Kjósendur sýndu þrautseigju 30. janúar 2005 00:01 Kosningarnar í Írak í dag voru blóði drifnar. Þær einkenndust af árásum hryðjuverkamanna og þrautseigju Íraka, sem flykktust á kjörstaði þrátt fyrir hættuna. Spáð var hrinu blóðugra og mannskæðra árása í dag og sú spá gekk eftir. Staðfest hefur verið að þrjátíu og þrír týndu lífi í árásum víðsvegar um landið og hryðjuverkahópur Abu Musabs al-Zarqawis kveðst hafa sent þrettán hryðjuverkamenn í sjálfsmorðsleiðangra. En tíðindi dagsins eru ekki árásirnar heldur kosningaþátttakan. Svo virðist sem mikill fjöldi Íraka hafi tekið því fagnandi að hafa tækifæri til að kjósa og skeytt engu um hótanir hryðjuverkamanna. Tuttugu og sjö milljónir búa í Írak og þar af skráðu um þrettán milljónir sig á kjörskrá. Kjörstjórn telur að yfir sextíu prósent skráðra kjósenda hafi mætt á kjörstað sem má túlka sem svo að Írakar hafi viljað senda ótvírætt merki um vilja sinn. Kjörstjórnin virðist hafa verið sínu ákafari og greindi frá því síðdegis að yfir 72 prósent hefðu þegar greitt atkvæði; það var dregið til baka skömmu síðar. Sums staðar er kjörsókn sögð hafa farið yfir 95 prósent en annars staðar var þó greinilega ringulreið. Einn kjósandi í bænum Beiji greindi fjölmiðlum frá því að hann hafi farið tvisvar á kjörstað í bænum en þar hafi engan verið að finna. Fregnir af þessu tagi bárust frá nokkrum bæjum og hverfum Súnníta sem sagðir eru hafa setið heima á meðan Kúrdar og Sjítar notfærðu sér kosningarétt sinn í ríkari mæli. Talsmenn bráðabirgðastjórnar Íraks voru hæstánægðir með daginn og Bandaríkjastjórn getur hakað við kosningarnar á stuttum lista þess sem vel gengur í Írak. Bush Bandaríkjaforseti sagði á fréttamannafundi á sjöunda tímanum að kosningarnar í Írak væru afgerandi sigur og að Írakar hefðu hafnað ólýðræðislegri hugmyndafræði hryðjuverkamanna. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir þetta merkisdag fyrir íröksku þjóðina. Um landið allt hafi Írakar steymt á kjörstaði þrátt fyrir hótanir al-Zarqawis. „Þetta er upphafið að nýjum tíma í Írak,“ segir Rice. Úrslit kosninganna liggja fyrir í vikunni en ljóst að að Sjítar verða sigurvegararnir, þó að óvíst sé að þeir verði alráðir. Nú er þess beðið með eftirvæntingu að sjá hvort að kosningin markar tímamót, og þá hvers eðlis þau verða: hvort að Írak þróast nú í átt að sjálfstæðu lýðræðisríki eða hvort að sundrung geri vart við sig og uppreisnarmönnum vex ásmeginn. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira
Kosningarnar í Írak í dag voru blóði drifnar. Þær einkenndust af árásum hryðjuverkamanna og þrautseigju Íraka, sem flykktust á kjörstaði þrátt fyrir hættuna. Spáð var hrinu blóðugra og mannskæðra árása í dag og sú spá gekk eftir. Staðfest hefur verið að þrjátíu og þrír týndu lífi í árásum víðsvegar um landið og hryðjuverkahópur Abu Musabs al-Zarqawis kveðst hafa sent þrettán hryðjuverkamenn í sjálfsmorðsleiðangra. En tíðindi dagsins eru ekki árásirnar heldur kosningaþátttakan. Svo virðist sem mikill fjöldi Íraka hafi tekið því fagnandi að hafa tækifæri til að kjósa og skeytt engu um hótanir hryðjuverkamanna. Tuttugu og sjö milljónir búa í Írak og þar af skráðu um þrettán milljónir sig á kjörskrá. Kjörstjórn telur að yfir sextíu prósent skráðra kjósenda hafi mætt á kjörstað sem má túlka sem svo að Írakar hafi viljað senda ótvírætt merki um vilja sinn. Kjörstjórnin virðist hafa verið sínu ákafari og greindi frá því síðdegis að yfir 72 prósent hefðu þegar greitt atkvæði; það var dregið til baka skömmu síðar. Sums staðar er kjörsókn sögð hafa farið yfir 95 prósent en annars staðar var þó greinilega ringulreið. Einn kjósandi í bænum Beiji greindi fjölmiðlum frá því að hann hafi farið tvisvar á kjörstað í bænum en þar hafi engan verið að finna. Fregnir af þessu tagi bárust frá nokkrum bæjum og hverfum Súnníta sem sagðir eru hafa setið heima á meðan Kúrdar og Sjítar notfærðu sér kosningarétt sinn í ríkari mæli. Talsmenn bráðabirgðastjórnar Íraks voru hæstánægðir með daginn og Bandaríkjastjórn getur hakað við kosningarnar á stuttum lista þess sem vel gengur í Írak. Bush Bandaríkjaforseti sagði á fréttamannafundi á sjöunda tímanum að kosningarnar í Írak væru afgerandi sigur og að Írakar hefðu hafnað ólýðræðislegri hugmyndafræði hryðjuverkamanna. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir þetta merkisdag fyrir íröksku þjóðina. Um landið allt hafi Írakar steymt á kjörstaði þrátt fyrir hótanir al-Zarqawis. „Þetta er upphafið að nýjum tíma í Írak,“ segir Rice. Úrslit kosninganna liggja fyrir í vikunni en ljóst að að Sjítar verða sigurvegararnir, þó að óvíst sé að þeir verði alráðir. Nú er þess beðið með eftirvæntingu að sjá hvort að kosningin markar tímamót, og þá hvers eðlis þau verða: hvort að Írak þróast nú í átt að sjálfstæðu lýðræðisríki eða hvort að sundrung geri vart við sig og uppreisnarmönnum vex ásmeginn.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira