Skáld mennskunnar 21. janúar 2005 00:01 Mikil menningarveisla stendur yfir þessa helgina, bæði norðan heiða og sunnan, á Akureyri og í Reykjavík til þess að fagna því að hundrað og tíu ár eru liðin frá fæðingu Davíðs Stefánssonar skálds frá Fagraskógi. Opnaðar hafa verið sýningar á handritum hans, bréfum og munum, ljóð hans lesin og sungin og Davíð er skáld mánaðarins á skolavefur.is Það er oft sagt um listamenn að þeir séu ástsælastir sinna starfsbræðra meðal þjóðarinnar, án þess að nokkur pæli í því hvað í því felst. Hvað Davíð Stefánsson varðar, er hægt að segja að hann sé ástsælasta ljóðskáld þjóðarinnar fyrr og síðar - og færa rök fyrir því. Fyrsta ljóðabók Davíðs, Svartar fjaðrir, kom út 1919 og vakti þjóðarathygli. Þar kvað ekki einasta við nýjan tón, sem átti svo greiðan aðgang að hjörtum þjóðarinnar að ljóð hans voru strax á hvers manns vörum, heldur hefur engum tekist að leika þennan tón eftir. Enn í dag, þegar ekki er hægt að selja ljóðabækur, selst ljóðasafn Davíðs. Það er nokkuð merkilegt að um þrjátíu ára tímabil þótti Davíð Stefánsson ekki fínn pappír meðal þeirra sem ákveða hver er inni og hver úti. Ljóð hans voru sögð gamaldags tilfinningavellur, í besta falli. Skipun dagsins var atómskáldskapur, allt sem var stuðlað og rímað var alvont. Við, sem höfum dáð og dýrkað Davíð frá blautu barnsbeini, sátum þetta óværutímabil af okkur, fórum heim að loknum vinnudegi og fundum sálarfrið í því að lesa ljóðin hans. Svo kom að því að hundrað ár voru liðin frá fæðingu þessa dýrlega skálds og verk hans voru endurútgefin. Það var tími til kominn. Það sem helst einkennir ljóðasmíðar Davíðs Stefánssonar er einstakur hæfileiki til að miðla því hvað það kostar að vera manneskja. Gleði, sorg, kæti, illska, söknuður, fögnuður, reiði, fyrirgefning, sátt, græðgi, skortur á samúð, ást og höfnun; allt sem manneskjan burðast með í tilfinningakerfinu á lífsleiðinni birtist í látlausum, skýrum myndum af gamalli konu sem kyndir ofn, ungri konu sem smá fölnar með brúðarskóna í höndunum í vonlausri bið eftir elskhuganum, ungum manni sem biður elskuna sína að flytjast með sér í dalinn þar sem hann ætlar að byggja og nema land, syndugum manni sem krýpur við krossins helga tré - og þannig mætti lengi telja. Ljóðmælandinn í verkum Davíðs birtist okkur á ólíkan hátt hverju sinni - en hann talar alltaf frá hjartanu. Og hjartað er skrítin skepna, hverful í meira lagi. Sjálfur var Davíð ekkert of sterkur á svellinu í því leikriti mannlífsins sem krefst þess að allir séu vammlausir. Hann var bara nokkuð skrautlegur og skóf ekkert af þeirri reynslu sinni í ljóðum sem hann orti um drykkjuskap og afleiðingar hans. Hann lifði eins og hann best kunni i stað þess að reyna að falla inn í einhverja tiltekna hópa, eða hlýða hegðunarstýringu. Auðvitað fylgir því þjáning og sú þjáning birtist líka í ljóðum hans. Það má segja að sál hans nakin birtist í hverju ljóði og finni hljómgrunn í sálum okkar allra. Ljóðsnilld Davíðs hefur aldrei snúist um það hvort hann stuðlar eða rímar, ekki heldur um íslenska tungu, þótt vald hans á henni sé ótvírætt. Hann hefði orðið ástsælasta skáld hverrar þeirrar þjóðar sem hann fæddist til, vegna þess að hann er skáld mennskunnar, óháður tíma og rúmi, tísku, stefnum og straumum. Við getum horft á spegilmynd okkar leyndust sálarkima í ljóðum hans. Súsanna Svavarsdóttir ([email protected]) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Súsanna Svavarsdóttir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Mikil menningarveisla stendur yfir þessa helgina, bæði norðan heiða og sunnan, á Akureyri og í Reykjavík til þess að fagna því að hundrað og tíu ár eru liðin frá fæðingu Davíðs Stefánssonar skálds frá Fagraskógi. Opnaðar hafa verið sýningar á handritum hans, bréfum og munum, ljóð hans lesin og sungin og Davíð er skáld mánaðarins á skolavefur.is Það er oft sagt um listamenn að þeir séu ástsælastir sinna starfsbræðra meðal þjóðarinnar, án þess að nokkur pæli í því hvað í því felst. Hvað Davíð Stefánsson varðar, er hægt að segja að hann sé ástsælasta ljóðskáld þjóðarinnar fyrr og síðar - og færa rök fyrir því. Fyrsta ljóðabók Davíðs, Svartar fjaðrir, kom út 1919 og vakti þjóðarathygli. Þar kvað ekki einasta við nýjan tón, sem átti svo greiðan aðgang að hjörtum þjóðarinnar að ljóð hans voru strax á hvers manns vörum, heldur hefur engum tekist að leika þennan tón eftir. Enn í dag, þegar ekki er hægt að selja ljóðabækur, selst ljóðasafn Davíðs. Það er nokkuð merkilegt að um þrjátíu ára tímabil þótti Davíð Stefánsson ekki fínn pappír meðal þeirra sem ákveða hver er inni og hver úti. Ljóð hans voru sögð gamaldags tilfinningavellur, í besta falli. Skipun dagsins var atómskáldskapur, allt sem var stuðlað og rímað var alvont. Við, sem höfum dáð og dýrkað Davíð frá blautu barnsbeini, sátum þetta óværutímabil af okkur, fórum heim að loknum vinnudegi og fundum sálarfrið í því að lesa ljóðin hans. Svo kom að því að hundrað ár voru liðin frá fæðingu þessa dýrlega skálds og verk hans voru endurútgefin. Það var tími til kominn. Það sem helst einkennir ljóðasmíðar Davíðs Stefánssonar er einstakur hæfileiki til að miðla því hvað það kostar að vera manneskja. Gleði, sorg, kæti, illska, söknuður, fögnuður, reiði, fyrirgefning, sátt, græðgi, skortur á samúð, ást og höfnun; allt sem manneskjan burðast með í tilfinningakerfinu á lífsleiðinni birtist í látlausum, skýrum myndum af gamalli konu sem kyndir ofn, ungri konu sem smá fölnar með brúðarskóna í höndunum í vonlausri bið eftir elskhuganum, ungum manni sem biður elskuna sína að flytjast með sér í dalinn þar sem hann ætlar að byggja og nema land, syndugum manni sem krýpur við krossins helga tré - og þannig mætti lengi telja. Ljóðmælandinn í verkum Davíðs birtist okkur á ólíkan hátt hverju sinni - en hann talar alltaf frá hjartanu. Og hjartað er skrítin skepna, hverful í meira lagi. Sjálfur var Davíð ekkert of sterkur á svellinu í því leikriti mannlífsins sem krefst þess að allir séu vammlausir. Hann var bara nokkuð skrautlegur og skóf ekkert af þeirri reynslu sinni í ljóðum sem hann orti um drykkjuskap og afleiðingar hans. Hann lifði eins og hann best kunni i stað þess að reyna að falla inn í einhverja tiltekna hópa, eða hlýða hegðunarstýringu. Auðvitað fylgir því þjáning og sú þjáning birtist líka í ljóðum hans. Það má segja að sál hans nakin birtist í hverju ljóði og finni hljómgrunn í sálum okkar allra. Ljóðsnilld Davíðs hefur aldrei snúist um það hvort hann stuðlar eða rímar, ekki heldur um íslenska tungu, þótt vald hans á henni sé ótvírætt. Hann hefði orðið ástsælasta skáld hverrar þeirrar þjóðar sem hann fæddist til, vegna þess að hann er skáld mennskunnar, óháður tíma og rúmi, tísku, stefnum og straumum. Við getum horft á spegilmynd okkar leyndust sálarkima í ljóðum hans. Súsanna Svavarsdóttir ([email protected])
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun