Reiðar konur 31. ágúst 2004 00:01 Komið er á þriðja áratug síðan konur buðu fram sérstaka framboðslista fyrst til borgarstjórnar og síðan til þings. Síðan hefur því miður ekki mikið breyst, þó þær konur sem að því starfi stóðu hafi líklega haldið það fyrir nokkrum árum og gengið til liðs við hina hefðbundu stjórnmálaflokka. Varla verður þeim láð fyrir það því flokkarnir hétu öllu fögru í jafnrétti innan flokkana og sumir hverjir, að minnsta kosti, settu ákvæði í lög sín og reglur sem áttu að tryggja konum sæti í nefndum, ráðum, á framboðslistum og hverjum þeim apparötum sem stjórnmálaflokkarnir koma að. En heimur versnandi fer að minnsta kosti í augnablikinu í þessum efnum. Ég dáist að framsóknarkonunum sem hafa ekki tekið svikunum þegjandi. Í umræðunni um konurnar í ríksstjórninni hafa einhverjir bent á að æsingurinn sé óþarfur vegna þess að þó að Siv hyrfi á braut þá yrðu enn sem fyrr jafnmargar konur í ríkisstjórninni þar sem kona kæmi í hennar stað. Snýst þetta þá um það hvað margir eru í ríkisstjórninni? Snýst þetta ekki um að Sjáfstæðisflokkurinn ræður nú sjö ráðherraembættum í stað sex og Framsóknarflokkurinn fimm í stað sex áður. Er Framsóknarflokkurinn ekki sjálfstæður flokkur sem skipar sína fulltrúa óháð því hvað samstarfsaðilinn gerir, eða er það svoleiðis að hann lítur til Sjálfstæðisflokksins um hvað hann ætlar að gera og ákveður sig svo. Skilja menn ekki að jafnréttisbaráttan er konum fúlasta alvara. Eins og stjórnmálamönnunum er fúlasta alvara. Ef kona kemur í konu stað, af hverju þurfa framsóknarmenn þá að borga með ráðherraembætti þegar Halldór kemur í stað Davíðs, kemur þá ekki maður í manns stað? Ég dáist líka að því að konur skuli ekki skafa utan af hlutunum í þessum efnum og neita að láta hvolpa gelta sig í kaf. Og það eru ekki bara framsóknarhvolpar sem hafa gelt, sjónvarpshvolparnir létu svo sannarlega heyra í sér þegar tvær framsóknarkonur sátu fyrir svörum í sjónvarpinu fyrir nokkru. Þeir upphófu sönginn um hæfnina, vilja konur ekki hæfasta einstaklinginn, vilja þær bara konu, eitthvað í þá áttina geltu þeir. Af hverju er aldrei talað um hæfni þegar talað er um karla? Þá er alltaf talað um hagsmuni og hvaða hagsmunir verði ofan á. Hagsmunir landsbyggðarinnnar eða hagsmunir þéttbýlisins, atvinnurekenda eða launþega, aldrei minnst á hæfni. Ég er þeirrar skoðunar og veit að ég á margar skoðanasystur sem líta á það sem hagsmuni kvenna að sem flestar konur séu í ábyrgðarstöðum fyrir hvaða flokk sem er, þess vegna dáumst við að mótmælum framsóknarkvennanna. Konur eru mjög reiðar þessa dagana. Hver könnunin á fætur annarri sýnir hve illa gengur að ná launajafnrétti þrátt fyrir að lögin í landinu hafi kveðið á um það um árabil og allt annað er á sömu bókina lært. Karlar verða einfaldlega að taka sig saman í andlitinu og skilja að okkur er alvara. Þeir verða að breyta framkomu sinni á opinberum vettvangi. Nýútskrifaður viðskiptafræðingur sat ég ein á skrifstofunni sem ég deildi með karlpeningi, kollega mínum, fyrir þrem áratugum. Samstarfsmaður á miðjum aldri kom í gættina og sagði "nú er enginn við". Fyrir fáum árum sat ég á skrifstofunni minni, sem ég hafði ein, ungur maður kom í gættina, skýrði mér frá verkefni sem honum hafði verið falið og spurði "hvenær heldurðu að þú getir verið búin með þetta". Báðir urðu prýðis vinir mínir, sá fyrrnefndi komst að því að ég var full fær um að greiða erindi hans þó ég væri í pilsi og þeim síðarnefnda benti ég á hvar hann fyndi þær upplýsingar sem hann þurfti til að vinna vinnuna sína. Ég er kona og get því ekki sagt með fullri vissu hvernig karlmenn umgangast hver annan á vinnustað, ég held samt að það væri meiri ófriður á vinnustöðum en raun ber vitni ef þeir koma fram hvor við annan eins og sumir þeirra koma stundum fram við okkur. Auðvitað segja menn að þetta sé tómur misskilningur, það sé ímyndun að konur þurfi alltaf að vera að berjast fyrir stöðu sinni og tilveru á vinnustað. En eru það ekki þeir sömu og segja að konur og karlar fái sama kaup fyrir sömu vinnu. Það er margsannað að svo er ekki. Svo mikið er allavega víst að aldrei hef ég heyrt baðstrandarvörð segja að þeir karlar sem síst skyldu séu berir að ofan á ströndinni. Eða halda karlar að bumban á þeim sé eitthvað meira augnayndi en brjóstin á okkur. – Það skyldi þó aldrei vera að þeir haldi það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
Komið er á þriðja áratug síðan konur buðu fram sérstaka framboðslista fyrst til borgarstjórnar og síðan til þings. Síðan hefur því miður ekki mikið breyst, þó þær konur sem að því starfi stóðu hafi líklega haldið það fyrir nokkrum árum og gengið til liðs við hina hefðbundu stjórnmálaflokka. Varla verður þeim láð fyrir það því flokkarnir hétu öllu fögru í jafnrétti innan flokkana og sumir hverjir, að minnsta kosti, settu ákvæði í lög sín og reglur sem áttu að tryggja konum sæti í nefndum, ráðum, á framboðslistum og hverjum þeim apparötum sem stjórnmálaflokkarnir koma að. En heimur versnandi fer að minnsta kosti í augnablikinu í þessum efnum. Ég dáist að framsóknarkonunum sem hafa ekki tekið svikunum þegjandi. Í umræðunni um konurnar í ríksstjórninni hafa einhverjir bent á að æsingurinn sé óþarfur vegna þess að þó að Siv hyrfi á braut þá yrðu enn sem fyrr jafnmargar konur í ríkisstjórninni þar sem kona kæmi í hennar stað. Snýst þetta þá um það hvað margir eru í ríkisstjórninni? Snýst þetta ekki um að Sjáfstæðisflokkurinn ræður nú sjö ráðherraembættum í stað sex og Framsóknarflokkurinn fimm í stað sex áður. Er Framsóknarflokkurinn ekki sjálfstæður flokkur sem skipar sína fulltrúa óháð því hvað samstarfsaðilinn gerir, eða er það svoleiðis að hann lítur til Sjálfstæðisflokksins um hvað hann ætlar að gera og ákveður sig svo. Skilja menn ekki að jafnréttisbaráttan er konum fúlasta alvara. Eins og stjórnmálamönnunum er fúlasta alvara. Ef kona kemur í konu stað, af hverju þurfa framsóknarmenn þá að borga með ráðherraembætti þegar Halldór kemur í stað Davíðs, kemur þá ekki maður í manns stað? Ég dáist líka að því að konur skuli ekki skafa utan af hlutunum í þessum efnum og neita að láta hvolpa gelta sig í kaf. Og það eru ekki bara framsóknarhvolpar sem hafa gelt, sjónvarpshvolparnir létu svo sannarlega heyra í sér þegar tvær framsóknarkonur sátu fyrir svörum í sjónvarpinu fyrir nokkru. Þeir upphófu sönginn um hæfnina, vilja konur ekki hæfasta einstaklinginn, vilja þær bara konu, eitthvað í þá áttina geltu þeir. Af hverju er aldrei talað um hæfni þegar talað er um karla? Þá er alltaf talað um hagsmuni og hvaða hagsmunir verði ofan á. Hagsmunir landsbyggðarinnnar eða hagsmunir þéttbýlisins, atvinnurekenda eða launþega, aldrei minnst á hæfni. Ég er þeirrar skoðunar og veit að ég á margar skoðanasystur sem líta á það sem hagsmuni kvenna að sem flestar konur séu í ábyrgðarstöðum fyrir hvaða flokk sem er, þess vegna dáumst við að mótmælum framsóknarkvennanna. Konur eru mjög reiðar þessa dagana. Hver könnunin á fætur annarri sýnir hve illa gengur að ná launajafnrétti þrátt fyrir að lögin í landinu hafi kveðið á um það um árabil og allt annað er á sömu bókina lært. Karlar verða einfaldlega að taka sig saman í andlitinu og skilja að okkur er alvara. Þeir verða að breyta framkomu sinni á opinberum vettvangi. Nýútskrifaður viðskiptafræðingur sat ég ein á skrifstofunni sem ég deildi með karlpeningi, kollega mínum, fyrir þrem áratugum. Samstarfsmaður á miðjum aldri kom í gættina og sagði "nú er enginn við". Fyrir fáum árum sat ég á skrifstofunni minni, sem ég hafði ein, ungur maður kom í gættina, skýrði mér frá verkefni sem honum hafði verið falið og spurði "hvenær heldurðu að þú getir verið búin með þetta". Báðir urðu prýðis vinir mínir, sá fyrrnefndi komst að því að ég var full fær um að greiða erindi hans þó ég væri í pilsi og þeim síðarnefnda benti ég á hvar hann fyndi þær upplýsingar sem hann þurfti til að vinna vinnuna sína. Ég er kona og get því ekki sagt með fullri vissu hvernig karlmenn umgangast hver annan á vinnustað, ég held samt að það væri meiri ófriður á vinnustöðum en raun ber vitni ef þeir koma fram hvor við annan eins og sumir þeirra koma stundum fram við okkur. Auðvitað segja menn að þetta sé tómur misskilningur, það sé ímyndun að konur þurfi alltaf að vera að berjast fyrir stöðu sinni og tilveru á vinnustað. En eru það ekki þeir sömu og segja að konur og karlar fái sama kaup fyrir sömu vinnu. Það er margsannað að svo er ekki. Svo mikið er allavega víst að aldrei hef ég heyrt baðstrandarvörð segja að þeir karlar sem síst skyldu séu berir að ofan á ströndinni. Eða halda karlar að bumban á þeim sé eitthvað meira augnayndi en brjóstin á okkur. – Það skyldi þó aldrei vera að þeir haldi það.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun