Stoðir kjarasamninga eru að bresta 23. október 2004 00:01 Formaður Starfsgreinasambands Íslands segir samningsforsendur bresta verði samningar til annarra á vinnumarkaði umtalsvert hærri en félagsmanna sambandsins. Tillaga ríkissáttasemjara að lausn kennaradeilunnar sem hafnað var hefði falið í sér tæpra 26 prósenta kostnaðarauka fyrir sveitarfélögin. "Ef samningar annarra á vinnumarkaði verða umtalsvert hærri en okkar bresta samningsforsendur," segir Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambands Íslands. Tillaga ríkissáttasemjara til lausnar á kjaradeilu kennara sem kennarar höfnuðu hefði alls falið í sér tæpra 26 prósenta kostnaðaraukningu fyrir sveitarfélögin á samningstímanum. Kennurum var boðin 5,6 prósenta launahækkun strax auk 100 þúsunda eingreiðslu þann 1. nóvember. Gert var ráð fyrir öllu meiri hækkun til byrjunarkennara en annarra í tillögu ríkissáttasemjara. Þá hefði kennsluskylda verið minnkuð úr 28 kennslustundum á viku í 26. Kristján segir málið alvarlegt í ljósi þess að verðbólgumarkmið Seðlabankans séu brostin eða standi mjög veikum fótum. "Þannig er hin stoð kjarasamninganna fokin líka," segir Kristján. "Þannig að eins og staðan blasir við eru okkar samningsforsendur afar veikar. Þá áskiljum við okkur að taka upp samninga við fyrsta tækifæri eða fá nægjanlega hækkanir til þess að bæta okkur upp þennan mismun," segir Kristján og bætir við að slíkt muni reyna verulega á verðbólgu. Forsvarsmenn sveitarfélaga sem Fréttablaðið ræddi við í gær sögðu ekki inni í myndinni að semja sérstaklega við sína kennara. "Launanefndin fer með okkar umboð og við berum fullt traust til þess að henni takist að leysa þessa deilu farsællega og fljótt," segir Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri Seltjarnarness. Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri Akureyrar, tekur í sama streng og segir launanefndina hafa fullt samningaumboð sveitarfélaganna. Næsti fundur launanefndar sveitarfélaganna og samninganefndar kennara hefur verið boðaður þann 5. nóvember næstkomandi. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hefur boðað deilendur á sinn fund á morgun. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Sjá meira
Formaður Starfsgreinasambands Íslands segir samningsforsendur bresta verði samningar til annarra á vinnumarkaði umtalsvert hærri en félagsmanna sambandsins. Tillaga ríkissáttasemjara að lausn kennaradeilunnar sem hafnað var hefði falið í sér tæpra 26 prósenta kostnaðarauka fyrir sveitarfélögin. "Ef samningar annarra á vinnumarkaði verða umtalsvert hærri en okkar bresta samningsforsendur," segir Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambands Íslands. Tillaga ríkissáttasemjara til lausnar á kjaradeilu kennara sem kennarar höfnuðu hefði alls falið í sér tæpra 26 prósenta kostnaðaraukningu fyrir sveitarfélögin á samningstímanum. Kennurum var boðin 5,6 prósenta launahækkun strax auk 100 þúsunda eingreiðslu þann 1. nóvember. Gert var ráð fyrir öllu meiri hækkun til byrjunarkennara en annarra í tillögu ríkissáttasemjara. Þá hefði kennsluskylda verið minnkuð úr 28 kennslustundum á viku í 26. Kristján segir málið alvarlegt í ljósi þess að verðbólgumarkmið Seðlabankans séu brostin eða standi mjög veikum fótum. "Þannig er hin stoð kjarasamninganna fokin líka," segir Kristján. "Þannig að eins og staðan blasir við eru okkar samningsforsendur afar veikar. Þá áskiljum við okkur að taka upp samninga við fyrsta tækifæri eða fá nægjanlega hækkanir til þess að bæta okkur upp þennan mismun," segir Kristján og bætir við að slíkt muni reyna verulega á verðbólgu. Forsvarsmenn sveitarfélaga sem Fréttablaðið ræddi við í gær sögðu ekki inni í myndinni að semja sérstaklega við sína kennara. "Launanefndin fer með okkar umboð og við berum fullt traust til þess að henni takist að leysa þessa deilu farsællega og fljótt," segir Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri Seltjarnarness. Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri Akureyrar, tekur í sama streng og segir launanefndina hafa fullt samningaumboð sveitarfélaganna. Næsti fundur launanefndar sveitarfélaganna og samninganefndar kennara hefur verið boðaður þann 5. nóvember næstkomandi. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hefur boðað deilendur á sinn fund á morgun.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Sjá meira