Ráðstafanir vegna atvinnuleysis 9. september 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Þegar stóriðjuframkvæmdirnar á Austurlandi voru í sjónmáli fyrir um það bil tveimur árum fylltust margir bjartsýni um að atvinnuleysi í landinu minnkaði verulega. Ýmsum sýndist jafnvel umfang framkvæmdanna slíkt að skortur yrði á vinnuafli sem aftur hefði í för með sér launaskrið á vinnumarkaði með tilheyrandi verðbólguáhættu. Þetta hefur ekki gengið eftir. Hagvöxtur hefur að vísu aukist og virðist ætla að aukast áfram en atvinnuleysið er enn umtalsvert. Yfir fimm þúsund vinnufærir einstaklingar hafa enga daglega launavinnu. Eðlilega velta margir því fyrir sér hverju það sæti. Í þjóðhagsspá Greiningar Íslandsbanka, sem birt var á þriðjudaginn, er að finna forvitnilegar vangaveltur sem bregða ljósi á málið. Þar segir að aukinni vinnuaflsþörf við stóriðjuframkvæmdirnar hafi að miklu leyti verið mætt með innfluttu vinnuafli. Þess vegna hafi ekki skapast störf fyrir Íslendinga. Þá geri öflugar vinnuvélar og tækjabúnaður við framkvæmdirnar það að verkum að ekki sé þörf á jafn mörgum starfsmönnum og áður við sambærileg verkefni. Þessu til viðbótar telja sérfræðingar Íslandsbanka að við upphaf núverandi vaxtarskeiðs í efnahagslífinu hafi verið um að ræða allmikla vannýtta framleiðslugetu innan fyrirtækjanna. Það þýðir með öðrum orðum að um falið atvinnuleysi hafi verið að ræða. Fyrirtækin hafi ekki sagt upp starfsfólki þó að not fyrir það hafi verið lítil eða takmörkuð. Loks er bent á að ör þróun í upplýsingatækni kunni að skýra minni þörf fyrir vinnuafl. Allt eru þetta skynsamlegar ábendingar og umhugsunarverðar. Þær segja okkur að breytingar á atvinnulífinu sem áður tryggðu aukna atvinnu gera það ekki lengur. Ekki er það að öllu leyti vond þróun því hún þýðir að við getum aukið hagvöxt og bætt heildarlífskjörin án þess að þjóðfélagið lendi í vítahring verðbólgu eins og fyrr á árum. En þessi þróun vekur upp spurningar um verkefni fyrir þá sem eru atvinnulausir til lengri tíma. Eitthvert atvinnuleysi er eðlilegt og tímabundnar sveiflur í atvinnustigi þurfa ekki endilega að vera sérstakt áhyggjuefni. Það sem menn hljóta að staldra við sérstaklega núna er hve sá hópur sem hefur verið atvinnulaus í eitt ár eða lengur er orðinn fjölmennur. Hann telur nú á áttunda hundrað manns. Margir þessara atvinnuleysingja eru búnir hæfileikum og reynslu sem þjóðfélagið þarf að geta nýtt með einhverjum hætti. Í þessum hópi er margt fjölskyldufólk sem á erfitt með að láta enda ná saman í daglegu lífi vegna aðstæðna sinna. Atvinnuleysið skapar félagsleg vandamál sem eru óviðunandi fyrir okkar litla þjóðfélag. Ánægjulegu tíðindin í þjóðhagsspá Íslandsbanka eru þau orð að búast megi við að verulega dragi úr atvinnuleysi á næsta ári og þarnæsta. Það er að vísu tímabundin þróun að því er virðist en bót í máli. En ástæða er til að velta því fyrir sér hvort ekki sé með einhverjum hætti hægt að greiða götu þeirra sem ekki munu fyrirsjáanlega fá vinnu á næstu mánuðum. Getur ekki verið skynsamlegt fyrir ríki og sveitarfélög að leggja fé í markvissa ókeypis endurmenntun þessa fólks, svo sem á sviði upplýsingatækni, eða bjóða því aðrar námsleiðir og nýta þannig biðtímann á uppbyggilegan hátt? Aðgerðaleysi er versta böl hinna atvinnulausu. Eru ekki augljós hagræn rök fyrir því að verja opinberum fjármunum í námskeið og endurhæfingu atvinnulausra? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Þegar stóriðjuframkvæmdirnar á Austurlandi voru í sjónmáli fyrir um það bil tveimur árum fylltust margir bjartsýni um að atvinnuleysi í landinu minnkaði verulega. Ýmsum sýndist jafnvel umfang framkvæmdanna slíkt að skortur yrði á vinnuafli sem aftur hefði í för með sér launaskrið á vinnumarkaði með tilheyrandi verðbólguáhættu. Þetta hefur ekki gengið eftir. Hagvöxtur hefur að vísu aukist og virðist ætla að aukast áfram en atvinnuleysið er enn umtalsvert. Yfir fimm þúsund vinnufærir einstaklingar hafa enga daglega launavinnu. Eðlilega velta margir því fyrir sér hverju það sæti. Í þjóðhagsspá Greiningar Íslandsbanka, sem birt var á þriðjudaginn, er að finna forvitnilegar vangaveltur sem bregða ljósi á málið. Þar segir að aukinni vinnuaflsþörf við stóriðjuframkvæmdirnar hafi að miklu leyti verið mætt með innfluttu vinnuafli. Þess vegna hafi ekki skapast störf fyrir Íslendinga. Þá geri öflugar vinnuvélar og tækjabúnaður við framkvæmdirnar það að verkum að ekki sé þörf á jafn mörgum starfsmönnum og áður við sambærileg verkefni. Þessu til viðbótar telja sérfræðingar Íslandsbanka að við upphaf núverandi vaxtarskeiðs í efnahagslífinu hafi verið um að ræða allmikla vannýtta framleiðslugetu innan fyrirtækjanna. Það þýðir með öðrum orðum að um falið atvinnuleysi hafi verið að ræða. Fyrirtækin hafi ekki sagt upp starfsfólki þó að not fyrir það hafi verið lítil eða takmörkuð. Loks er bent á að ör þróun í upplýsingatækni kunni að skýra minni þörf fyrir vinnuafl. Allt eru þetta skynsamlegar ábendingar og umhugsunarverðar. Þær segja okkur að breytingar á atvinnulífinu sem áður tryggðu aukna atvinnu gera það ekki lengur. Ekki er það að öllu leyti vond þróun því hún þýðir að við getum aukið hagvöxt og bætt heildarlífskjörin án þess að þjóðfélagið lendi í vítahring verðbólgu eins og fyrr á árum. En þessi þróun vekur upp spurningar um verkefni fyrir þá sem eru atvinnulausir til lengri tíma. Eitthvert atvinnuleysi er eðlilegt og tímabundnar sveiflur í atvinnustigi þurfa ekki endilega að vera sérstakt áhyggjuefni. Það sem menn hljóta að staldra við sérstaklega núna er hve sá hópur sem hefur verið atvinnulaus í eitt ár eða lengur er orðinn fjölmennur. Hann telur nú á áttunda hundrað manns. Margir þessara atvinnuleysingja eru búnir hæfileikum og reynslu sem þjóðfélagið þarf að geta nýtt með einhverjum hætti. Í þessum hópi er margt fjölskyldufólk sem á erfitt með að láta enda ná saman í daglegu lífi vegna aðstæðna sinna. Atvinnuleysið skapar félagsleg vandamál sem eru óviðunandi fyrir okkar litla þjóðfélag. Ánægjulegu tíðindin í þjóðhagsspá Íslandsbanka eru þau orð að búast megi við að verulega dragi úr atvinnuleysi á næsta ári og þarnæsta. Það er að vísu tímabundin þróun að því er virðist en bót í máli. En ástæða er til að velta því fyrir sér hvort ekki sé með einhverjum hætti hægt að greiða götu þeirra sem ekki munu fyrirsjáanlega fá vinnu á næstu mánuðum. Getur ekki verið skynsamlegt fyrir ríki og sveitarfélög að leggja fé í markvissa ókeypis endurmenntun þessa fólks, svo sem á sviði upplýsingatækni, eða bjóða því aðrar námsleiðir og nýta þannig biðtímann á uppbyggilegan hátt? Aðgerðaleysi er versta böl hinna atvinnulausu. Eru ekki augljós hagræn rök fyrir því að verja opinberum fjármunum í námskeið og endurhæfingu atvinnulausra?
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar