Við treystum þeim ekki 14. október 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Miklar umræður hafa orðið manna á meðal um veru flota rússneskra herskipa á Þisitilfjarðargrunni fyrir austan land. Hin opinbera skýring rússneska sendiráðsins í Reykjavík er að um heræfingu sé að ræða. Rússneskur herskipafloti hefur ekki komið svo nálægt landi frá því á tíma kalda stríðsins þegar herskip, kafbátar og orrustuþotur voru tíðir gestir innan landhelgi og lofthelgi Íslands. Ekki eru allir sannfærðir um að hin opinbera skýring sé rétt. Hafa heyrst vangaveltur um að kannski hafi rússneskur kafbátur, jafnvel kjarnorkuknúinn, lent í erfiðleikum á þessu svæði. Ástæðulaust er að gefa slíku tali undir fótinn meðan ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að eitthvað slíkt sé raunverulega á seyði. Ljóst er að það er ekki aðeins almenningur hér á landi sem hefur allan fyrirvara á skýringum Rússa. Íslensk stjórnvöld hafa látið fylgjast með flotanum og fregnir hafa borist um að bandamenn okkar í Noregi og Bretlandi hafi sent könnunarflugvélar á svæðið. Það þarf þó ekki að benda til þess að menn óttist að slys hafi orðið; allt eins er líklegt að Atlantshafsbandalagið vilji leiða í ljós hvers vegna Rússarnir eru svo nálægt landi sem raun ber vitni og af hverju þeir hafa hægt um sig dögum saman. Ástæðan fyrir tortryggni almennings og stjórnvalda gagnvart öllum opinberum skýringum Rússa er sú að þeir hafa því miður ekki reynst trausts verðir þegar á hefur reynt. Þótt Rússar hafi losað sig við alræðisstjórn kommúnista og tekið upp lýðræðisskipulag búa þeir enn við arfleifð leyndarhyggjunnar sem var eitt helsta einkenni Sovétríkjanna sálugu. Enn er mönnum ofarlega í huga þegar rússneski kjarnorkukafbáturinn Kúrsk fórst í Barentshafi fyrir fjórum árum. Á annað hundrað skipverja fórst. Atvikinu var haldið leyndu dögum saman og stjórnvöldum og fjölmiðlum á Vesturlöndum vísvitandi veittar rangar upplýsingar um framvindu mála. Sams konar atvik, þar sem villandi upplýsingar hafa verið veittar, hafa síðan margsinnis endurtekið sig. Það er leitt að segja það því Rússar eru fín þjóð sem við viljum eiga góð og náin samskipti við en við treystum þeim ekki í svona tilvikum. Við tökum þá ekki á orðinu heldur bíðum þar til staðreyndirnar tala sínu máli. Rétt er að hafa í huga að slík er leyndarhyggjan í rússneska stjórnkerfinu að öruggt má telja að sendiráðið í Reykjavík fái ekki upplýsingar sem þykja óþægilegar fyrir stjórnvöld fyrr en búið er að gefa grænt ljós á þær á æðstu stöðum. Tortryggni gagnvart Rússum beinist því ekkert sérstaklega að ágætu starfsfólki rússneska sendiráðsins í Reykjavík. Það er umhugsunarefni að engar herþotur frá varnarliðinu í Keflavík hafa fylgst með rússneska herskipaflotanum. Orion-þoturnar sem fylgdust með kafbátaferðum Rússa á tíma kalda stríðsins hafa verið kallaðar heim. Þetta vekur upp spurningar um öryggi Íslands og öryggisbúnað í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Guðmundur Magnússon Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Miklar umræður hafa orðið manna á meðal um veru flota rússneskra herskipa á Þisitilfjarðargrunni fyrir austan land. Hin opinbera skýring rússneska sendiráðsins í Reykjavík er að um heræfingu sé að ræða. Rússneskur herskipafloti hefur ekki komið svo nálægt landi frá því á tíma kalda stríðsins þegar herskip, kafbátar og orrustuþotur voru tíðir gestir innan landhelgi og lofthelgi Íslands. Ekki eru allir sannfærðir um að hin opinbera skýring sé rétt. Hafa heyrst vangaveltur um að kannski hafi rússneskur kafbátur, jafnvel kjarnorkuknúinn, lent í erfiðleikum á þessu svæði. Ástæðulaust er að gefa slíku tali undir fótinn meðan ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að eitthvað slíkt sé raunverulega á seyði. Ljóst er að það er ekki aðeins almenningur hér á landi sem hefur allan fyrirvara á skýringum Rússa. Íslensk stjórnvöld hafa látið fylgjast með flotanum og fregnir hafa borist um að bandamenn okkar í Noregi og Bretlandi hafi sent könnunarflugvélar á svæðið. Það þarf þó ekki að benda til þess að menn óttist að slys hafi orðið; allt eins er líklegt að Atlantshafsbandalagið vilji leiða í ljós hvers vegna Rússarnir eru svo nálægt landi sem raun ber vitni og af hverju þeir hafa hægt um sig dögum saman. Ástæðan fyrir tortryggni almennings og stjórnvalda gagnvart öllum opinberum skýringum Rússa er sú að þeir hafa því miður ekki reynst trausts verðir þegar á hefur reynt. Þótt Rússar hafi losað sig við alræðisstjórn kommúnista og tekið upp lýðræðisskipulag búa þeir enn við arfleifð leyndarhyggjunnar sem var eitt helsta einkenni Sovétríkjanna sálugu. Enn er mönnum ofarlega í huga þegar rússneski kjarnorkukafbáturinn Kúrsk fórst í Barentshafi fyrir fjórum árum. Á annað hundrað skipverja fórst. Atvikinu var haldið leyndu dögum saman og stjórnvöldum og fjölmiðlum á Vesturlöndum vísvitandi veittar rangar upplýsingar um framvindu mála. Sams konar atvik, þar sem villandi upplýsingar hafa verið veittar, hafa síðan margsinnis endurtekið sig. Það er leitt að segja það því Rússar eru fín þjóð sem við viljum eiga góð og náin samskipti við en við treystum þeim ekki í svona tilvikum. Við tökum þá ekki á orðinu heldur bíðum þar til staðreyndirnar tala sínu máli. Rétt er að hafa í huga að slík er leyndarhyggjan í rússneska stjórnkerfinu að öruggt má telja að sendiráðið í Reykjavík fái ekki upplýsingar sem þykja óþægilegar fyrir stjórnvöld fyrr en búið er að gefa grænt ljós á þær á æðstu stöðum. Tortryggni gagnvart Rússum beinist því ekkert sérstaklega að ágætu starfsfólki rússneska sendiráðsins í Reykjavík. Það er umhugsunarefni að engar herþotur frá varnarliðinu í Keflavík hafa fylgst með rússneska herskipaflotanum. Orion-þoturnar sem fylgdust með kafbátaferðum Rússa á tíma kalda stríðsins hafa verið kallaðar heim. Þetta vekur upp spurningar um öryggi Íslands og öryggisbúnað í landinu.