Olíufélögin á móti olíugjaldinu 11. nóvember 2004 00:01 Olíufélögin, sem öll hafa styrkt stjórnmálaflokkana, börðust á sínum tíma hatrammri baráttu gegn því að olíugjaldið yrði tekið upp. Það hefði haft í för með sér aukna dísilvæðingu og þar af leiðandi minni viðskipti. Frumvarp um olíugjald var samþykkt á Alþingi 1997 en það svo afturkallað. Fjármál stjórnmálaflokkanna og tengsl þeirra við olíufyrirtækin hafa komið í umræðu síðustu daga um verðsamráð. Ríkisútvarpið flutti af því fréttir að stjórnarflokkarnir neiti að gefa upp hversu mikla peninga þeir hafi þegið af félögunum en fram hefur komið að styrkur Samfylkingarinnar frá þeim var innan við hálfa milljón, styrkur Vinstri - grænna innan við 300 þúsund og Frjálslyndi flokkurinn hefur þegið 400 þúsund. Stöð 2 sannreyndi í dag að það hefur ekki verið rætt innan stjórnarandstöðuflokkanna að skila þessum peningum. Í fréttum Sjónvarps var greint frá því að skuldir Framsóknarflokksins lækkuðu um sjötíu milljónir á árunum 1994 til 1998. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar, bendir á það á heimasíðu sinni að því hafi verið hafnað á Alþingi árið 1997 að kanna verðsamráð olíufélaganna, með vísan til þess að það væri of dýrt. En það er ekki eina ákvörðunin sem olíufélögin hafa hagnast á. Árið 1997 var lagt fram frumvarp á Alþingi um upptöku olíugjalds. Hún fól í sér að þungaskattur díselbifreiðaeigenda féll niður, sem og mæld keyrsla, sem tilheyrt hefur díselbifreiðum. Ástæðan var sú að það er umhverfisvænna að nota dísel en olíufélögin lögðust gegn þessu og börðust hatrammri baráttu gegn upptöku olíugjaldsins, enda eldsneytiseyðslan um 30 prósentum minni með dísel. Það þýðir að sjálfsögðu fækkun ferða á bensínstöðvar um 30 prósent. Framkvæmd þess var svo frestað og að lokum var frumvarpið fellt úr gildi. Olíugjaldið hefur svo aftur verið tekið upp og verður að veruleika næsta sumar. Uppfylla Íslendingar þar með ákveðnar mengunartakmarkanir Kyoto-samningsins. Í kjölfarið verður munurinn á díesel og bensíni hér á landi í kringum fimm prósent. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Innlent Fleiri fréttir Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Sjá meira
Olíufélögin, sem öll hafa styrkt stjórnmálaflokkana, börðust á sínum tíma hatrammri baráttu gegn því að olíugjaldið yrði tekið upp. Það hefði haft í för með sér aukna dísilvæðingu og þar af leiðandi minni viðskipti. Frumvarp um olíugjald var samþykkt á Alþingi 1997 en það svo afturkallað. Fjármál stjórnmálaflokkanna og tengsl þeirra við olíufyrirtækin hafa komið í umræðu síðustu daga um verðsamráð. Ríkisútvarpið flutti af því fréttir að stjórnarflokkarnir neiti að gefa upp hversu mikla peninga þeir hafi þegið af félögunum en fram hefur komið að styrkur Samfylkingarinnar frá þeim var innan við hálfa milljón, styrkur Vinstri - grænna innan við 300 þúsund og Frjálslyndi flokkurinn hefur þegið 400 þúsund. Stöð 2 sannreyndi í dag að það hefur ekki verið rætt innan stjórnarandstöðuflokkanna að skila þessum peningum. Í fréttum Sjónvarps var greint frá því að skuldir Framsóknarflokksins lækkuðu um sjötíu milljónir á árunum 1994 til 1998. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar, bendir á það á heimasíðu sinni að því hafi verið hafnað á Alþingi árið 1997 að kanna verðsamráð olíufélaganna, með vísan til þess að það væri of dýrt. En það er ekki eina ákvörðunin sem olíufélögin hafa hagnast á. Árið 1997 var lagt fram frumvarp á Alþingi um upptöku olíugjalds. Hún fól í sér að þungaskattur díselbifreiðaeigenda féll niður, sem og mæld keyrsla, sem tilheyrt hefur díselbifreiðum. Ástæðan var sú að það er umhverfisvænna að nota dísel en olíufélögin lögðust gegn þessu og börðust hatrammri baráttu gegn upptöku olíugjaldsins, enda eldsneytiseyðslan um 30 prósentum minni með dísel. Það þýðir að sjálfsögðu fækkun ferða á bensínstöðvar um 30 prósent. Framkvæmd þess var svo frestað og að lokum var frumvarpið fellt úr gildi. Olíugjaldið hefur svo aftur verið tekið upp og verður að veruleika næsta sumar. Uppfylla Íslendingar þar með ákveðnar mengunartakmarkanir Kyoto-samningsins. Í kjölfarið verður munurinn á díesel og bensíni hér á landi í kringum fimm prósent.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Innlent Fleiri fréttir Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Sjá meira