Hin raunverulega þjóðhátíð 18. ágúst 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Ekki er ósennilegt að nafn Reykjavíkurlistans verði í framtíðinni fremur tengt hugmyndinni um menningarnótt í höfuðborginni en sérstökum afrekum meirihluta borgarstjórnar í skipulagsmálum, fjármálastjórn eða félagsþjónustu. Frá því að efnt var til þessarar dagskrár í fyrsta sinn árið 1996 hefur hún unnið hug og hjörtu borgarbúa sem þyrpst hafa þúsundum saman í miðborgina til að njóta þeirra viðburða sem á boðstólum eru og þess sérstaka andrúmslofts sem tekist hefur að skapa á hátíðinni. Dagskrá menningarnætur - eða menningardags eins og nær væri að kalla hana - virðist ætla að verða óvenju fjölbreytt um næstu helgi. Skemmtilegt er að sjá hugmyndaauðgina sem birtist í Tilfinningatorgi, Skáldaati, Þjónahlaupi og Draugasögugöngu svo nefndir séu örfáir nýstárlegir dagskrárliðir með forvitnilegum nöfnum en annars skipta atriðin sem velja má um hundruðum. Við blasir að allir sem leggja hönd á plóginn gera það sönnum metnaði og áhuga sem kemur að innan og á rætur í löngunartilfinningu en ekki tómri skyldrækni. Hundrað þúsund manns komu í miðbæ Reykjavíkur á menningarnótt í fyrra. Vænta má annars eins fjölda um næstu helgi. Eru þó ekki liðnir nema um tíu dagar síðan fjörutíu þúsund manns tóku þátt í annarri velheppnaðri veislu í miðborginni, hátíð samkynhneigðra. Athyglisvert er að mun meiri og almennari þátttaka hefur verið í viðburðum menningarnætur undanfarin ár en þjóðhátíð sautjánda júní. Margir þykjast líka merkja að stemningin á þessum tveimur hátíðum sé gerólík. Í raun sé nær að tala um menningarnótt sem hina eiginlegu þjóðhátíð stórs hluta landsmanna sem búsettur er á Suðvesturlandi. Ekki dylst neinum sem gengur um miðborgina að fólk er almennt afslappaðra, glaðara og eftirvæntingarfyllra en á þjóðhátíðinni sem ekki virðist ætla að losna við yfirbragð formfestu og viðhafnarleika. Þjóðhátíðin er í stífpressuðum sparibúningi og virðist ætlast til þess að almenningur sé það líka öndvert við menningarnóttina sem er í þægilegum hversdagsfötum og sér ekkert athugavert við að gestirnir klæði sig og hagi sér eins og þeim fellur best. Einhverjir kunna að vera hugsi yfir þeirri þróun að menningarnótt og aðrar samkomur af sama tagi skyggi á þjóðhátíðina sautjánda júní. Telja kannski að það skapi hættu fyrir sjálfstæði okkar og samheldni. Raddir hafa heyrst um að efla þurfi samkomuhald á fullveldisdaginn 1. desember sem eitt sinn var vinsæll hátíðisdagur. En þetta er á misskilningi byggt. Þjóðrækni og samheldni verður ekki viðhaldið með opinberu tyllidagahaldi eða fyrirmannasamkomum heldur liggja rætur hvors tveggja í sannri tilfinningu fólksins í landinu. Ef það er rétt að sautjándi júní sé smám saman að hopa undan Menningarnótt er það eðlileg þróun sem stafar af veruleika nýs tíma. Sjálfstæðisbaráttunni er löngu lokið og hugmyndaheimur hennar er aðeins til í sögubókum fyrir allan þorra Íslendinga. Nýjar kynslóðir hafa ný umhugsunar- og úrlausnarefni og nýjar hugsjónir. Fremur er ástæða til að fagna því að landsmenn skuli hafa skapað sér nýjan vettvang þar sem þeir geta blandað Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Ekki er ósennilegt að nafn Reykjavíkurlistans verði í framtíðinni fremur tengt hugmyndinni um menningarnótt í höfuðborginni en sérstökum afrekum meirihluta borgarstjórnar í skipulagsmálum, fjármálastjórn eða félagsþjónustu. Frá því að efnt var til þessarar dagskrár í fyrsta sinn árið 1996 hefur hún unnið hug og hjörtu borgarbúa sem þyrpst hafa þúsundum saman í miðborgina til að njóta þeirra viðburða sem á boðstólum eru og þess sérstaka andrúmslofts sem tekist hefur að skapa á hátíðinni. Dagskrá menningarnætur - eða menningardags eins og nær væri að kalla hana - virðist ætla að verða óvenju fjölbreytt um næstu helgi. Skemmtilegt er að sjá hugmyndaauðgina sem birtist í Tilfinningatorgi, Skáldaati, Þjónahlaupi og Draugasögugöngu svo nefndir séu örfáir nýstárlegir dagskrárliðir með forvitnilegum nöfnum en annars skipta atriðin sem velja má um hundruðum. Við blasir að allir sem leggja hönd á plóginn gera það sönnum metnaði og áhuga sem kemur að innan og á rætur í löngunartilfinningu en ekki tómri skyldrækni. Hundrað þúsund manns komu í miðbæ Reykjavíkur á menningarnótt í fyrra. Vænta má annars eins fjölda um næstu helgi. Eru þó ekki liðnir nema um tíu dagar síðan fjörutíu þúsund manns tóku þátt í annarri velheppnaðri veislu í miðborginni, hátíð samkynhneigðra. Athyglisvert er að mun meiri og almennari þátttaka hefur verið í viðburðum menningarnætur undanfarin ár en þjóðhátíð sautjánda júní. Margir þykjast líka merkja að stemningin á þessum tveimur hátíðum sé gerólík. Í raun sé nær að tala um menningarnótt sem hina eiginlegu þjóðhátíð stórs hluta landsmanna sem búsettur er á Suðvesturlandi. Ekki dylst neinum sem gengur um miðborgina að fólk er almennt afslappaðra, glaðara og eftirvæntingarfyllra en á þjóðhátíðinni sem ekki virðist ætla að losna við yfirbragð formfestu og viðhafnarleika. Þjóðhátíðin er í stífpressuðum sparibúningi og virðist ætlast til þess að almenningur sé það líka öndvert við menningarnóttina sem er í þægilegum hversdagsfötum og sér ekkert athugavert við að gestirnir klæði sig og hagi sér eins og þeim fellur best. Einhverjir kunna að vera hugsi yfir þeirri þróun að menningarnótt og aðrar samkomur af sama tagi skyggi á þjóðhátíðina sautjánda júní. Telja kannski að það skapi hættu fyrir sjálfstæði okkar og samheldni. Raddir hafa heyrst um að efla þurfi samkomuhald á fullveldisdaginn 1. desember sem eitt sinn var vinsæll hátíðisdagur. En þetta er á misskilningi byggt. Þjóðrækni og samheldni verður ekki viðhaldið með opinberu tyllidagahaldi eða fyrirmannasamkomum heldur liggja rætur hvors tveggja í sannri tilfinningu fólksins í landinu. Ef það er rétt að sautjándi júní sé smám saman að hopa undan Menningarnótt er það eðlileg þróun sem stafar af veruleika nýs tíma. Sjálfstæðisbaráttunni er löngu lokið og hugmyndaheimur hennar er aðeins til í sögubókum fyrir allan þorra Íslendinga. Nýjar kynslóðir hafa ný umhugsunar- og úrlausnarefni og nýjar hugsjónir. Fremur er ástæða til að fagna því að landsmenn skuli hafa skapað sér nýjan vettvang þar sem þeir geta blandað
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar