Stórviðburður í tónlistarlífinu 21. janúar 2005 00:01 Á síðustu árum hefur umfang Íslensku tónlistarverðlaunanna aukist og eru þau nú glæsileg uppskeruhátíð alls tónlistarfólks í landinu. Í fyrra mældi Gallup áhorf á útsendingu Sjónvarpsins frá síðustu verðlaunahátíð og mældist samanlagt áhorf á útsendinguna 51 prósent. það er staðfesting á því að verðlaunin njóta virðingar ekki bara hjá tónlistarfólki heldur þjóðinni allri. Samstarfsaðilar Íslensku tónlistarverðlaunanna á þessu ári eru Icelandair, Landsbanki Íslands og Vísir. Exton Hljóð og Exton Kastljós leggja verðlaununum tæknilegan stuðning. Tónlist.is fjallar ítarlega um verðlaunin og tónlistarfólkið. Verðlaunin njóta einnig stuðnings frá Menntamálaráðuneyti, Iðnaðaráðuneyti, Menningarmálanefnd Reykjavíkur og ÍTR. Undanfari Íslensku tónlistarverðlaunanna Fyrsti vísir að íslenskum tónlistarverðlaunum var árið 1939 þegar efnt var til keppni um vinsælasta danslagið á Hótel Íslandi. Síðan leið og beið fram til ársins 1950 að Skemmtiklúbbur templara efndi til árlegrar keppni um vinsælustu lögin í tveimur flokkum, nýju dönsunum og gömlu dönsunum. Þessi keppni stóð óslitið til ársins 1962. Frá 1955 til 1960 stóð Félag íslenskra dægurlagahöfunda fyrir samskonar keppni. Á svipuðum tíma hélt Svavar Gests úti poppsíðu í vikublaðinu Ásnum þar sem kosnir voru vinsælustu tónlistarmenn landsins. Eftir að Ásinn leið undir lok tók Svavar upp þráðinn hjá Vikunni árið1962. Saga Íslenskra tónlistarverðlauna hefur þó verið slitrótt og ekki dró til tíðinda aftur fyrr en árið 1967 þegar Vikan endurvakti verðlaunin í samstarfi við tískuvöruverslunina Karnabæ. Í Laugardalshöll, árið 1969 var það svo Björgvin Halldórsson sem var valin poppstjarna ársins og hljómsveit hans, Ævintýri, sló út ekki ómerkari hljómsveit en Trúbrot. Eftir þessa sögulegu keppni í Laugardagshöll um árið Varð langt hlé þar til Dagblaðið stóð fyrir Störnumessu en þær voru haldnar í nokkur ár eða frá 1977 til 1981. Eftir að Stjörnumessan var lögð af hélt umræðan um sameiginleg íslensk tónlistarverðlaun áfram. Það var svo ekki fyrr en árið 1993 að stjórn Rokkdeildar Félags íslenskra hljómlistarmanna kallaði saman undirbúningshóp sem hélt uppskeruhátíð í ársbyrjun 1994 og var þá verðlaunað fyrir starfsárið 1993. Þetta var í raun í fyrsta sinn sem Íslensku tónlistarverðlaunin voru afhent. Það ber sérstaklega að þakka framlag þessarar aðila sem ruddu brautina en þar fóru fremst Eiður Arnarson, Stefán Hjörleifsson Anna Björk Birgisdóttir, Jónatan Garðarson, Sigurgeir Sigmundsson, Markús Guðmundsson og Steinar Viktorsson. Þessir aðilar unnu ósérhlýfið starf í þágu stéttarinnar í fjölda ára og löngu tímabært að þakka þeim innilega fyrir það. Árið 2001 tóku félögin sem standa að Samtón við stjórn verðlaunanna. Síðan þá hafa verðlaunin verið í beinni útsendingu í Sjónvarpinu og á Rás 2 og síðan þá hafa íslensku tónlistarverðlaunin stækkað og dafnað og njóta nú virðingar meðal almennings og tónlistarfólks. Verðlaunin eru orðin einn vinsælasti viðburður í íslensku sjónvarpi. Á þessum árum hafa verðlaunin þróast ár frá og ári og ýmsar breytingar verið gerðar með það að leiðarljósi að gera verðlaunin sem marktækust og sem glæsilegust. Verðlaunin eru ekki hafin yfir gagnrýni og öllum þeim tilmælum um breytingar hefur verið vel tekið og reynt í hvívetna að bæta verðlaunin. Íslensku tónlistarverðlaunin Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Á síðustu árum hefur umfang Íslensku tónlistarverðlaunanna aukist og eru þau nú glæsileg uppskeruhátíð alls tónlistarfólks í landinu. Í fyrra mældi Gallup áhorf á útsendingu Sjónvarpsins frá síðustu verðlaunahátíð og mældist samanlagt áhorf á útsendinguna 51 prósent. það er staðfesting á því að verðlaunin njóta virðingar ekki bara hjá tónlistarfólki heldur þjóðinni allri. Samstarfsaðilar Íslensku tónlistarverðlaunanna á þessu ári eru Icelandair, Landsbanki Íslands og Vísir. Exton Hljóð og Exton Kastljós leggja verðlaununum tæknilegan stuðning. Tónlist.is fjallar ítarlega um verðlaunin og tónlistarfólkið. Verðlaunin njóta einnig stuðnings frá Menntamálaráðuneyti, Iðnaðaráðuneyti, Menningarmálanefnd Reykjavíkur og ÍTR. Undanfari Íslensku tónlistarverðlaunanna Fyrsti vísir að íslenskum tónlistarverðlaunum var árið 1939 þegar efnt var til keppni um vinsælasta danslagið á Hótel Íslandi. Síðan leið og beið fram til ársins 1950 að Skemmtiklúbbur templara efndi til árlegrar keppni um vinsælustu lögin í tveimur flokkum, nýju dönsunum og gömlu dönsunum. Þessi keppni stóð óslitið til ársins 1962. Frá 1955 til 1960 stóð Félag íslenskra dægurlagahöfunda fyrir samskonar keppni. Á svipuðum tíma hélt Svavar Gests úti poppsíðu í vikublaðinu Ásnum þar sem kosnir voru vinsælustu tónlistarmenn landsins. Eftir að Ásinn leið undir lok tók Svavar upp þráðinn hjá Vikunni árið1962. Saga Íslenskra tónlistarverðlauna hefur þó verið slitrótt og ekki dró til tíðinda aftur fyrr en árið 1967 þegar Vikan endurvakti verðlaunin í samstarfi við tískuvöruverslunina Karnabæ. Í Laugardalshöll, árið 1969 var það svo Björgvin Halldórsson sem var valin poppstjarna ársins og hljómsveit hans, Ævintýri, sló út ekki ómerkari hljómsveit en Trúbrot. Eftir þessa sögulegu keppni í Laugardagshöll um árið Varð langt hlé þar til Dagblaðið stóð fyrir Störnumessu en þær voru haldnar í nokkur ár eða frá 1977 til 1981. Eftir að Stjörnumessan var lögð af hélt umræðan um sameiginleg íslensk tónlistarverðlaun áfram. Það var svo ekki fyrr en árið 1993 að stjórn Rokkdeildar Félags íslenskra hljómlistarmanna kallaði saman undirbúningshóp sem hélt uppskeruhátíð í ársbyrjun 1994 og var þá verðlaunað fyrir starfsárið 1993. Þetta var í raun í fyrsta sinn sem Íslensku tónlistarverðlaunin voru afhent. Það ber sérstaklega að þakka framlag þessarar aðila sem ruddu brautina en þar fóru fremst Eiður Arnarson, Stefán Hjörleifsson Anna Björk Birgisdóttir, Jónatan Garðarson, Sigurgeir Sigmundsson, Markús Guðmundsson og Steinar Viktorsson. Þessir aðilar unnu ósérhlýfið starf í þágu stéttarinnar í fjölda ára og löngu tímabært að þakka þeim innilega fyrir það. Árið 2001 tóku félögin sem standa að Samtón við stjórn verðlaunanna. Síðan þá hafa verðlaunin verið í beinni útsendingu í Sjónvarpinu og á Rás 2 og síðan þá hafa íslensku tónlistarverðlaunin stækkað og dafnað og njóta nú virðingar meðal almennings og tónlistarfólks. Verðlaunin eru orðin einn vinsælasti viðburður í íslensku sjónvarpi. Á þessum árum hafa verðlaunin þróast ár frá og ári og ýmsar breytingar verið gerðar með það að leiðarljósi að gera verðlaunin sem marktækust og sem glæsilegust. Verðlaunin eru ekki hafin yfir gagnrýni og öllum þeim tilmælum um breytingar hefur verið vel tekið og reynt í hvívetna að bæta verðlaunin.
Íslensku tónlistarverðlaunin Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira