hann gaf mér harmonikkuna. Þar sem hún er matarlaun finnst mér hún eiga heima í eldhúsinu og gestir mínir grípa iðulega í hana og spila. Í eldhúsinu hef ég líka hljóðfæri frá Kúbu og þegar Kramhúsfólk er í stuði og fundirnir okkar verða sérlega spennandi er eldhúsborðinu oft skellt út í vegg og slegið upp dansleik. Á veggjunum hanga tvær myndir sem ég held mikið upp á. Þær eru málaðar af listakonu frá Akureyri sem hét Kata og er löngu dáin. Hún byrjaði að mála 85 ára gömul og þær myndir eru alveg sérstakar. Ég er búin að eiga þetta eldhús í tíu ár og það er íverustaður allra sem hingað koma eins og eldhús eiga að vera. " [email protected]
Hús og heimili Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Sjá meira