Skransala með sál 26. janúar 2005 00:01 "Ég sel hluti sem fólk hefur gefið mér og það eru aldeilis margir sem hafa styrkt mig. Maðurinn minn, hann Viggó Guðmundsson, vill til dæmis losa sig við dót sem hann á svo börnin hans þurfi ekki að rífast um það eftir hans tíma," segir Guðrún og skellihlær enda lífsglöð og hress. "Verðið er afar sanngjarnt, allt frá tíu krónum og upp úr. Síðan er alltaf hægt að prútta því ég veit að ef ég fer á svona sölur þá reyni ég alltaf að prútta. Maður á alls ekki að vera feiminn við það svo lengi sem allir eru ánægðir. Ég er með lampa og húsgögn og eiginlega allt sem hægt er að láta sér detta í hug og það er alltaf eitthvað nýtt að detta inn," segir Guðrún en stemmingin í skransölunni er engu lík. Í öðrum hluta húsnæðisins er salan en í hinum er Guðrún búin að koma sér upp vinnuaðstöðu þar sem fólk getur litið inn og skoðað húfurnar, peysurnar og pilsin sem hún hefur verið að hanna. Guðrún lenti í alvarlegu bílslysi í nóvember árið 2002 og hefur síðan verið öryrki. "Ég gat eiginlega ekki ráðið mig í vinnu hjá öðrum því ég þarf alltaf að hvíla mig eitthvað á hverjum degi. Þá voru nú góð ráð dýr - eða ódýr og þá datt mér í hug að byrja með þessa skransölu. Ég er algjör jarðýta og ég get hreinlega ekki setið aðgerðarlaus. Ég ætlaði að opna gallerí í þessu húsnæði því ég er að hanna húfur og skúlptúra en veit ekki hvenær verður úr því. Húfurnar mínar hafa til dæmis verið seldar til Kanada og voru mjög vinsælar á Víkingahátíðinni í Hafnarfirði. Mig langar líka að virkja listamenn sem eru sjálflærðir eins og ég og eru að gera góða hluti úti um allan bæ. Þangað til það gerist prófa ég skransöluna," segir Guðrún en hún opnaði söluna um miðjan mánuðinn. "Ég finn að þetta er að rúlla af stað. Fólk tekur vel í þessa hugmynd og það er mikið hringt í mig og spurt um einstaka hluti. Ef þetta verður mikið stuð þá held ég áfram í nokkrar helgar þó ég sé ekkert búin að ákveða hvað ég ætli að hafa söluna lengi opna. Það verður bara að koma í ljós." ValliValli Hús og heimili Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
"Ég sel hluti sem fólk hefur gefið mér og það eru aldeilis margir sem hafa styrkt mig. Maðurinn minn, hann Viggó Guðmundsson, vill til dæmis losa sig við dót sem hann á svo börnin hans þurfi ekki að rífast um það eftir hans tíma," segir Guðrún og skellihlær enda lífsglöð og hress. "Verðið er afar sanngjarnt, allt frá tíu krónum og upp úr. Síðan er alltaf hægt að prútta því ég veit að ef ég fer á svona sölur þá reyni ég alltaf að prútta. Maður á alls ekki að vera feiminn við það svo lengi sem allir eru ánægðir. Ég er með lampa og húsgögn og eiginlega allt sem hægt er að láta sér detta í hug og það er alltaf eitthvað nýtt að detta inn," segir Guðrún en stemmingin í skransölunni er engu lík. Í öðrum hluta húsnæðisins er salan en í hinum er Guðrún búin að koma sér upp vinnuaðstöðu þar sem fólk getur litið inn og skoðað húfurnar, peysurnar og pilsin sem hún hefur verið að hanna. Guðrún lenti í alvarlegu bílslysi í nóvember árið 2002 og hefur síðan verið öryrki. "Ég gat eiginlega ekki ráðið mig í vinnu hjá öðrum því ég þarf alltaf að hvíla mig eitthvað á hverjum degi. Þá voru nú góð ráð dýr - eða ódýr og þá datt mér í hug að byrja með þessa skransölu. Ég er algjör jarðýta og ég get hreinlega ekki setið aðgerðarlaus. Ég ætlaði að opna gallerí í þessu húsnæði því ég er að hanna húfur og skúlptúra en veit ekki hvenær verður úr því. Húfurnar mínar hafa til dæmis verið seldar til Kanada og voru mjög vinsælar á Víkingahátíðinni í Hafnarfirði. Mig langar líka að virkja listamenn sem eru sjálflærðir eins og ég og eru að gera góða hluti úti um allan bæ. Þangað til það gerist prófa ég skransöluna," segir Guðrún en hún opnaði söluna um miðjan mánuðinn. "Ég finn að þetta er að rúlla af stað. Fólk tekur vel í þessa hugmynd og það er mikið hringt í mig og spurt um einstaka hluti. Ef þetta verður mikið stuð þá held ég áfram í nokkrar helgar þó ég sé ekkert búin að ákveða hvað ég ætli að hafa söluna lengi opna. Það verður bara að koma í ljós." ValliValli
Hús og heimili Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira