Hætta að bjóða upp á 100% íbúðalán 28. desember 2004 00:01 Landsbankinn hefur ákveðið að hætta að bjóða upp á 100% íbúðalán og verður hámarkið því 90% af markaðsverðmæti íbúða að nýju. Landsbankinn hvetur jafnframt stjórnvöld til að endurskoða sem fyrst lagalega umgjörð íbúðalána. Í tilkynningu frá bankanum segir að Landsbankinn hafi í upphafi lýst efasemdum sínum um hversu skynsamleg 100% lán væru og þróun á markaði síðustu vikur, og sú aukna hætta sem misgengi verðtryggðra lána og íbúðaverðs skapi með þeim afleiðingum að lán íbúðaeigenda geta orðið hærri en verðmæti íbúðanna, sé bankanum áhyggjuefni. „Við teljum að nú sé enn ríkari ástæða fyrir almenning til að fara varlega við skuldsetningu vegna kaupa á íbúðahúsnæði. Hagsmunir viðskiptavina og bankans fara saman í þessu,“ er haft eftir Sigurjóni Þ. Árnasyni, bankastjóra Landsbankans, í tilkynningunni. Landsbankinn mun sem fyrr veita brúunarlán og skammtíma fyrirgreiðslu sem getur tímabundið mætt heildarfjárþörf vegna fasteignakaupa en þá á grundvelli mats á fjárhags- og tryggingastöðu. Bankinn mun áfram skoða sérstök tilvik sem upp koma. Hin almennu lán verða hins vegar að hámarki 90%. Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, segir bankann styðja það meginmarkmið að auðvelda sem flestum landsmönnum að eignast húsnæði og muni stuðla að því með víðtæku framboði íbúðalána. Markaðslegar lausnir muni best stuðla að þessu markmiði hér á landi, eins og þær hafi gert á öðrum mörkuðum í Evrópu og Norður Ameríku, og framboð Landsbankans á íbúðalánum verði eftir sem áður það víðtækasta hér á landi. Landsbankinn hvetur jafnframt stjórnvöld til að endurskoða sem fyrst lagalega umgjörð íbúðalána. „Verkaskipting milli opinberra aðila og bankanna verði að grundvallast á eðlilegum markaðslögmálum sem byggi á skýrri verkaskiptingu milli banka og sparisjóða og Íbúðalánasjóðs. Landsbankinn er reiðubúinn til samstarfs um bætta verkaskiptingu aðila,“ segir Halldór. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Landsbankinn hefur ákveðið að hætta að bjóða upp á 100% íbúðalán og verður hámarkið því 90% af markaðsverðmæti íbúða að nýju. Landsbankinn hvetur jafnframt stjórnvöld til að endurskoða sem fyrst lagalega umgjörð íbúðalána. Í tilkynningu frá bankanum segir að Landsbankinn hafi í upphafi lýst efasemdum sínum um hversu skynsamleg 100% lán væru og þróun á markaði síðustu vikur, og sú aukna hætta sem misgengi verðtryggðra lána og íbúðaverðs skapi með þeim afleiðingum að lán íbúðaeigenda geta orðið hærri en verðmæti íbúðanna, sé bankanum áhyggjuefni. „Við teljum að nú sé enn ríkari ástæða fyrir almenning til að fara varlega við skuldsetningu vegna kaupa á íbúðahúsnæði. Hagsmunir viðskiptavina og bankans fara saman í þessu,“ er haft eftir Sigurjóni Þ. Árnasyni, bankastjóra Landsbankans, í tilkynningunni. Landsbankinn mun sem fyrr veita brúunarlán og skammtíma fyrirgreiðslu sem getur tímabundið mætt heildarfjárþörf vegna fasteignakaupa en þá á grundvelli mats á fjárhags- og tryggingastöðu. Bankinn mun áfram skoða sérstök tilvik sem upp koma. Hin almennu lán verða hins vegar að hámarki 90%. Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, segir bankann styðja það meginmarkmið að auðvelda sem flestum landsmönnum að eignast húsnæði og muni stuðla að því með víðtæku framboði íbúðalána. Markaðslegar lausnir muni best stuðla að þessu markmiði hér á landi, eins og þær hafi gert á öðrum mörkuðum í Evrópu og Norður Ameríku, og framboð Landsbankans á íbúðalánum verði eftir sem áður það víðtækasta hér á landi. Landsbankinn hvetur jafnframt stjórnvöld til að endurskoða sem fyrst lagalega umgjörð íbúðalána. „Verkaskipting milli opinberra aðila og bankanna verði að grundvallast á eðlilegum markaðslögmálum sem byggi á skýrri verkaskiptingu milli banka og sparisjóða og Íbúðalánasjóðs. Landsbankinn er reiðubúinn til samstarfs um bætta verkaskiptingu aðila,“ segir Halldór.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira