Gætu grætt milljarð 5. ágúst 2004 00:01 Burðarás keypti í gær tæp fimm prósent í breska bankanum Singer and Friedlander. Þar með á Burðarás rúm átta prósent í bankanum eða sem nemur hátt á fimmta milljarð króna. Fyrir á KB banki 19,5 prósenta hlut í bankanum, andvirði rúmra tíu milljarða. Samkvæmt heimildum hefur fjárfesting Burðaráss verið í undirbúningi um nokkurt skeið. Markmiðið með henni er skammtímahagnaður vegna mats á því að KB banki taki bankann yfir. Burðarás hefur flutt úr landi um tíu milljarða króna til erlendra fjárfestinga. Sérfræðingar á markaði telja að Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður Burðaráss, sé maðurinn á bak við þessa fjárfestingu. Innan KB banka gætir ákveðings pirrings yfir því sem menn kalla hugmyndaleysi; að verpa í hreiður annarra. Landsbankinn ræður för í Burðarási og núningur vegna baráttu um danska FIH bankann situr enn í mönnum. KB bankamenn telja að aðkoma Landsbankans hafi kostað KB banka sjö milljarða króna. KB banki getur auðveldlega komið í veg fyrir yfirtöku Burðaráss og hugsanlegt að ef Burðarás þvælist fyrir yfirtökunni, þá muni KB banki einfaldlega bíða með að hefja yfirtökuferlið. Slík störukeppni yrði þó sennilega hvorugum til hagsbóta. Algengt er að greitt sé 15 til 20 prósenta álag frá markaðsgengi við yfirtöku. Hins vegar er þá horft framhjá hækkunum sem verða vegna væntinga um yfirtöku. Líklegt er að Burðarás vilji skjótan hagnað, fremur en að liggja lengi með svo stóra fjárfestingu upp á óvissa von um frekari ávinning. Burðarás gæti ef væntingar ganga eftir hagnast um milli hálfan og einn milljarð á fjárfestingunni. Fulltrúar Burðaráss hafa ekki tjáð sig um stefnuna með fjárfestingu sinni öðruvísi en með vísun í fjárfestingarstefnu sína. Á breska markaðnum kannar yfirtökunefnd slíkar fjárfestingar, þar til eignarhlutur er kominn yfir fimmtán prósent. Þá tekur strangara eftirlit við í umsjón breska fjármálaeftirlitsins. Þeir sem gerst þekkja til á breska markaðnum telja að Burðarás muni fá símtal frá yfirtökunefndinni vegna kaupanna. Það fyrsta sem nefndin hafi áhuga á séu tengsl við KB banka eða þátttöku í yfirtökuferli. Í öðru lagi munu þeir þurfa að svara því hvort þeir hyggi sjálfir á yfirtöku. Svari þeir játandi verða þeir að hefja ferlið en neiti þeir mega þeir ekki reyna slíkt næsta hálfa ári Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Burðarás keypti í gær tæp fimm prósent í breska bankanum Singer and Friedlander. Þar með á Burðarás rúm átta prósent í bankanum eða sem nemur hátt á fimmta milljarð króna. Fyrir á KB banki 19,5 prósenta hlut í bankanum, andvirði rúmra tíu milljarða. Samkvæmt heimildum hefur fjárfesting Burðaráss verið í undirbúningi um nokkurt skeið. Markmiðið með henni er skammtímahagnaður vegna mats á því að KB banki taki bankann yfir. Burðarás hefur flutt úr landi um tíu milljarða króna til erlendra fjárfestinga. Sérfræðingar á markaði telja að Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður Burðaráss, sé maðurinn á bak við þessa fjárfestingu. Innan KB banka gætir ákveðings pirrings yfir því sem menn kalla hugmyndaleysi; að verpa í hreiður annarra. Landsbankinn ræður för í Burðarási og núningur vegna baráttu um danska FIH bankann situr enn í mönnum. KB bankamenn telja að aðkoma Landsbankans hafi kostað KB banka sjö milljarða króna. KB banki getur auðveldlega komið í veg fyrir yfirtöku Burðaráss og hugsanlegt að ef Burðarás þvælist fyrir yfirtökunni, þá muni KB banki einfaldlega bíða með að hefja yfirtökuferlið. Slík störukeppni yrði þó sennilega hvorugum til hagsbóta. Algengt er að greitt sé 15 til 20 prósenta álag frá markaðsgengi við yfirtöku. Hins vegar er þá horft framhjá hækkunum sem verða vegna væntinga um yfirtöku. Líklegt er að Burðarás vilji skjótan hagnað, fremur en að liggja lengi með svo stóra fjárfestingu upp á óvissa von um frekari ávinning. Burðarás gæti ef væntingar ganga eftir hagnast um milli hálfan og einn milljarð á fjárfestingunni. Fulltrúar Burðaráss hafa ekki tjáð sig um stefnuna með fjárfestingu sinni öðruvísi en með vísun í fjárfestingarstefnu sína. Á breska markaðnum kannar yfirtökunefnd slíkar fjárfestingar, þar til eignarhlutur er kominn yfir fimmtán prósent. Þá tekur strangara eftirlit við í umsjón breska fjármálaeftirlitsins. Þeir sem gerst þekkja til á breska markaðnum telja að Burðarás muni fá símtal frá yfirtökunefndinni vegna kaupanna. Það fyrsta sem nefndin hafi áhuga á séu tengsl við KB banka eða þátttöku í yfirtökuferli. Í öðru lagi munu þeir þurfa að svara því hvort þeir hyggi sjálfir á yfirtöku. Svari þeir játandi verða þeir að hefja ferlið en neiti þeir mega þeir ekki reyna slíkt næsta hálfa ári
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira