Hanna á hefðarfólk 5. janúar 2005 00:01 "Við erum hérna tíu konur, sumar hafa verið hér í 11 ár en einhverjar hafa hætt og aðrar komið í staðinn," segir Ásta Guðmundsdóttir fatahönnuður í Kirsuberjatrénu. Ásta vinnur aðallega úr ull og bómull en í Kirsuberjatréinu er að finna vörur úr allskyns efnum, svo sem roði, bómull, silki og skinni. "Ég er eiginlega bara með náttúrulegt efni en við leggjum áherslu á að hafa hráefnið sem fjölbreyttast og öðruvísi og svolítið nýstárlegt. Flestar okkar eru textílhönnuðir, ég fatahönnuður, tvær leirlistakonur og ein sem er lærður söðlasmiður." Ásta lærði fatahönnun í Þýskalandi og eftir að hafa búið þar í nokkur ár fór hún að framleiða undir merkinu Ásta créative clothes. Nú er hún farin að selja í verslanir í fjölda mörgum löndum og því er nóg að gera. "Íslensk fatahönnun hefur átt erfitt uppdráttar en það er mikið og margt spennandi að gerast. Við erum bara svo fá hér á landinu að maður verður að leita út ef maður ætlar að vera í þessum bransa." Hún segir að viðskiptavinir Kirsuberjatrésins séu blanda af erlendum ferðamönnum svo og Íslendingar. Ferðamennirnir komi á sumrin en á veturna og um jólin séu margir íslenskir fastakúnnar. Konurnar tíu skiptast á að standa vaktina í verslununni og samkvæmt Ástu gengur samstarfið vel. "Við rekum þetta í sameiningu, hér er hvert horn nýtt og það er voðalega gaman hjá okkur," segir Ásta en Arndís Jóhannsdóttir sem hannaði töskurnar á myndunum bætir hlæjandi við að galdurinn við gott samstarf sé að þær þurfi ekki svo oft að hitta hvora aðra. "Við erum ekkert að hanga yfir hvorri annarri en hittumst reglulega og höldum fund." Arndís er lærður söðlasmíðameistari en snéri sér alveg að roðinu fyrir 15 árum. "Ég komst í gamlan lager af roði síðan 1944 og kolféll fyrir efninu og hef síðan haldið mig við roðið. Að mínu mati er þetta ægilega fallegt efni og einnig mjög þjóðlegt," segir hún en Arndís vinnur aðallega úr laxa-, hlíra- og karfaroði. Hún hannar ekki einungis töskur heldur einnig minnisbækur, gestabækur, lyklakippur og skálar. Arndís hefur selt vörurnar sínar út um allan heiminn og í nokkrum sendiráðum Íslands vítt og dreift um heiminn er að finna skálar eftir hennar hönnun. "Töskurnar hafa líka farið víða. Hillary Clinton á eina og hin norska Mette-Marit einnig auk fjölda margra ráðherrafrúa, svo þetta er orðinn langur listi af þekktum einstaklingum. Lestu ítarlegt viðtal og skoðaðu myndirnar í tímaritinu Magasín sem fylgir DV í dag. Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
"Við erum hérna tíu konur, sumar hafa verið hér í 11 ár en einhverjar hafa hætt og aðrar komið í staðinn," segir Ásta Guðmundsdóttir fatahönnuður í Kirsuberjatrénu. Ásta vinnur aðallega úr ull og bómull en í Kirsuberjatréinu er að finna vörur úr allskyns efnum, svo sem roði, bómull, silki og skinni. "Ég er eiginlega bara með náttúrulegt efni en við leggjum áherslu á að hafa hráefnið sem fjölbreyttast og öðruvísi og svolítið nýstárlegt. Flestar okkar eru textílhönnuðir, ég fatahönnuður, tvær leirlistakonur og ein sem er lærður söðlasmiður." Ásta lærði fatahönnun í Þýskalandi og eftir að hafa búið þar í nokkur ár fór hún að framleiða undir merkinu Ásta créative clothes. Nú er hún farin að selja í verslanir í fjölda mörgum löndum og því er nóg að gera. "Íslensk fatahönnun hefur átt erfitt uppdráttar en það er mikið og margt spennandi að gerast. Við erum bara svo fá hér á landinu að maður verður að leita út ef maður ætlar að vera í þessum bransa." Hún segir að viðskiptavinir Kirsuberjatrésins séu blanda af erlendum ferðamönnum svo og Íslendingar. Ferðamennirnir komi á sumrin en á veturna og um jólin séu margir íslenskir fastakúnnar. Konurnar tíu skiptast á að standa vaktina í verslununni og samkvæmt Ástu gengur samstarfið vel. "Við rekum þetta í sameiningu, hér er hvert horn nýtt og það er voðalega gaman hjá okkur," segir Ásta en Arndís Jóhannsdóttir sem hannaði töskurnar á myndunum bætir hlæjandi við að galdurinn við gott samstarf sé að þær þurfi ekki svo oft að hitta hvora aðra. "Við erum ekkert að hanga yfir hvorri annarri en hittumst reglulega og höldum fund." Arndís er lærður söðlasmíðameistari en snéri sér alveg að roðinu fyrir 15 árum. "Ég komst í gamlan lager af roði síðan 1944 og kolféll fyrir efninu og hef síðan haldið mig við roðið. Að mínu mati er þetta ægilega fallegt efni og einnig mjög þjóðlegt," segir hún en Arndís vinnur aðallega úr laxa-, hlíra- og karfaroði. Hún hannar ekki einungis töskur heldur einnig minnisbækur, gestabækur, lyklakippur og skálar. Arndís hefur selt vörurnar sínar út um allan heiminn og í nokkrum sendiráðum Íslands vítt og dreift um heiminn er að finna skálar eftir hennar hönnun. "Töskurnar hafa líka farið víða. Hillary Clinton á eina og hin norska Mette-Marit einnig auk fjölda margra ráðherrafrúa, svo þetta er orðinn langur listi af þekktum einstaklingum. Lestu ítarlegt viðtal og skoðaðu myndirnar í tímaritinu Magasín sem fylgir DV í dag.
Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira