Grænn skyndibiti og góður: Grískur kjúklingabaunaréttur 1. febrúar 2005 00:01 Við hliðina á McDonalds, í Bláu húsunum við Faxafen, má finna aðeins öðruvísi skyndibitastað. Þar ræður ríkjum Sæmundur Kristjánsson, kokkur sem hefur rekið veitingastaðinn Á næstu grösum undanfarin sex ár. "Ég var alltaf veikur fyrir grænmetisfæði og reyndi að koma grænmetisréttum að í þeim eldhúsum sem ég kom nærri. Svo bauðst mér að taka við Á næstu grösum á Laugaveginum og sá þar tækifæri til að þróa áfram þetta áhugamál mitt." Lítið er um stóla og borð Á næstu grösum í Faxafeni enda er staðurinn miðaður við að fólk taki matinn með sér. Hægt er að fá þrjár mismunandi stærðir af bökkum sem má fylla af mat að eigin vali. En hvað er á boðstólum? "Ég býð bæði upp á rétt dagins og svo getur fólk valið milli sex heitra og sex kaldra rétta. Í heita borðinu er yfirleitt einn sterkur tælenskur réttur, einn ítalskur, bökur og buff. Annars fer úrval réttanna eftir því hvað okkur langar að elda hverju sinni. Allt er þetta auðvitað grænmetisfæði og allir eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Þetta er hugsað sem heilsteypt máltíð en svo er líka hægt að ná í gott og öðruvísi meðlæti með kjötinu og fiskinum. Ég bendi fólki á þennan möguleika og margir fara til dæmis fyrst á Fylgifiska að ná sér í tilbúinn fiskrétt og kemur svo til mín og nær í meðlætið." Hvernig fólk sækir staðinn helst? "Allskonar fólk og ekki hægt að taka neinn einn hóp út frekar en annan. Konur eru oft opnari fyrir svona mat en ég er stundum með troðfullan stað af karlmönnum svo karlmenn eru greinilega farnir að læra að borða grænmeitsfæði." Og er allt jafn meinhollt? "Maturinn er auðvitað grænmetisfæði og mikið lagt upp úr hollustunni. Svo er ég með 4-5 tegundir af hollum kökum, ýmist sykur- eða hveitilausar nema hvort tveggja sé. En svo er ég líka með eina ekta franska súkkulaðiköku, því fólk verður að geta sleppt fram af sér beislinu ef það vill. Vinsælasta kakan hjá okkur er pecankaka með döðlubotni og brúnum sykri. Í Faxafeninu býð ég alltaf upp á nýbakað möffins." Hvaða réttur er vinsælastur? "Réttur dagsins er auðvitað vinsælastur hverju sinni og mest keypt af honum. En þessa dagana er það caneloni með kotasælu og kryddjurtum sem allir eru jafnhrifnir af." Eftirfarandi uppskriftir getur fólk prófað sjálft til að komast á bragðið.Gulrótarmús500 g gulrætur2 rauðar paprikur1 egg2 stilkar fáfnisgras5 stilkar steinseljasalt og pipar Gulrætur og paprikur eru hreinsaðar og gufusoðnar. Allt er síðan sett í matvinnsluvél og hakkað saman. Sett í jólakökuform klætt plast filmu og bakað í vatnsbaði í um 40 mín við 150°c. Með þessu er mjög gott að bera fram sveppasósu og léttbakað grænmeti með kryddsmjöri.Grískur kjúklingabaunaréttur með kapers og spínati500 g soðnar kjúklingabaunir (250 g ósoðanar)1 rauðlaukur, saxaður1 kúmen2 hvítlauksgeirar, saxaðir2 lime, bara safinn2 dl eplasafi2 msk. kapers100 g spínat, hreinsað1 dl hrein jógúrt (má sleppa)salt og pipar Hreinsið baunirnar og leggið í bleyti í að minnsta kosti 8 klukkustundir og sjóðið svo í miklu vatni. Þegar þær eru tilbúnar er vatninu hellt af. Hitið laukinn í potti ásamt kúmeninu og hvítlauknum. Hellið lime safanum í pottinn ásamt eplasafanum, kapersinu og baununum. Látið suðuna koma upp. Setjið spínatið og jógúrtið í pottinn og berið fram. Þetta er gott með nýju brauði og salati. Bökur með rótargrænmeti og kryddjurtum 4 gulrætur 2 steinseljurætur 1 seljurót 1 rauðlaukur 1 pera 1 dl eplasafi salt og pipar 2 kvistar steinselja 4 blöð mynta 4 blöð salvía 2 blöð smjördeig Grænmetið er snyrt og skorið í teninga. Laukurinn er hitaður á pönnu og grænmetið með ásamt eplasafa og smá vatnslögg. Þegar grænmetið er farið að mýkjast er bætt út í söxuðum kryddjurtunum og perunni. Smjördeigið er flatt út og klætt 20 cm springform (Ef vill má setja þetta í tilbúnar bökuskeljar.) Fylling er sett út í og bakað við 170°c í 25 mínútur. Stefán Grænmetisréttir Uppskriftir Mest lesið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Við hliðina á McDonalds, í Bláu húsunum við Faxafen, má finna aðeins öðruvísi skyndibitastað. Þar ræður ríkjum Sæmundur Kristjánsson, kokkur sem hefur rekið veitingastaðinn Á næstu grösum undanfarin sex ár. "Ég var alltaf veikur fyrir grænmetisfæði og reyndi að koma grænmetisréttum að í þeim eldhúsum sem ég kom nærri. Svo bauðst mér að taka við Á næstu grösum á Laugaveginum og sá þar tækifæri til að þróa áfram þetta áhugamál mitt." Lítið er um stóla og borð Á næstu grösum í Faxafeni enda er staðurinn miðaður við að fólk taki matinn með sér. Hægt er að fá þrjár mismunandi stærðir af bökkum sem má fylla af mat að eigin vali. En hvað er á boðstólum? "Ég býð bæði upp á rétt dagins og svo getur fólk valið milli sex heitra og sex kaldra rétta. Í heita borðinu er yfirleitt einn sterkur tælenskur réttur, einn ítalskur, bökur og buff. Annars fer úrval réttanna eftir því hvað okkur langar að elda hverju sinni. Allt er þetta auðvitað grænmetisfæði og allir eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Þetta er hugsað sem heilsteypt máltíð en svo er líka hægt að ná í gott og öðruvísi meðlæti með kjötinu og fiskinum. Ég bendi fólki á þennan möguleika og margir fara til dæmis fyrst á Fylgifiska að ná sér í tilbúinn fiskrétt og kemur svo til mín og nær í meðlætið." Hvernig fólk sækir staðinn helst? "Allskonar fólk og ekki hægt að taka neinn einn hóp út frekar en annan. Konur eru oft opnari fyrir svona mat en ég er stundum með troðfullan stað af karlmönnum svo karlmenn eru greinilega farnir að læra að borða grænmeitsfæði." Og er allt jafn meinhollt? "Maturinn er auðvitað grænmetisfæði og mikið lagt upp úr hollustunni. Svo er ég með 4-5 tegundir af hollum kökum, ýmist sykur- eða hveitilausar nema hvort tveggja sé. En svo er ég líka með eina ekta franska súkkulaðiköku, því fólk verður að geta sleppt fram af sér beislinu ef það vill. Vinsælasta kakan hjá okkur er pecankaka með döðlubotni og brúnum sykri. Í Faxafeninu býð ég alltaf upp á nýbakað möffins." Hvaða réttur er vinsælastur? "Réttur dagsins er auðvitað vinsælastur hverju sinni og mest keypt af honum. En þessa dagana er það caneloni með kotasælu og kryddjurtum sem allir eru jafnhrifnir af." Eftirfarandi uppskriftir getur fólk prófað sjálft til að komast á bragðið.Gulrótarmús500 g gulrætur2 rauðar paprikur1 egg2 stilkar fáfnisgras5 stilkar steinseljasalt og pipar Gulrætur og paprikur eru hreinsaðar og gufusoðnar. Allt er síðan sett í matvinnsluvél og hakkað saman. Sett í jólakökuform klætt plast filmu og bakað í vatnsbaði í um 40 mín við 150°c. Með þessu er mjög gott að bera fram sveppasósu og léttbakað grænmeti með kryddsmjöri.Grískur kjúklingabaunaréttur með kapers og spínati500 g soðnar kjúklingabaunir (250 g ósoðanar)1 rauðlaukur, saxaður1 kúmen2 hvítlauksgeirar, saxaðir2 lime, bara safinn2 dl eplasafi2 msk. kapers100 g spínat, hreinsað1 dl hrein jógúrt (má sleppa)salt og pipar Hreinsið baunirnar og leggið í bleyti í að minnsta kosti 8 klukkustundir og sjóðið svo í miklu vatni. Þegar þær eru tilbúnar er vatninu hellt af. Hitið laukinn í potti ásamt kúmeninu og hvítlauknum. Hellið lime safanum í pottinn ásamt eplasafanum, kapersinu og baununum. Látið suðuna koma upp. Setjið spínatið og jógúrtið í pottinn og berið fram. Þetta er gott með nýju brauði og salati. Bökur með rótargrænmeti og kryddjurtum 4 gulrætur 2 steinseljurætur 1 seljurót 1 rauðlaukur 1 pera 1 dl eplasafi salt og pipar 2 kvistar steinselja 4 blöð mynta 4 blöð salvía 2 blöð smjördeig Grænmetið er snyrt og skorið í teninga. Laukurinn er hitaður á pönnu og grænmetið með ásamt eplasafa og smá vatnslögg. Þegar grænmetið er farið að mýkjast er bætt út í söxuðum kryddjurtunum og perunni. Smjördeigið er flatt út og klætt 20 cm springform (Ef vill má setja þetta í tilbúnar bökuskeljar.) Fylling er sett út í og bakað við 170°c í 25 mínútur. Stefán
Grænmetisréttir Uppskriftir Mest lesið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira