Staða Abbas fallvölt 10. janúar 2005 00:01 Staða Mahmouds Abbas, nýkjörins forseta Palestínu, þykir fallvölt en hans bíður afar erfitt verkefni að halda aftur af hryðjuverkahópum svo hægt verði að ganga til friðarsamninga við Ísraelsmenn. Abbas er raunsær hófsemdarmaður og telja margir að kosning hans marki þáttaskil í friðarumleitunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Abbas er mjög ólíkur forvera sínum, Jasser Arafat, en var næstráðandi hans í frelsissamtökum Palestínu. Abbas hefur margítrekað lýst andstöðu við að nota ofbeldi og hryðjuverk sem vopn í deilunni við Ísraela og talið vænlegast til árangurs að setjast að samningaborðinu. Abbas er hófsamari en mikill meirihluti Palestínumanna sem bendir til þess að hann fái ekki mikinn tíma til að sýna árangur. Þá spyrja menn sig hvort honum takist að hemja hryðjuverkaöflin í Palestínu. Herskáir hópar eins og Hamas-samtökin höfðu hvatt fólk til að hunsa kosningarnar. Þeir opna þó á samvinnu við Abbas. Kosning Abbas er talin marka tímamót hvað varðar friðarhorfur á svæðinu. John Kerry, þingmaður Badaríkjaþings, sagði að forsetinn hafi rætt við sig um mjög djarfar og mikilvægar áætlanir um að halda fram á veginn og binda enda á ofbeldið, sem og að leggja mikla áherslu á að breyta þeim öflum sem séu að verki í heimshlutanum. Viðbrögðin frá Ísraelsmönnum voru varfærin, en vongóð. Silvan Shalom, utanríkisráðherra Ísraels, sagði mikilvægt núna að nýr leiðtogi Palestínumanna taki ákvörðun um að rífa niður innviði hryðjuverkasamtakanna og að binda enda á undirróðursstarfsemina. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Sjá meira
Staða Mahmouds Abbas, nýkjörins forseta Palestínu, þykir fallvölt en hans bíður afar erfitt verkefni að halda aftur af hryðjuverkahópum svo hægt verði að ganga til friðarsamninga við Ísraelsmenn. Abbas er raunsær hófsemdarmaður og telja margir að kosning hans marki þáttaskil í friðarumleitunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Abbas er mjög ólíkur forvera sínum, Jasser Arafat, en var næstráðandi hans í frelsissamtökum Palestínu. Abbas hefur margítrekað lýst andstöðu við að nota ofbeldi og hryðjuverk sem vopn í deilunni við Ísraela og talið vænlegast til árangurs að setjast að samningaborðinu. Abbas er hófsamari en mikill meirihluti Palestínumanna sem bendir til þess að hann fái ekki mikinn tíma til að sýna árangur. Þá spyrja menn sig hvort honum takist að hemja hryðjuverkaöflin í Palestínu. Herskáir hópar eins og Hamas-samtökin höfðu hvatt fólk til að hunsa kosningarnar. Þeir opna þó á samvinnu við Abbas. Kosning Abbas er talin marka tímamót hvað varðar friðarhorfur á svæðinu. John Kerry, þingmaður Badaríkjaþings, sagði að forsetinn hafi rætt við sig um mjög djarfar og mikilvægar áætlanir um að halda fram á veginn og binda enda á ofbeldið, sem og að leggja mikla áherslu á að breyta þeim öflum sem séu að verki í heimshlutanum. Viðbrögðin frá Ísraelsmönnum voru varfærin, en vongóð. Silvan Shalom, utanríkisráðherra Ísraels, sagði mikilvægt núna að nýr leiðtogi Palestínumanna taki ákvörðun um að rífa niður innviði hryðjuverkasamtakanna og að binda enda á undirróðursstarfsemina.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Sjá meira