Öfugur Berlusconi 15. október 2004 00:01 Enn um fjölmiðla - Ólafur Hannibalsson Í þessum dálkum hefur höfundum að undanförnu orðið nokkuð tíðrætt um þrískiptingu valdsins; kenningu Montesquieus um að nauðsynlegt sé, lýðræðisins vegna, að höfuðgreinar stjórnskipunarinnar, framkvæmdarvald, löggjafarvald og dómsvald, séu fyllilega aðskildar. Við höfum minnt á þau ummæli James Madison, eins helsta höfundar stjórnarskrár Bandaríkjanna og fjórða forseta þeirra (1808 - 1817): "Safnist löggjafarvald, dómsvald og framkvæmdarvald á sömu hendur - þá er það réttnefnd ógnarstjórn". Það eru senn tvö hundruð ár síðan Madison skrifaði þessi orð. Þá var enn langt í land að til kæmi fjórða valdið: Fjölmiðlarnir - og þá sérstaklega loftmiðlarnir. Bent hefur verið á að útvarpið og gjallarhornið hafi gert það mögulegt að lyfta lýðskrumurum síðustu aldar til valda. Mússólíni og Hitler hefðu sennilega engum árangri náð án þessara tækja, sem gerðu þeim kleift að fylla heilu leikvangana af tugþúsunda múg, sem lét sefjast af röddum þeirra og einföldum hatursboðskap, líkt og poppstjörnur í dag fá unglinga til að öskra og ýlfra einum rómi og falla í yfirlið yfir söngli átrúnaðargoða sinna. Einræðisherrar fundu fljótt út að útvarpsbylgjur var hægt að trufla. En þegar sjónvarpið kom til sögunnar varð engum vörnum við komið. Sjónvarpið hefur átt stóran þátt í að fella einræðisstjórnir, því að sjón er sögu ríkari og fólk sem sér velmegun Vesturlanda á skjánum, trúir þeim áróðri ríkisstjórna sinna ekki til lengdar að allt sé þetta sett á svið til að blekkja. Pótemkíntjöld. En innan lýðræðisríkja má líka beita sjónvarpinu til lævíss áróðurs, sem grefur undan stjórnskipulaginu. Einn af þeim fyrstu til að uppgötva þetta var Ítalinn Berlusconi. Hann notfærði sér auð sinn til að komast yfir allar helstu sjónvarpsstöðvar Ítalíu í einkaeigu og beitti þeim óspart í eigin þágu. Síðan stofnaði hann stjórnmálaflokk, komst til valda, og réð þá einnig fyrir ítölsku ríkissjónvarpsstöðvunum og hefur óspart beitt þeim í sína þágu síðan. Hér er að skapast Berlusconiástand með öfugum formerkjum. Harðsvíruð lítil klíka, sem lengi hefur verið við völd og hrært saman hinu þrískipta valdi í eina kös, hefur lengi stefnt að því að ná jafnframt fjölmiðlunum einnig í sínar hendur. Þegar tilraun þeirra til að ná tökum á DV, Fréttablaðinu og Stöð 2 misheppnaðist, reyndu þeir að kæfa raddir þeirra með fjölmiðlafrumvarpinu, sem var sprengja, sem reyndar sprakk í andlitið á þeim. Það var lærdómsrík grein, sem birtist í Morgunblaðinu á fimmtudaginn eftir Guðrúnu Lilju Hólmfríðardóttur. Hún var þolandinn í "Prófessorsmálinu". Hún segir: "Fyrir nokkrum árum samþykkti ég að tjá mig um málið í þáttaröðinni "Sönn íslensk sakamál" og var viðtal við mig tekið upp.Þegar Jón Steinar Gunnlaugsson frétti af gerð þáttarins var framleiðsla hans stöðvuð af ríkissjónvarpinu en útlagður kostnaður við gerð hans greiddur. Ég var látin skrifa undir þagnareið og get því ekki frekar tjáð mig um málið." Málið allt er ljótt, en ég ætla ekki að fara frekar út í þá sálma hér. Hvernig "frétti" Jón Steinar Gunnlaugsson af gerð þessa þáttar? Þótt því verði eflaust neitað, er engin önnur skýring tiltæk en sú, að klíkubróðir hans úr Félagi frjálshyggjumanna, Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, formaður útvarpsráðs og kosinn af Alþingi, hafi látið Jón vita af hvað væri á seyði. Hann beitti síðan áhrifum sínum til að koma í veg fyrir gerð þáttarins. Í fyrradag var svo tilkynnt að 99% ríkisfyrirtækið Síminn h/f hefði keypt sér meirihluta í Skjá einum, naumlega náð honum úr klónum á Norðurljósum (fyrir milligöngu Gunnlaugs Sævars). Enn einn klíkubróðirinn úr Félagi frjálshyggjumanna, Brynjólfur Bjarnason, tilkynnti að Síminn hyggði á fullan sjónvarpsrekstur - nú var ekki lengur verið að "kaupa enska boltann"! Útvarpsstjóri ríkisútvarpsins, Markús Örn Antonsson, kom gramur fram í útvarpinu (ekki sjónvarpinu) og botnaði ekkert í því, að fyrirtækið, sem sæi um allt dreifingarkerfi ríkisútvarpsins, ætlaði að fara í beina samkeppni við sömu stofnun! Ekki dettur mér í hug að hann hafi verið vitorðsmaður um "plottið", en engu að síður lék hann sitt fyrirframákveðna hlutverk aðdáanlega, lét jafnvel örla á dálítilli hneykslun. Í mínum huga er það ljóst að "litla, ljóta klíkan", gömlu frjálshyggjumannanna er nú að ná því langþráða takmarki sínu eftir 13 ára valdasetu að draga saman í hendi sér alla valdaþræði hins þrískipta valds, framkvæmdarvalds, löggjafarvalds og dómsvalds, og rær að því öllum árum að ná sömu tökum á fjölmiðlum landsins. Engu þeirra orði er að treysta.Þeir eru ekki dauðir úr öllum æðum. Eða, eins og Davíð orðaði það við Clintonhjónin: "Ekki skil ég í því að þið skuluð vera að heimsækja mig, hálfhættan og hálfdauðan." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Hannibalsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson Skoðun
Enn um fjölmiðla - Ólafur Hannibalsson Í þessum dálkum hefur höfundum að undanförnu orðið nokkuð tíðrætt um þrískiptingu valdsins; kenningu Montesquieus um að nauðsynlegt sé, lýðræðisins vegna, að höfuðgreinar stjórnskipunarinnar, framkvæmdarvald, löggjafarvald og dómsvald, séu fyllilega aðskildar. Við höfum minnt á þau ummæli James Madison, eins helsta höfundar stjórnarskrár Bandaríkjanna og fjórða forseta þeirra (1808 - 1817): "Safnist löggjafarvald, dómsvald og framkvæmdarvald á sömu hendur - þá er það réttnefnd ógnarstjórn". Það eru senn tvö hundruð ár síðan Madison skrifaði þessi orð. Þá var enn langt í land að til kæmi fjórða valdið: Fjölmiðlarnir - og þá sérstaklega loftmiðlarnir. Bent hefur verið á að útvarpið og gjallarhornið hafi gert það mögulegt að lyfta lýðskrumurum síðustu aldar til valda. Mússólíni og Hitler hefðu sennilega engum árangri náð án þessara tækja, sem gerðu þeim kleift að fylla heilu leikvangana af tugþúsunda múg, sem lét sefjast af röddum þeirra og einföldum hatursboðskap, líkt og poppstjörnur í dag fá unglinga til að öskra og ýlfra einum rómi og falla í yfirlið yfir söngli átrúnaðargoða sinna. Einræðisherrar fundu fljótt út að útvarpsbylgjur var hægt að trufla. En þegar sjónvarpið kom til sögunnar varð engum vörnum við komið. Sjónvarpið hefur átt stóran þátt í að fella einræðisstjórnir, því að sjón er sögu ríkari og fólk sem sér velmegun Vesturlanda á skjánum, trúir þeim áróðri ríkisstjórna sinna ekki til lengdar að allt sé þetta sett á svið til að blekkja. Pótemkíntjöld. En innan lýðræðisríkja má líka beita sjónvarpinu til lævíss áróðurs, sem grefur undan stjórnskipulaginu. Einn af þeim fyrstu til að uppgötva þetta var Ítalinn Berlusconi. Hann notfærði sér auð sinn til að komast yfir allar helstu sjónvarpsstöðvar Ítalíu í einkaeigu og beitti þeim óspart í eigin þágu. Síðan stofnaði hann stjórnmálaflokk, komst til valda, og réð þá einnig fyrir ítölsku ríkissjónvarpsstöðvunum og hefur óspart beitt þeim í sína þágu síðan. Hér er að skapast Berlusconiástand með öfugum formerkjum. Harðsvíruð lítil klíka, sem lengi hefur verið við völd og hrært saman hinu þrískipta valdi í eina kös, hefur lengi stefnt að því að ná jafnframt fjölmiðlunum einnig í sínar hendur. Þegar tilraun þeirra til að ná tökum á DV, Fréttablaðinu og Stöð 2 misheppnaðist, reyndu þeir að kæfa raddir þeirra með fjölmiðlafrumvarpinu, sem var sprengja, sem reyndar sprakk í andlitið á þeim. Það var lærdómsrík grein, sem birtist í Morgunblaðinu á fimmtudaginn eftir Guðrúnu Lilju Hólmfríðardóttur. Hún var þolandinn í "Prófessorsmálinu". Hún segir: "Fyrir nokkrum árum samþykkti ég að tjá mig um málið í þáttaröðinni "Sönn íslensk sakamál" og var viðtal við mig tekið upp.Þegar Jón Steinar Gunnlaugsson frétti af gerð þáttarins var framleiðsla hans stöðvuð af ríkissjónvarpinu en útlagður kostnaður við gerð hans greiddur. Ég var látin skrifa undir þagnareið og get því ekki frekar tjáð mig um málið." Málið allt er ljótt, en ég ætla ekki að fara frekar út í þá sálma hér. Hvernig "frétti" Jón Steinar Gunnlaugsson af gerð þessa þáttar? Þótt því verði eflaust neitað, er engin önnur skýring tiltæk en sú, að klíkubróðir hans úr Félagi frjálshyggjumanna, Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, formaður útvarpsráðs og kosinn af Alþingi, hafi látið Jón vita af hvað væri á seyði. Hann beitti síðan áhrifum sínum til að koma í veg fyrir gerð þáttarins. Í fyrradag var svo tilkynnt að 99% ríkisfyrirtækið Síminn h/f hefði keypt sér meirihluta í Skjá einum, naumlega náð honum úr klónum á Norðurljósum (fyrir milligöngu Gunnlaugs Sævars). Enn einn klíkubróðirinn úr Félagi frjálshyggjumanna, Brynjólfur Bjarnason, tilkynnti að Síminn hyggði á fullan sjónvarpsrekstur - nú var ekki lengur verið að "kaupa enska boltann"! Útvarpsstjóri ríkisútvarpsins, Markús Örn Antonsson, kom gramur fram í útvarpinu (ekki sjónvarpinu) og botnaði ekkert í því, að fyrirtækið, sem sæi um allt dreifingarkerfi ríkisútvarpsins, ætlaði að fara í beina samkeppni við sömu stofnun! Ekki dettur mér í hug að hann hafi verið vitorðsmaður um "plottið", en engu að síður lék hann sitt fyrirframákveðna hlutverk aðdáanlega, lét jafnvel örla á dálítilli hneykslun. Í mínum huga er það ljóst að "litla, ljóta klíkan", gömlu frjálshyggjumannanna er nú að ná því langþráða takmarki sínu eftir 13 ára valdasetu að draga saman í hendi sér alla valdaþræði hins þrískipta valds, framkvæmdarvalds, löggjafarvalds og dómsvalds, og rær að því öllum árum að ná sömu tökum á fjölmiðlum landsins. Engu þeirra orði er að treysta.Þeir eru ekki dauðir úr öllum æðum. Eða, eins og Davíð orðaði það við Clintonhjónin: "Ekki skil ég í því að þið skuluð vera að heimsækja mig, hálfhættan og hálfdauðan."
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun