Þrískipt Írak er möguleiki 26. janúar 2005 00:01 Írakar kjósa sér stjórnlagaþing á sunnudaginn sem mun ákveða framtíðarskipan þessa stríðshrjáða ríkis. Hins vegar er engin eining á meðal þjóðarbrotanna í landinu í þessum efnum, vel má vera að útkoman verði lauslegt ríkjasamband eða jafnvel þrjú sjálfstæð ríki Kúrda, sjía- og súnní-araba. Slík skipan væri síðastnefnda hópnum verulega óhagstæð. Umdeilt neitunarvald. Írakar ganga að kjörborðinu á sunnudaginn og kjósa sér stjórnlagaþing en verkefni þess verður meðal annars að útbúa nýja stjórnarskrá sem þjóðaratkvæði verður greitt um síðar á þessu ári. Nýja stjórnarskráin mun leysa af hólmi bráðabirgðastjórnarskrána sem bandaríska hernámsstjórnin færði Írökum fyrir tæpu ári og þar með ákveða framtíðarskipan landsins. Erfitt er að segja fyrir um hver útkoman verður en víst er að Kúrdar sem byggja norðurhéruðin gætu vel hugsað sér að landinu yrði skipt upp í lauslegt ríkjasamband þriggja ríkja, jafnvel þrjú sjálfstæð ríki, og margir sjíar eru sömu skoðunar. Samkvæmt bráðabirgðastjórnarskránni er Írak sambandsríki átján héraða. Eitt umdeildasta ákvæði hennar er að ef þorri íbúa þriggja héraða hafnar nýju stjórnarskránni í þjóðaratkvæðagreiðslunni í haust þá öðlast hún ekki gildi. Þetta þýðir í raun að Kúrdar hafa neitunarvald yfir stjórnarskránni þar sem þeir eru í yfirgnæfandi meirihluta í þremur nyrstu héruðum landsins, kúrdíska sjálfstjórnarhéraðinu. Sjíar með Ali Sistani erkiklerk í broddi fylkingar eru æfir yfir þessari stöðu. Ró og spekt í Kúrdistan Kúrdar hafa í orði kveðnu haft heimastjórn síðan 1974 en hún komst ekki á í raun fyrr en árið 1991. Ólíkt öðrum hlutum landsins hefur friður ríkt í Kúrdistan undanfarin misseri, stjórnmálaástand er tryggt og efnahagsuppbygging gengur vel. Auðugar olíulindir eru á yfirráðasvæðum Kúrda, sérstaklega ef borgin Kirkuk og nærsveitir hennar eru teknar með í reikninginn en um yfirráð borgarinnar stendur mikill styr. Stærstu stjórnmálaflokkar Kúrda bjóða fram sameiginlegan lista í kosningunum á sunnudaginn og eru allar líkur á að honum muni farnast vel. Kúrdar telja sig eiga fátt sameiginlegt með aröbunum sem byggja suðrið enda hafa litlir kærleikar verið þeirra í millum. Á síðasta ári skrifuðu tveir þriðju hlutar atkvæðisbærra Kúrda undir skjal þar sem atkvæðagreiðslu um fullt sjálfstæði héraðsins var krafist. Menntamenn og ungt fólk voru þar áberandi. Helstu leiðtogar Kúrda, til dæmis Jalal Talabani og Massoud Barzani, segja hins vegar að markmiðum Kúrda sé hægt að ná innan ríkjasambands, fullt sjálfstæði sé ekki nauðsynlegt. Sjíar skoða málin Sjíar eru fæstir þeirrar skoðunar að sjálfstætt sjía-ríki í suðrinu sé æskilegt en margir vilja að héruð þeirra fái mun meira sjálfræði. Heittrúaðar sjía-hreyfingar eru sumar hverjar áfram um að íslamskt ríki verði á endanum stofnað. Þær gera sér jafnframt grein fyrir að slíkt sé erfitt í landi þar sem Kúrdar og súnní-arabar eru fjölmennir svo sem sjá má af yfirlýsingu sameiginlegs framboðslista sjía á mánudaginn þar því var lýst yfir að íslamskt ríki sé ekki á döfinni. Því væri hins vegar hægt að koma á í sjía-hluta lauslegs ríkjasambands. Ekki má gleyma því að á sjía-svæðunum eru gífurlega mikilvæg olíuvinnslusvæði og að þeim gætu sjíar þá setið einir. Súnníar uggandi Magnús Þorkell Bernharðsson, sérfræðingur í málefnum Íraks, segir að íraskir kollegar hans hafi margir hverjir áhyggjur af þessari þróun og telja hana geta aukið enn á spennuna á milli þjóðarbrotanna. "Þeir óttast að landinu verði skipt upp og Írak heyri sögunni til." Magnús segir að margir Bandaríkjamenn séu þeirrar skoðunar að skipting landsins væri auðveldasta lausnin fyrir þá þar sem friður myndi ríkja í nyrðri og syðri hlutum landsins. Þá væri hægt að einbeita sér að hinum róstusömu súnní-svæðum en hagur þeirra hefur versnað mikið eftir að Saddam var steypt af stóli. "Súnní-beltið yrði eitt fátækasta ríki heims því þar er engin olía og það finnst mörgum í Bandaríkjunum súnníarnir eiga skilið." Magnús bendir hins vegar á að þessar hugmyndir geri ráð fyrir að skipting þjóðarbrotanna eftir landsvæðum sé mjög skýr þegar dreifing þeirra er í raun mun meiri. Kúrdar hafa framtíð ríkisins í hendi sér Tíminn einn mun leiða í ljós hver framvinda mála verður. Sennilega munu sjíar gera sig ánægða í sameinuðu Írak enn um sinn þar sem allar líkur eru á að þeir muni öðlast yfirburðastöðu í landinu eftir kosningar. Erfiðara verður hins vegar að gera Kúrdum til hæfis. Beri þeir skarðan hlut frá borði í kosningunum á sunnudag og verði atlaga gerð að sjálfstæði þeirra í kjölfarið er allt eins líklegt að þeir nýti sér neitunarvald sitt í stjórnarskrárgerðinni og knýi á um fullt sjálfstæði. Það þýddi endalok Íraks í núverandi mynd. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Írakar kjósa sér stjórnlagaþing á sunnudaginn sem mun ákveða framtíðarskipan þessa stríðshrjáða ríkis. Hins vegar er engin eining á meðal þjóðarbrotanna í landinu í þessum efnum, vel má vera að útkoman verði lauslegt ríkjasamband eða jafnvel þrjú sjálfstæð ríki Kúrda, sjía- og súnní-araba. Slík skipan væri síðastnefnda hópnum verulega óhagstæð. Umdeilt neitunarvald. Írakar ganga að kjörborðinu á sunnudaginn og kjósa sér stjórnlagaþing en verkefni þess verður meðal annars að útbúa nýja stjórnarskrá sem þjóðaratkvæði verður greitt um síðar á þessu ári. Nýja stjórnarskráin mun leysa af hólmi bráðabirgðastjórnarskrána sem bandaríska hernámsstjórnin færði Írökum fyrir tæpu ári og þar með ákveða framtíðarskipan landsins. Erfitt er að segja fyrir um hver útkoman verður en víst er að Kúrdar sem byggja norðurhéruðin gætu vel hugsað sér að landinu yrði skipt upp í lauslegt ríkjasamband þriggja ríkja, jafnvel þrjú sjálfstæð ríki, og margir sjíar eru sömu skoðunar. Samkvæmt bráðabirgðastjórnarskránni er Írak sambandsríki átján héraða. Eitt umdeildasta ákvæði hennar er að ef þorri íbúa þriggja héraða hafnar nýju stjórnarskránni í þjóðaratkvæðagreiðslunni í haust þá öðlast hún ekki gildi. Þetta þýðir í raun að Kúrdar hafa neitunarvald yfir stjórnarskránni þar sem þeir eru í yfirgnæfandi meirihluta í þremur nyrstu héruðum landsins, kúrdíska sjálfstjórnarhéraðinu. Sjíar með Ali Sistani erkiklerk í broddi fylkingar eru æfir yfir þessari stöðu. Ró og spekt í Kúrdistan Kúrdar hafa í orði kveðnu haft heimastjórn síðan 1974 en hún komst ekki á í raun fyrr en árið 1991. Ólíkt öðrum hlutum landsins hefur friður ríkt í Kúrdistan undanfarin misseri, stjórnmálaástand er tryggt og efnahagsuppbygging gengur vel. Auðugar olíulindir eru á yfirráðasvæðum Kúrda, sérstaklega ef borgin Kirkuk og nærsveitir hennar eru teknar með í reikninginn en um yfirráð borgarinnar stendur mikill styr. Stærstu stjórnmálaflokkar Kúrda bjóða fram sameiginlegan lista í kosningunum á sunnudaginn og eru allar líkur á að honum muni farnast vel. Kúrdar telja sig eiga fátt sameiginlegt með aröbunum sem byggja suðrið enda hafa litlir kærleikar verið þeirra í millum. Á síðasta ári skrifuðu tveir þriðju hlutar atkvæðisbærra Kúrda undir skjal þar sem atkvæðagreiðslu um fullt sjálfstæði héraðsins var krafist. Menntamenn og ungt fólk voru þar áberandi. Helstu leiðtogar Kúrda, til dæmis Jalal Talabani og Massoud Barzani, segja hins vegar að markmiðum Kúrda sé hægt að ná innan ríkjasambands, fullt sjálfstæði sé ekki nauðsynlegt. Sjíar skoða málin Sjíar eru fæstir þeirrar skoðunar að sjálfstætt sjía-ríki í suðrinu sé æskilegt en margir vilja að héruð þeirra fái mun meira sjálfræði. Heittrúaðar sjía-hreyfingar eru sumar hverjar áfram um að íslamskt ríki verði á endanum stofnað. Þær gera sér jafnframt grein fyrir að slíkt sé erfitt í landi þar sem Kúrdar og súnní-arabar eru fjölmennir svo sem sjá má af yfirlýsingu sameiginlegs framboðslista sjía á mánudaginn þar því var lýst yfir að íslamskt ríki sé ekki á döfinni. Því væri hins vegar hægt að koma á í sjía-hluta lauslegs ríkjasambands. Ekki má gleyma því að á sjía-svæðunum eru gífurlega mikilvæg olíuvinnslusvæði og að þeim gætu sjíar þá setið einir. Súnníar uggandi Magnús Þorkell Bernharðsson, sérfræðingur í málefnum Íraks, segir að íraskir kollegar hans hafi margir hverjir áhyggjur af þessari þróun og telja hana geta aukið enn á spennuna á milli þjóðarbrotanna. "Þeir óttast að landinu verði skipt upp og Írak heyri sögunni til." Magnús segir að margir Bandaríkjamenn séu þeirrar skoðunar að skipting landsins væri auðveldasta lausnin fyrir þá þar sem friður myndi ríkja í nyrðri og syðri hlutum landsins. Þá væri hægt að einbeita sér að hinum róstusömu súnní-svæðum en hagur þeirra hefur versnað mikið eftir að Saddam var steypt af stóli. "Súnní-beltið yrði eitt fátækasta ríki heims því þar er engin olía og það finnst mörgum í Bandaríkjunum súnníarnir eiga skilið." Magnús bendir hins vegar á að þessar hugmyndir geri ráð fyrir að skipting þjóðarbrotanna eftir landsvæðum sé mjög skýr þegar dreifing þeirra er í raun mun meiri. Kúrdar hafa framtíð ríkisins í hendi sér Tíminn einn mun leiða í ljós hver framvinda mála verður. Sennilega munu sjíar gera sig ánægða í sameinuðu Írak enn um sinn þar sem allar líkur eru á að þeir muni öðlast yfirburðastöðu í landinu eftir kosningar. Erfiðara verður hins vegar að gera Kúrdum til hæfis. Beri þeir skarðan hlut frá borði í kosningunum á sunnudag og verði atlaga gerð að sjálfstæði þeirra í kjölfarið er allt eins líklegt að þeir nýti sér neitunarvald sitt í stjórnarskrárgerðinni og knýi á um fullt sjálfstæði. Það þýddi endalok Íraks í núverandi mynd.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira