Kvikmyndaverið Ísland 7. september 2004 00:01 Það er líf og fjör í Austur-Landeyjum og Jökulsárlóni þessa dagana. Þar fara fram tökur á tveimur kvikmyndum sem eru umfangsmeiri og dýrari en áður hefur þekkst á Íslandi. Um tvö hundruð Íslendingar hafa atvinnu af kvikmyndagerðinni og er samanlagður kostnaður við gerð myndanna tveggja um 1,6 milljarðar króna. Þær eiga það sameiginlegt að gerast ekki á Íslandi. Landið var valið til takanna þar sem aðstæður hér þykja góðar, starfsfólk hæft, landslagið heppilegt og skattareglur hagstæðar. Sú staðreynd að hægt er að taka myndirnar samtímis á litla Íslandi er sönnun þess hve hér er mikil þekking og hæfni í kvikmyndagerð. Fjöldi fólks hefur viðamikla reynslu úr faginu, bæði af eiginlegri kvikmyndagerð og einnig af framleiðslu auglýsinga. Þetta sama fólk stóð frammi fyrir einu vandamáli: við hvora myndina það vildi vinna. Það er eitt einkenna íslenskrar kvikmyndagerðar að fólk er reiðubúið að ganga í hvaða störf sem er. Slíkt þekkist ekki úti í heimi þar sem hver situr á sínum bás og hreyfir sig ekki þaðan. Enda raunar víða erfitt um vik því lög og reglur kveða á um að fólk megi aðeins gera það sem það á að gera. Stéttarfélögin standa svo vörð. Skatturinn hefur sitt að segja Í Austur-Landeyjum vinnur Baltasar Kormákur að tökum á A Little Trip to Heaven sem kostar um 700 milljónir króna. Myndin á að gerast í Minnesota í Bandaríkjunum og erlendar stórstjörnur fara með aðalhlutverkin. Auk Austur-Landeyja verður tekið í Þykkvabænum, Siglufirði, Grindavík og Reykjavík. Tökur á Bjólfskviðu Vestur-Íslendingsins Sturlu Gunnarssonar hófust við Jökulsárlón í gær en aðrir tökustaðir eru Höfn í Hornafirði og Vík í Mýrdal. Kostnaður við gerð myndarinnar er áætlaður um 900 milljónir króna. Fjölmargir erlendir leikarar koma fram í myndinni auk nokkurra íslenskra. Þó að háar fjárhæðir séu nefndar fer því víðsfjarri að allir þessir peningar hafni í íslenska hagkerfinu. Eftirvinnsla beggja mynda fer fram í útlöndum og erlendu leikararnir fá sínar fúlgur greiddar í sínum heimalöndum. Víst er að skattareglurnar, sem kveða á um endurgreiðslu hluta kostnaðarins sem fellur til við kvikmyndagerðina, hafa sitt að segja. Þær vega upp á móti dýrtíðinni í landinu sem oftar en ekki fælir menn frá að koma hingað. Bílaleiga, matur og gisting kosta sitt og hægt er að fá ódýrari starfskrafta víða um heim, t.d. í Tékklandi sem gerir út á þessi mið. Haft er fyrir satt að kvikmyndagerðarmenn séu löngu hættir að taka upp atriði í París, eftirmynd borgarinnar er frekar búin til í Prag. Þar er mun ódýrara að vinna. Jákvæð áhrif á samfélagið Hornfirðingar hafa vitaskuld orðið varir við kvikmyndagerðarfólkið sem heldur til í bænum þó tökurnar sjálfar fari að mestu fram úti í sveit. Fólkið býr víða, á hótelum, gistiheimilum og í heimahúsum sem tekin voru á leigu. Nokkrir heimamenn hafa fengið bein störf við framkvæmdirnar, einhverjir koma fram í hópatriðum og verslun og þjónusta njóta góðs af. Til dæmis hefur hlaupið á snærið hjá Svöfu Mjöll Jónasardóttur sem á og rekur Sporthöllina á Höfn. "Kvikmyndagerðarfólkið er duglegt að stunda líkamsræktina og tekur vel á því," segir hún. Mönnum ber saman um að tökurnar fari fram á besta tíma, hefðbundin ferðamannatíð er að baki og viðskiptin nú því hrein viðbót. Haukur Þ. Sveinbjörnsson hjá bílaleigunni Alp segir að kvikmyndagerðarfólkið hafi leigt á milli 20 og 30 bíla af fyrirtækinu. "Það þarf náttúrlega að komast á milli staða," segir Haukur, ánægður með umsvifin. Baltasar og hans fólk eru að tökum á eyðibýlinu Steinmóðarbæ í Vestur-Eyjafjallahreppi og hafa hús og nágrenni fengið svip þess sem tíðkast í Minnesota. Hnátunni á næsta bæ var vel tekið þegar hún brá sér yfir girðinguna og túnin í fyrradag og fylgdist með gangi mála. Hún nældi meðal annars í eiginhandaráritanir hjá fræga fólkinu og ætlar eflaust að sjá myndina þegar þar að kemur. Eftir að tökum lýkur við Eyjafjöll færast þær á aðra staði, meðal annars í Þykkvabæinn, sem hingað til hefur verið kunnari fyrir kartöflur en kvikmyndir. Þar hafa smiðir verið að störfum að undanförnu og Sigríður Ingunn Ágústsdóttir í Miðkoti annast matseldina. "Þetta setur sinn svip á samfélagið og spennan er mikil meðal þorpsbúanna," segir Sigríður. Björt framtíð Vöxtur kvikmyndagerðar á Íslandi er mikill og þó að fjöldi gerðra mynda á hverju ári sé breytilegur er augljóst að greinin sem slík hefur styrkst. Skattatilslökunin hefur haft jákvæð áhrif en að öllu óbreyttu fellur hún úr gildi árið 2006. Hagsmunaaðilar vinna nú að framlengingu enda er hún ein helsta forsenda þess að áfram verði ráðist í stór og dýr verkefni hérlendis. Nokkur viðamikil verkefni eru að baki, t.d. atriði í myndum um Batman, James Bond og Löru Croft og ekki ástæða til að ætla annað en að fleiri slík komi upp á borð á næstu árum. Þá er í bígerð mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar um Þórð kakala sem kosta mun á annan milljarð króna. Íslenskt kvikmyndagerðarfólk og aðrir sem njóta góðs af á hverjum stað á hverjum tíma geta því litið framtíðina nokkuð björtum augum og haldið í þá von að kvikmyndagerðin verði einn góðan veðurdag að stóriðju. Að Ísland verði ekki bara álland, fiskverkun og ferðamannastaður heldur líka eitt stórt kvikmyndaver. Lífið Viðskipti Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Sjá meira
Það er líf og fjör í Austur-Landeyjum og Jökulsárlóni þessa dagana. Þar fara fram tökur á tveimur kvikmyndum sem eru umfangsmeiri og dýrari en áður hefur þekkst á Íslandi. Um tvö hundruð Íslendingar hafa atvinnu af kvikmyndagerðinni og er samanlagður kostnaður við gerð myndanna tveggja um 1,6 milljarðar króna. Þær eiga það sameiginlegt að gerast ekki á Íslandi. Landið var valið til takanna þar sem aðstæður hér þykja góðar, starfsfólk hæft, landslagið heppilegt og skattareglur hagstæðar. Sú staðreynd að hægt er að taka myndirnar samtímis á litla Íslandi er sönnun þess hve hér er mikil þekking og hæfni í kvikmyndagerð. Fjöldi fólks hefur viðamikla reynslu úr faginu, bæði af eiginlegri kvikmyndagerð og einnig af framleiðslu auglýsinga. Þetta sama fólk stóð frammi fyrir einu vandamáli: við hvora myndina það vildi vinna. Það er eitt einkenna íslenskrar kvikmyndagerðar að fólk er reiðubúið að ganga í hvaða störf sem er. Slíkt þekkist ekki úti í heimi þar sem hver situr á sínum bás og hreyfir sig ekki þaðan. Enda raunar víða erfitt um vik því lög og reglur kveða á um að fólk megi aðeins gera það sem það á að gera. Stéttarfélögin standa svo vörð. Skatturinn hefur sitt að segja Í Austur-Landeyjum vinnur Baltasar Kormákur að tökum á A Little Trip to Heaven sem kostar um 700 milljónir króna. Myndin á að gerast í Minnesota í Bandaríkjunum og erlendar stórstjörnur fara með aðalhlutverkin. Auk Austur-Landeyja verður tekið í Þykkvabænum, Siglufirði, Grindavík og Reykjavík. Tökur á Bjólfskviðu Vestur-Íslendingsins Sturlu Gunnarssonar hófust við Jökulsárlón í gær en aðrir tökustaðir eru Höfn í Hornafirði og Vík í Mýrdal. Kostnaður við gerð myndarinnar er áætlaður um 900 milljónir króna. Fjölmargir erlendir leikarar koma fram í myndinni auk nokkurra íslenskra. Þó að háar fjárhæðir séu nefndar fer því víðsfjarri að allir þessir peningar hafni í íslenska hagkerfinu. Eftirvinnsla beggja mynda fer fram í útlöndum og erlendu leikararnir fá sínar fúlgur greiddar í sínum heimalöndum. Víst er að skattareglurnar, sem kveða á um endurgreiðslu hluta kostnaðarins sem fellur til við kvikmyndagerðina, hafa sitt að segja. Þær vega upp á móti dýrtíðinni í landinu sem oftar en ekki fælir menn frá að koma hingað. Bílaleiga, matur og gisting kosta sitt og hægt er að fá ódýrari starfskrafta víða um heim, t.d. í Tékklandi sem gerir út á þessi mið. Haft er fyrir satt að kvikmyndagerðarmenn séu löngu hættir að taka upp atriði í París, eftirmynd borgarinnar er frekar búin til í Prag. Þar er mun ódýrara að vinna. Jákvæð áhrif á samfélagið Hornfirðingar hafa vitaskuld orðið varir við kvikmyndagerðarfólkið sem heldur til í bænum þó tökurnar sjálfar fari að mestu fram úti í sveit. Fólkið býr víða, á hótelum, gistiheimilum og í heimahúsum sem tekin voru á leigu. Nokkrir heimamenn hafa fengið bein störf við framkvæmdirnar, einhverjir koma fram í hópatriðum og verslun og þjónusta njóta góðs af. Til dæmis hefur hlaupið á snærið hjá Svöfu Mjöll Jónasardóttur sem á og rekur Sporthöllina á Höfn. "Kvikmyndagerðarfólkið er duglegt að stunda líkamsræktina og tekur vel á því," segir hún. Mönnum ber saman um að tökurnar fari fram á besta tíma, hefðbundin ferðamannatíð er að baki og viðskiptin nú því hrein viðbót. Haukur Þ. Sveinbjörnsson hjá bílaleigunni Alp segir að kvikmyndagerðarfólkið hafi leigt á milli 20 og 30 bíla af fyrirtækinu. "Það þarf náttúrlega að komast á milli staða," segir Haukur, ánægður með umsvifin. Baltasar og hans fólk eru að tökum á eyðibýlinu Steinmóðarbæ í Vestur-Eyjafjallahreppi og hafa hús og nágrenni fengið svip þess sem tíðkast í Minnesota. Hnátunni á næsta bæ var vel tekið þegar hún brá sér yfir girðinguna og túnin í fyrradag og fylgdist með gangi mála. Hún nældi meðal annars í eiginhandaráritanir hjá fræga fólkinu og ætlar eflaust að sjá myndina þegar þar að kemur. Eftir að tökum lýkur við Eyjafjöll færast þær á aðra staði, meðal annars í Þykkvabæinn, sem hingað til hefur verið kunnari fyrir kartöflur en kvikmyndir. Þar hafa smiðir verið að störfum að undanförnu og Sigríður Ingunn Ágústsdóttir í Miðkoti annast matseldina. "Þetta setur sinn svip á samfélagið og spennan er mikil meðal þorpsbúanna," segir Sigríður. Björt framtíð Vöxtur kvikmyndagerðar á Íslandi er mikill og þó að fjöldi gerðra mynda á hverju ári sé breytilegur er augljóst að greinin sem slík hefur styrkst. Skattatilslökunin hefur haft jákvæð áhrif en að öllu óbreyttu fellur hún úr gildi árið 2006. Hagsmunaaðilar vinna nú að framlengingu enda er hún ein helsta forsenda þess að áfram verði ráðist í stór og dýr verkefni hérlendis. Nokkur viðamikil verkefni eru að baki, t.d. atriði í myndum um Batman, James Bond og Löru Croft og ekki ástæða til að ætla annað en að fleiri slík komi upp á borð á næstu árum. Þá er í bígerð mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar um Þórð kakala sem kosta mun á annan milljarð króna. Íslenskt kvikmyndagerðarfólk og aðrir sem njóta góðs af á hverjum stað á hverjum tíma geta því litið framtíðina nokkuð björtum augum og haldið í þá von að kvikmyndagerðin verði einn góðan veðurdag að stóriðju. Að Ísland verði ekki bara álland, fiskverkun og ferðamannastaður heldur líka eitt stórt kvikmyndaver.
Lífið Viðskipti Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Sjá meira