Innbyggt vantraust 29. október 2004 00:01 Ein helsta ástæðan fyrir því hversu illa Bandaríkjamönnum hefur gengið að koma upp kosningakerfi sem virkar er sterk viðleitni ríkis- og sveitarstjórna á hverjum stað til að ráða sjálf sínum málum, segir Michael T. Corgan, prófessor í flotafræðum og stjórnmálafræði við háskólann í Boston í Massachusetts. Ófullnægjandi framkvæmd kosninga í Bandaríkjunum komst í hámæli í Flórída fyrir fjórum árum en nokkur atvik hafa þegar komið upp nú sem gefa til kynna að enn sé langt í land áður en hægt verður að fullyrða að framkvæmdin sé fullnægjandi. "Þó við eigum að baki langa sögu lýðræðis er saga stjórnar heimamanna á stjórnmálakerfinu jafn löng. Það er ástæðan fyrir því að hvert kjördæmi er með sínar eigin aðferðir til atkvæðagreiðslu," segir Corgan og tekur fram að hluti af ástæðunni fyrir því að kerfin virðist oft úrelt eða ófullnægjandi sé kostnaður. Það hafi líka sitt að segja að frá því vélrænn kosningabúnaður var tekinn upp hafi sjaldan verið jafn mjótt á munum og í forsetakosningunum fyrir fjórum árum. Fram að því hafi kerfið virst nógu gott. "Í bandarískri stjórnmálamenningu er innbyggt vantraust á miðstýrðu valdi sem veldur því að kosningastjórnir á hverjum stað taka því illa að utanaðkomandi einstaklingar og stofnanir segi þeim fyrir verkum. Þegar við bætist að undanfarið hafa forsetaframbjóðendur barið á innanbúðarmönnum í Washington eru margir sterkir þættir sem ráða því að málum er stjórnað á heimavelli, hversu illa sem það gengur," segir Corgan. Corgan bendir einnig á að nýrri tækni fylgi vandamál. Þannig geti rafræn kosningakerfi verið viðkvæm fyrir tölvuþrjótum og ekki bætir úr sök að ekki er hægt að endurtelja atkvæði ef mjótt er á munum. "Eins og sumir segja jafnast það að prenta gögnin út á nýjan leik ekki á við það að telja á nýjan leik," segir Corgan og bætir við. "Að auki var einu fyrirtækjanna sem reyna að selja nýjan, þróaðan rafrænan kosningabúnað þar til nýlega stjórnað af manni sem sagði að hans markmið væri að tryggja Bush forseta sigur í Ohio. Þú getur ímyndað þér að demókratar tortryggðu þennan búnað." Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Sjá meira
Ein helsta ástæðan fyrir því hversu illa Bandaríkjamönnum hefur gengið að koma upp kosningakerfi sem virkar er sterk viðleitni ríkis- og sveitarstjórna á hverjum stað til að ráða sjálf sínum málum, segir Michael T. Corgan, prófessor í flotafræðum og stjórnmálafræði við háskólann í Boston í Massachusetts. Ófullnægjandi framkvæmd kosninga í Bandaríkjunum komst í hámæli í Flórída fyrir fjórum árum en nokkur atvik hafa þegar komið upp nú sem gefa til kynna að enn sé langt í land áður en hægt verður að fullyrða að framkvæmdin sé fullnægjandi. "Þó við eigum að baki langa sögu lýðræðis er saga stjórnar heimamanna á stjórnmálakerfinu jafn löng. Það er ástæðan fyrir því að hvert kjördæmi er með sínar eigin aðferðir til atkvæðagreiðslu," segir Corgan og tekur fram að hluti af ástæðunni fyrir því að kerfin virðist oft úrelt eða ófullnægjandi sé kostnaður. Það hafi líka sitt að segja að frá því vélrænn kosningabúnaður var tekinn upp hafi sjaldan verið jafn mjótt á munum og í forsetakosningunum fyrir fjórum árum. Fram að því hafi kerfið virst nógu gott. "Í bandarískri stjórnmálamenningu er innbyggt vantraust á miðstýrðu valdi sem veldur því að kosningastjórnir á hverjum stað taka því illa að utanaðkomandi einstaklingar og stofnanir segi þeim fyrir verkum. Þegar við bætist að undanfarið hafa forsetaframbjóðendur barið á innanbúðarmönnum í Washington eru margir sterkir þættir sem ráða því að málum er stjórnað á heimavelli, hversu illa sem það gengur," segir Corgan. Corgan bendir einnig á að nýrri tækni fylgi vandamál. Þannig geti rafræn kosningakerfi verið viðkvæm fyrir tölvuþrjótum og ekki bætir úr sök að ekki er hægt að endurtelja atkvæði ef mjótt er á munum. "Eins og sumir segja jafnast það að prenta gögnin út á nýjan leik ekki á við það að telja á nýjan leik," segir Corgan og bætir við. "Að auki var einu fyrirtækjanna sem reyna að selja nýjan, þróaðan rafrænan kosningabúnað þar til nýlega stjórnað af manni sem sagði að hans markmið væri að tryggja Bush forseta sigur í Ohio. Þú getur ímyndað þér að demókratar tortryggðu þennan búnað."
Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Sjá meira