Byggja upp fjárfestingarbanka 1. febrúar 2005 00:01 Landsbankinn stefnir að því að leggja grunn að útrás sinni í Bretlandi með yfirtöku á bresku verðbréfafyrirtæki sem tilkynnt var um í dag. Markmið Landsbankans er að byggja upp norðurevrópskan fyrirtækja- og fjárfestingarbanka. Tæplega 60 prósent hluthafa í breska verðbréfafyrirtækinu Teather & Greenwood höfðu nú síðdegis lýst yfir stuðningi við yfirtökutilboð Landsbankans en Landsbankamenn stefna að því að endanlega verði búið að ganga frá kaupunum innan mánaðar. Landsbankinn býðst til þess að kaupa hlutabréf fyrirtækisins á 50 prósenta yfirverði eða fyrir alls um fimm milljarða króna. Fyrirtækið er það fjórtánda stærsta í viðskiptum í bresku kauphöllinni í Lundúnum en um 120 manns stafa hjá því. Ársvelta þess nam um tveimur milljörðum króna á síðasta tímabili. Stefnt er að því að bankastjórar Landsbankans, Halldór J. Kristjánsson og Sigurjón Þ. Árnason, setjist í stjórn fyrirtækisins en stjórnarformaður þess er Baker lávarður sem var ráðherra í stjórn Margrétar Thatcher og er miðað við að hann verði áfram í því starfi. Sigurjón Þ. Árnason segir að markmið Landbankans sé að reyna byggja upp norðurevrópskan fyrirtækja- og fjárfestingarbanka og með kaupunum sé Landsbankinn að kaupa sér ákveðin fyrirtækjatengsl og tengsl við fagfjárfestabanka í Bretlandi. Nokkur íslensk fyrirtæki hafa nýtt sér þjónustu Teather & Greenwood, m.a Bakkavör við kaup á Geest og Flugleiðir við kaup á Easy Jet. Aðspurður hvort kaupin hafi þýðingu fyrir íslenska fjárfesta og íslenskan markað segir Sigurjón að þau skipti alla sem tengist Landsbankum máli, hvort sem það séu fyrirtæki, fjárfestar eða starfsmenn, því kaupin leggi grunninn að útrás bankans í Bretlandi. Teather & Greewood hafi mikil fyrirtækjatengsl og tengls við breskan markað og því sé mikils vænst í kjölfar kaupanna. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Landsbankinn stefnir að því að leggja grunn að útrás sinni í Bretlandi með yfirtöku á bresku verðbréfafyrirtæki sem tilkynnt var um í dag. Markmið Landsbankans er að byggja upp norðurevrópskan fyrirtækja- og fjárfestingarbanka. Tæplega 60 prósent hluthafa í breska verðbréfafyrirtækinu Teather & Greenwood höfðu nú síðdegis lýst yfir stuðningi við yfirtökutilboð Landsbankans en Landsbankamenn stefna að því að endanlega verði búið að ganga frá kaupunum innan mánaðar. Landsbankinn býðst til þess að kaupa hlutabréf fyrirtækisins á 50 prósenta yfirverði eða fyrir alls um fimm milljarða króna. Fyrirtækið er það fjórtánda stærsta í viðskiptum í bresku kauphöllinni í Lundúnum en um 120 manns stafa hjá því. Ársvelta þess nam um tveimur milljörðum króna á síðasta tímabili. Stefnt er að því að bankastjórar Landsbankans, Halldór J. Kristjánsson og Sigurjón Þ. Árnason, setjist í stjórn fyrirtækisins en stjórnarformaður þess er Baker lávarður sem var ráðherra í stjórn Margrétar Thatcher og er miðað við að hann verði áfram í því starfi. Sigurjón Þ. Árnason segir að markmið Landbankans sé að reyna byggja upp norðurevrópskan fyrirtækja- og fjárfestingarbanka og með kaupunum sé Landsbankinn að kaupa sér ákveðin fyrirtækjatengsl og tengsl við fagfjárfestabanka í Bretlandi. Nokkur íslensk fyrirtæki hafa nýtt sér þjónustu Teather & Greenwood, m.a Bakkavör við kaup á Geest og Flugleiðir við kaup á Easy Jet. Aðspurður hvort kaupin hafi þýðingu fyrir íslenska fjárfesta og íslenskan markað segir Sigurjón að þau skipti alla sem tengist Landsbankum máli, hvort sem það séu fyrirtæki, fjárfestar eða starfsmenn, því kaupin leggi grunninn að útrás bankans í Bretlandi. Teather & Greewood hafi mikil fyrirtækjatengsl og tengls við breskan markað og því sé mikils vænst í kjölfar kaupanna.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira