Matur vinsælasta jólagjöfin 22. desember 2004 00:01 Færst hefur í vöxt að fyrirtæki gefi starfsfólki sínu mat í jólagjöf. Nokkur ár eru síðan fyrst bar á þessu og voru ostar, paté, lax og síld uppistaðan í myndarlegum gjafakörfum. Í seinni tíð hafa heilu kjötstykkin bæst í körfurnar og eru þær nú barmafullar af hangiketi og hamborgarhryggjum. Björgvin Jón Bjarnason, framkvæmdastjóri Ali, verður vel var við þessa þróun og kann á henni skýringu sem hljómar skynsamlega. "Hægt er að gefa fólki hvað sem er en smekkur þess er mjög misjafn. Ef við lítum til bóka þarf til dæmis að spyrja hvað fólk vill lesa. Það borða hins vegar allir og ef þú útbýrð góðan matarpakka er oftast í honum eitthvað sem flestir hafa þörf fyrir. Matur er því nytsamleg gjöf." Ólafur M. Magnússon hjá Kynningu ehf. sér meðal annars um að pakka matargjöfum fyrirtækja í huggulegar umbúðir. Hann segir slíkum gjöfum hafa fjölgað með árunum. "Það er orðið mjög mikið um þetta enda gjöfin afar heppileg fyrir þá sem fá." Hann segir fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum gefa kjöt í jólagjöf. Sum gefa annað hvort hamborgarhrygg eða hangikjöt og önnur hvort tveggja. Þó að margir fagni þessu nýmæli fyrirtækjanna í landinu segja aðrir þetta fullmikið af hinu góða. Fréttablaðið hefur til dæmis spurnir af fjölskyldu sem á þrjá hamborgarhryggi og þrjú hangilæri fyrir þessi jólin. Hjónin bæði fengu slíkar kjötgjafir frá vinnuveitendum sínum og sonur þeirra, sem enn býr í foreldrahúsum, sömuleiðis. Ekki vildi fólkið koma fram undir nafni eða á mynd þar sem tíðindin gætu túlkast sem vanþakklæti. Slíkt væri fólkinu allls ekki í huga, þvert á móti væri mikil ánægja með að fá kjöt að gjöf. Þetta væri samt heldur of mikið fyrir ekki stærri fjölskyldu. Það er svo önnur saga að jólagjafir fyrirtækja til viðskiptavina sinna eru margar hverjar matarkyns þó sjaldnast séu þar heilu máltíðirnar. Ostar, lax og síld sjást oft í slíkum pökkum en einnig bækur og geisladiskar. Þá er enn talsvert um að fyrirtæki færi mikilvægum viðskiptavinum vín að gjöf en borðvín, hvít og rauð, eru vinsælli í dag en koníakið sem flæddi hér í eina tíð. Innlent Jól Menning Mest lesið Sálmur 84 - Signuð skín réttlætis sólin Jól Hundarnir líka jólalegir Jól Allir í bað á Þorláksmessu Jól Sósan má ekki klikka Jól Ómótstæðileg epla- og brómberjabaka Jól Hraðnámskeið í hegðun á jólahlaðborðinu Jól Jól Jól Jólasaga: Gamla jólatréð Jól Hér er komin Grýla Jól Gyðingakökur Jól
Færst hefur í vöxt að fyrirtæki gefi starfsfólki sínu mat í jólagjöf. Nokkur ár eru síðan fyrst bar á þessu og voru ostar, paté, lax og síld uppistaðan í myndarlegum gjafakörfum. Í seinni tíð hafa heilu kjötstykkin bæst í körfurnar og eru þær nú barmafullar af hangiketi og hamborgarhryggjum. Björgvin Jón Bjarnason, framkvæmdastjóri Ali, verður vel var við þessa þróun og kann á henni skýringu sem hljómar skynsamlega. "Hægt er að gefa fólki hvað sem er en smekkur þess er mjög misjafn. Ef við lítum til bóka þarf til dæmis að spyrja hvað fólk vill lesa. Það borða hins vegar allir og ef þú útbýrð góðan matarpakka er oftast í honum eitthvað sem flestir hafa þörf fyrir. Matur er því nytsamleg gjöf." Ólafur M. Magnússon hjá Kynningu ehf. sér meðal annars um að pakka matargjöfum fyrirtækja í huggulegar umbúðir. Hann segir slíkum gjöfum hafa fjölgað með árunum. "Það er orðið mjög mikið um þetta enda gjöfin afar heppileg fyrir þá sem fá." Hann segir fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum gefa kjöt í jólagjöf. Sum gefa annað hvort hamborgarhrygg eða hangikjöt og önnur hvort tveggja. Þó að margir fagni þessu nýmæli fyrirtækjanna í landinu segja aðrir þetta fullmikið af hinu góða. Fréttablaðið hefur til dæmis spurnir af fjölskyldu sem á þrjá hamborgarhryggi og þrjú hangilæri fyrir þessi jólin. Hjónin bæði fengu slíkar kjötgjafir frá vinnuveitendum sínum og sonur þeirra, sem enn býr í foreldrahúsum, sömuleiðis. Ekki vildi fólkið koma fram undir nafni eða á mynd þar sem tíðindin gætu túlkast sem vanþakklæti. Slíkt væri fólkinu allls ekki í huga, þvert á móti væri mikil ánægja með að fá kjöt að gjöf. Þetta væri samt heldur of mikið fyrir ekki stærri fjölskyldu. Það er svo önnur saga að jólagjafir fyrirtækja til viðskiptavina sinna eru margar hverjar matarkyns þó sjaldnast séu þar heilu máltíðirnar. Ostar, lax og síld sjást oft í slíkum pökkum en einnig bækur og geisladiskar. Þá er enn talsvert um að fyrirtæki færi mikilvægum viðskiptavinum vín að gjöf en borðvín, hvít og rauð, eru vinsælli í dag en koníakið sem flæddi hér í eina tíð.
Innlent Jól Menning Mest lesið Sálmur 84 - Signuð skín réttlætis sólin Jól Hundarnir líka jólalegir Jól Allir í bað á Þorláksmessu Jól Sósan má ekki klikka Jól Ómótstæðileg epla- og brómberjabaka Jól Hraðnámskeið í hegðun á jólahlaðborðinu Jól Jól Jól Jólasaga: Gamla jólatréð Jól Hér er komin Grýla Jól Gyðingakökur Jól