Krafist 5 mánaða fangelsis 9. september 2004 00:01 Ragnar Sigurjónsson, sem framseldur var frá Taílandi vegna fjársvikamáls, segist hafa verið farinn að undirbúa heimför þegar hann var framseldur. Ákæruvaldið krefst þess að Ragnar verði dæmdur í fimm mánaða fangelsi. Aðalmeðferð í máli Ragnars lauk í dag og verður dómur kveðinn upp innan þriggja vikna. Sem kunnugt er hvarf Ragnar á sínum tíma þegar hann var í London og fréttist ekkert af honum fyrr en síðar, og þá í Taílandi. Áður en hann hvarf hafði verið gefin út ákæra á hendur honum vegna fjársvika í tengslum við skreiðaviðskipti við nígerískan mann. Ragnar gaf skýrslu öðru sinni fyrir dómi í dag og sagðist hann þar hafa verið farinn að undirbúa heimaför þegar hann var framseldur. Hann hafi viljað koma heim á þessum tíma bæði af persónulegum ástæðum sem og heilsufarsástæðum og sagðist Ragnar hafa haft samband við konsúl Íslands í Taílandi vegna þess. Aðspurður sagðist hann ekki hafa haft samband við lögreglu eða dómsmálayfirvöld, fyrst hann ætlaði að koma heim. Þau lög sem Ragnar er sakaður um að hafa brotið gegn kveða á um allt að sex ára fangelsi. Steinar Dagur Adolfsson, sækjandi í málinu, fór fram á að Ragnar yrði dæmdur í fimm mánaða fangelsi. Hann sagði fjársvikabrot alvarlegan glæp, Ragnar hefði haft út úr brotinu talsverða fjárhæð og brotaviljinn hafi verið skýr. Sækjandinn velti fyrir sér hvort að flótti Ragnars ætti að hafa áhrif á refsinguna og sagði erfitt að líta framhjá honum. Verjandi Ragnars krafðist sýknu og benti á Ragnar hefði margoft mætt við fyrirtökur og fleira í málinu og næg tækifæri hefðu verið til að taka af honum skýrslu fyrir dómi, en ekki gert. Til dæmis hefði kærandinn í málinu, nígeríski skreiðakaupmaðurinn, komið fyrir dóm og gefið skýrslu og sáraeinfalt og eðlilegt hefði verið að gera það þá . Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Sjá meira
Ragnar Sigurjónsson, sem framseldur var frá Taílandi vegna fjársvikamáls, segist hafa verið farinn að undirbúa heimför þegar hann var framseldur. Ákæruvaldið krefst þess að Ragnar verði dæmdur í fimm mánaða fangelsi. Aðalmeðferð í máli Ragnars lauk í dag og verður dómur kveðinn upp innan þriggja vikna. Sem kunnugt er hvarf Ragnar á sínum tíma þegar hann var í London og fréttist ekkert af honum fyrr en síðar, og þá í Taílandi. Áður en hann hvarf hafði verið gefin út ákæra á hendur honum vegna fjársvika í tengslum við skreiðaviðskipti við nígerískan mann. Ragnar gaf skýrslu öðru sinni fyrir dómi í dag og sagðist hann þar hafa verið farinn að undirbúa heimaför þegar hann var framseldur. Hann hafi viljað koma heim á þessum tíma bæði af persónulegum ástæðum sem og heilsufarsástæðum og sagðist Ragnar hafa haft samband við konsúl Íslands í Taílandi vegna þess. Aðspurður sagðist hann ekki hafa haft samband við lögreglu eða dómsmálayfirvöld, fyrst hann ætlaði að koma heim. Þau lög sem Ragnar er sakaður um að hafa brotið gegn kveða á um allt að sex ára fangelsi. Steinar Dagur Adolfsson, sækjandi í málinu, fór fram á að Ragnar yrði dæmdur í fimm mánaða fangelsi. Hann sagði fjársvikabrot alvarlegan glæp, Ragnar hefði haft út úr brotinu talsverða fjárhæð og brotaviljinn hafi verið skýr. Sækjandinn velti fyrir sér hvort að flótti Ragnars ætti að hafa áhrif á refsinguna og sagði erfitt að líta framhjá honum. Verjandi Ragnars krafðist sýknu og benti á Ragnar hefði margoft mætt við fyrirtökur og fleira í málinu og næg tækifæri hefðu verið til að taka af honum skýrslu fyrir dómi, en ekki gert. Til dæmis hefði kærandinn í málinu, nígeríski skreiðakaupmaðurinn, komið fyrir dóm og gefið skýrslu og sáraeinfalt og eðlilegt hefði verið að gera það þá .
Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Sjá meira