Hreinar rúður spegla ljósadýrðina 25. nóvember 2004 00:01 Aðventan gengur í garð um helgina með öllu sem henni fylgir. Flestir byrja þá að skreyta híbýlin fyrir jólin, taka að minnsta kosti upp aðventuskreytingarnar, þar á meðal ljósin sem sett eru út í gluggakistuna og nokkrar seríur fylgja gjarnan með. En til að bjarmi ljósanna njóti sín þurfa rúðurnar að vera lausar við seltu og sót og því er það góður siður að byrja á því að þvo gluggana, bæði að utan og innan. Margs konar hreinsiefni á rúður eru til í verslunum og einnig örtrefjaklútar sem gagnast vel innanhúss og er svo fleygt í þvottavél eftir notkun. Volgt vatn, uppþvottalög og hreina tusku er líka sígilt að nota við slík þrif. Að utanverðu má mæla með kústum úr svínshárum til að bera sápuvatnið á glerið. En líka má nota góðan hreingerningarklút, eða jafnvel gamalt handklæði, og hengja á skúringaskrúbbinn. Rúðuskafa er svo ómissandi til að hreinsa burt vatn og sápu og með því öll óhreinindin. Þegar búið er að þvo rúðurnar er gott að bera léttbón á þær. Það heldur þeim hreinum mun lengur og ætti fólk sem býr við sjávarsíðuna ekki síst að huga að því, þar sem seltan er versti óvinur glugganna. Einnig er hægt að nota Rain-x sem mikið er notað á bílrúður og jafnvel gleraugu. Það efni er töluvert dýrara en bón. Vissulega getur verið erfitt að komast að gluggum að utanverðu ef þeir eru hátt uppi og má þá benda á að mörg fyrirtæki bjóða upp á gluggaþvott, bæði fyrir heimili og fyrirtæki. Hús og heimili Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Aðventan gengur í garð um helgina með öllu sem henni fylgir. Flestir byrja þá að skreyta híbýlin fyrir jólin, taka að minnsta kosti upp aðventuskreytingarnar, þar á meðal ljósin sem sett eru út í gluggakistuna og nokkrar seríur fylgja gjarnan með. En til að bjarmi ljósanna njóti sín þurfa rúðurnar að vera lausar við seltu og sót og því er það góður siður að byrja á því að þvo gluggana, bæði að utan og innan. Margs konar hreinsiefni á rúður eru til í verslunum og einnig örtrefjaklútar sem gagnast vel innanhúss og er svo fleygt í þvottavél eftir notkun. Volgt vatn, uppþvottalög og hreina tusku er líka sígilt að nota við slík þrif. Að utanverðu má mæla með kústum úr svínshárum til að bera sápuvatnið á glerið. En líka má nota góðan hreingerningarklút, eða jafnvel gamalt handklæði, og hengja á skúringaskrúbbinn. Rúðuskafa er svo ómissandi til að hreinsa burt vatn og sápu og með því öll óhreinindin. Þegar búið er að þvo rúðurnar er gott að bera léttbón á þær. Það heldur þeim hreinum mun lengur og ætti fólk sem býr við sjávarsíðuna ekki síst að huga að því, þar sem seltan er versti óvinur glugganna. Einnig er hægt að nota Rain-x sem mikið er notað á bílrúður og jafnvel gleraugu. Það efni er töluvert dýrara en bón. Vissulega getur verið erfitt að komast að gluggum að utanverðu ef þeir eru hátt uppi og má þá benda á að mörg fyrirtæki bjóða upp á gluggaþvott, bæði fyrir heimili og fyrirtæki.
Hús og heimili Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira