Pólitík hér - kosningar í Danmörku 5. febrúar 2005 00:01 Það er oft gaman þegar íslenskir stjórnmálaflokkar eru að mæla sig við flokka í útlöndum. Þannig segjast Frjálslyndir á Íslandi allt í einu eiga systurflokka í bæði Venstre og Radikale venstre í Danmörku. Venstre er flokkur Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra - mælist með meira en 30 prósent í skoðanakönnunum. Flokkurinn var eitt sinn eins konar Framsóknarflokkur; það er meira að segja hermt að Framsókn líti á velheppnaðan flutning hans inn í borgirnar sem fyrirmynd. Fogh og hans menn þykja mikir spunameistarar. Ingibjörg Stefánsdóttir sem var í þættinum mínum í gær að ræða dönsku kosningarnar tjáði mér að Radikale venstre hefði eitt sinn verði flokkur húskarla og vinnuhjúa, en sé nú að verða flokkur "arty farty" fólksins, "den kreative Danmark" eins og sagt er. Ég þakka Ingibjörgu fleiri punkta sem hún lagði til í þennan greinarstúf. Sjálfstæðismenn hafa gömul tengsl við Konservative, hægri flokkinn sem er með Venstre í minnihlutastjórninni, studdri af Dansk folkeparti. Minnihlutastjórnir eru reglan - það má segja að í Danmörku séu stunduð samræðustjórnmál. Hópur ungs sjálfstæðisfólks fór meira að segja um daginn til að leggja systurflokknum í Danmörku lið. Sjálfstæðismenn renna hins vegar hýru auga til Venstre, enda þykir þeim hinn ofurskipulagði Anders Fogh aðdáunarverður maður. Samfylkingin stærir sig þessa dagana af því að hafa meira fylgi en Sósíaldemókratarnir í Danmörku, gamli valdaflokkurinn þar. Formaður flokksins, Mogens Lykketoft, þykir minna nokkuð á Jón Baldvin. Hann er ekki ósvipaður í útliti, með hafurskegg, virkar kaldur, kalkúleraður og á ekki sérlega gott með að ná til almennings fremur en Jón Baldvin. Lykketoft verður sennilega settur af eftir kosningar. Nú hugsa danskir kratar með hlýhug til síns gamla foringja Pouls Nyrup-Rasmusen. Þeir Lykketoft og Nyrup hafa reyndar báðir verið giftir sömu konunni. Nyrup þykir alþýðlegur, er eins og fiskur í vatni í Fælledparken á 1. maí þar sem hann drekkur bjór með fólkinu. í ofmetnaði sem stappaði nærri maníu boðaði Nyrup til ótímabærra kosninga 2001 þar sem Sósíaldemókratar misstu forystuna í ríkisstjórn. Hann hætti sem flokksleiðtogi eftir það. Systurflokkur Vinstri grænna er svo Socialistisk folkeparti, undir stjórn Holgers Nielsen sem kom í viðtal í þætti hjá mér fyrir ári. SF er reyndar miklu evrópuvinsamlegri en VG; í viðtalinu við mig sagði Nielsen að hann liti á Evrópusambandið sem nauðsynlegt mótvægi við ofurvald Bandaríkjanna. Ekkert stjórnmálaafl á Íslandi vill tengjast Þjóðarflokki Piu Kjærsgaard. Kærsgaard byggir pólitík sína á andúð á útlendingum og umhyggju fyrir gömlu fólki. Ingibjörg talaði um Dansk folkeparti sem hreinan pópúlistaflokk í þættinum í gær. Af einhverjum ástæðum hefur flokkur af þessu tagi ekki orðið til hér, þótt víst sé að áþekkar hugmyndir eru víða ríkjandi. Menn sem ætluðu að stofna í Framfaraflokk á Íslandi eru búnir að loka vef sínum, að minnsta kosti einn þeirra skrifar nú á vef sem heitir Íhald og hallast að Sjálfstæðisflokknum. --- --- --- Íraksmálin eru ekki mjög til umræðu í kosningunum í Danmörku og eru Danir samt með hersveitir í Írak. Þrjú hundruð menningarvitar birtu þó auglýsingu í Politiken daginn þar sem þeir hvöttu til þess að herliðið yrði kallað heim, en í þeim hópi eru Kim Larsen, Ghita Nörby, Lars von Trier og Klaus Rifbjerg, Hugmyndin var að koma málinu inn í kosningabaráttuna. Samkvæmt skoðanakönnunum eru 54 prósent Dana andvíg stefnu stjórnarinnar í Íraksmálinu. --- --- --- Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra, sagði í þættinum hjá mér í gær að í forsætisráðuneytinu væru uppi áform um að halda reglulega blaðamannafundi á hálfs mánaðar til þriggja vikna fresti. Morgunblaðið tekur þetta upp í morgun, enda myndu svona fundir vera nýmæli í íslenskum stjórnmálum. Það er ágæt hugmynd að koma samskiptum við fjölmiðla í þennan farveg. Þó er ekki víst hvað fjölmiðlamenn hérna verða hrifnir. Þeir eru vanari að hafa beinni aðgang að ráðamönnum, að geta talað við þá augliti til auglitis. En þetta er vel þess virði að reyna og gæti hresst upp á ímynd Halldórs í ráðuneytinu. Honum væri líka í lófa lagið að kalla með sér annað fólk, ráðherra eða embættismenn, á fundina ef honum sýnist. Skoðanakönnun sem birtist í Fréttablaðinu í morgun sýnir hversu ímyndarvandi Halldórs er mikill. Aðeins 3,8 prósent telja hann trúverðugasta stjórnmálamanninn. Birgir Hermannsson segir í grein í DV að Halldór hafi einfaldlega setið of lengi. Merkilegt er hins vegar að sjá Ingibjörgu Sólrúnu lyfta sér verulega í þessari könnun eftir að traust hennar hefur mælst lágt undanfarið. Annars tókust Björn Ingi og Sigmundur Ernir Rúnarsson harkalega á um skoðanakannanir Fréttablaðsins í þættinum hjá mér í gær. Um aðferðafræðina bak við þær og tímasetningar þeirra. Það er forvitnileg umræða, enda er ljóst að skoðanakannanir hins víðlesna blaðs eru að hafa mikil áhrif. Í því sambandi má benda á að svarhlutfallið í síðustu skoðanakönnun blaðsins er afar lélegt. --- --- --- Fárið sem gengur yfir vegna útsendinga enska fótboltans á Skjá einum er nokkuð spaugilegt. Þeir tíma ekki að borga fyrir íslenska þuli til að lýsa leikjunum en setja þetta upp sem einhvers konar mannréttinda/tjáningarfrelsismál. Útvarpslögin eru hins vegar skýr - leikfimiæfingar eins og að setja íslenska texta á leikina breyta trúi ég engu þar um. Líklega myndi Skjárinn heldur ekki ríða feitum hesti frá því að leita athvarfs í Evrópurétti. Þar er gert ráð fyrir að þjóðum sé heimilt að setja í lög ákvæði til verndar menningu sinni og tungu. Nú er það svo að risafyrirtækið Síminn hefur eignast Skjá einn. Maður getur ekki séð að Símanum ætti að vera skotaskuld úr því að borga fyrir fótboltalýsingarnar. Annars verða þeir bara að reyna að fá lögunum breytt. Þar ættu í raun að vera hæg heimatökin. Orri Hauksson, starfsmaður Símans og stjórnarformaður Skjás eins, gæti hringt í Illuga Gunnarsson, eftirmann sinn sem aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar og starfsmann Skjás eins - og Illugi gæti að minnsta kosti athugað hverju hann fær áorkað meðal stjórnarliðsins. Er hann ekki talinn með valdamestu mönnum á Íslandi um þessar mundir? Áhugamenn um enska boltann eru frekur og hávær minnihlutahópur - og með ólíkindum hversu mikið er hlaðið undir hann hér í fjölmiðlum. Mér sýnist raunar að Skjár einn hafi gert mistök þegar hann keypti sýningarréttinn að fótboltanum. Í huga fólks er Skjárinn fyrst og fremst afþreyingarstöð sem hefur sýnt blöndu af léttu íslensku efni og amerískum sápum, en alls ekki íþróttastöð. Boltinn virðist líka ríða annarri dagskrárgerð á Skjánum á slig, enda held ég að sé næsta víst að fótboltinn verður ekki á dagskránni á næsta ári heldur reyni móðurfyrirtækið Síminn að finna einhverja aðra lausn. Þá væntanlega þannig að hægt sé að selja áskrift. --- --- --- Bendi á umfjöllun um tónleikaplötuna/diskinn Concert for George hér neðar á síðunni. --- --- --- Þá eru ljós úrslit í netkönnun um formannskjörið í Samfylkingunni. Þau eru svohljóðandi: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir - 2831 atkvæði, 52,82% Össur Skarphéðinsson - 2433 atkvæði, 45,39% Einhver annar - 96 atkvæði, 1,79% --- --- --- Vakin er athygli á nýrri netkönnun hér á forsíðunni, í þetta sinn um hver eigi að taka við formennsku í Framsóknarflokknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun
Það er oft gaman þegar íslenskir stjórnmálaflokkar eru að mæla sig við flokka í útlöndum. Þannig segjast Frjálslyndir á Íslandi allt í einu eiga systurflokka í bæði Venstre og Radikale venstre í Danmörku. Venstre er flokkur Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra - mælist með meira en 30 prósent í skoðanakönnunum. Flokkurinn var eitt sinn eins konar Framsóknarflokkur; það er meira að segja hermt að Framsókn líti á velheppnaðan flutning hans inn í borgirnar sem fyrirmynd. Fogh og hans menn þykja mikir spunameistarar. Ingibjörg Stefánsdóttir sem var í þættinum mínum í gær að ræða dönsku kosningarnar tjáði mér að Radikale venstre hefði eitt sinn verði flokkur húskarla og vinnuhjúa, en sé nú að verða flokkur "arty farty" fólksins, "den kreative Danmark" eins og sagt er. Ég þakka Ingibjörgu fleiri punkta sem hún lagði til í þennan greinarstúf. Sjálfstæðismenn hafa gömul tengsl við Konservative, hægri flokkinn sem er með Venstre í minnihlutastjórninni, studdri af Dansk folkeparti. Minnihlutastjórnir eru reglan - það má segja að í Danmörku séu stunduð samræðustjórnmál. Hópur ungs sjálfstæðisfólks fór meira að segja um daginn til að leggja systurflokknum í Danmörku lið. Sjálfstæðismenn renna hins vegar hýru auga til Venstre, enda þykir þeim hinn ofurskipulagði Anders Fogh aðdáunarverður maður. Samfylkingin stærir sig þessa dagana af því að hafa meira fylgi en Sósíaldemókratarnir í Danmörku, gamli valdaflokkurinn þar. Formaður flokksins, Mogens Lykketoft, þykir minna nokkuð á Jón Baldvin. Hann er ekki ósvipaður í útliti, með hafurskegg, virkar kaldur, kalkúleraður og á ekki sérlega gott með að ná til almennings fremur en Jón Baldvin. Lykketoft verður sennilega settur af eftir kosningar. Nú hugsa danskir kratar með hlýhug til síns gamla foringja Pouls Nyrup-Rasmusen. Þeir Lykketoft og Nyrup hafa reyndar báðir verið giftir sömu konunni. Nyrup þykir alþýðlegur, er eins og fiskur í vatni í Fælledparken á 1. maí þar sem hann drekkur bjór með fólkinu. í ofmetnaði sem stappaði nærri maníu boðaði Nyrup til ótímabærra kosninga 2001 þar sem Sósíaldemókratar misstu forystuna í ríkisstjórn. Hann hætti sem flokksleiðtogi eftir það. Systurflokkur Vinstri grænna er svo Socialistisk folkeparti, undir stjórn Holgers Nielsen sem kom í viðtal í þætti hjá mér fyrir ári. SF er reyndar miklu evrópuvinsamlegri en VG; í viðtalinu við mig sagði Nielsen að hann liti á Evrópusambandið sem nauðsynlegt mótvægi við ofurvald Bandaríkjanna. Ekkert stjórnmálaafl á Íslandi vill tengjast Þjóðarflokki Piu Kjærsgaard. Kærsgaard byggir pólitík sína á andúð á útlendingum og umhyggju fyrir gömlu fólki. Ingibjörg talaði um Dansk folkeparti sem hreinan pópúlistaflokk í þættinum í gær. Af einhverjum ástæðum hefur flokkur af þessu tagi ekki orðið til hér, þótt víst sé að áþekkar hugmyndir eru víða ríkjandi. Menn sem ætluðu að stofna í Framfaraflokk á Íslandi eru búnir að loka vef sínum, að minnsta kosti einn þeirra skrifar nú á vef sem heitir Íhald og hallast að Sjálfstæðisflokknum. --- --- --- Íraksmálin eru ekki mjög til umræðu í kosningunum í Danmörku og eru Danir samt með hersveitir í Írak. Þrjú hundruð menningarvitar birtu þó auglýsingu í Politiken daginn þar sem þeir hvöttu til þess að herliðið yrði kallað heim, en í þeim hópi eru Kim Larsen, Ghita Nörby, Lars von Trier og Klaus Rifbjerg, Hugmyndin var að koma málinu inn í kosningabaráttuna. Samkvæmt skoðanakönnunum eru 54 prósent Dana andvíg stefnu stjórnarinnar í Íraksmálinu. --- --- --- Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra, sagði í þættinum hjá mér í gær að í forsætisráðuneytinu væru uppi áform um að halda reglulega blaðamannafundi á hálfs mánaðar til þriggja vikna fresti. Morgunblaðið tekur þetta upp í morgun, enda myndu svona fundir vera nýmæli í íslenskum stjórnmálum. Það er ágæt hugmynd að koma samskiptum við fjölmiðla í þennan farveg. Þó er ekki víst hvað fjölmiðlamenn hérna verða hrifnir. Þeir eru vanari að hafa beinni aðgang að ráðamönnum, að geta talað við þá augliti til auglitis. En þetta er vel þess virði að reyna og gæti hresst upp á ímynd Halldórs í ráðuneytinu. Honum væri líka í lófa lagið að kalla með sér annað fólk, ráðherra eða embættismenn, á fundina ef honum sýnist. Skoðanakönnun sem birtist í Fréttablaðinu í morgun sýnir hversu ímyndarvandi Halldórs er mikill. Aðeins 3,8 prósent telja hann trúverðugasta stjórnmálamanninn. Birgir Hermannsson segir í grein í DV að Halldór hafi einfaldlega setið of lengi. Merkilegt er hins vegar að sjá Ingibjörgu Sólrúnu lyfta sér verulega í þessari könnun eftir að traust hennar hefur mælst lágt undanfarið. Annars tókust Björn Ingi og Sigmundur Ernir Rúnarsson harkalega á um skoðanakannanir Fréttablaðsins í þættinum hjá mér í gær. Um aðferðafræðina bak við þær og tímasetningar þeirra. Það er forvitnileg umræða, enda er ljóst að skoðanakannanir hins víðlesna blaðs eru að hafa mikil áhrif. Í því sambandi má benda á að svarhlutfallið í síðustu skoðanakönnun blaðsins er afar lélegt. --- --- --- Fárið sem gengur yfir vegna útsendinga enska fótboltans á Skjá einum er nokkuð spaugilegt. Þeir tíma ekki að borga fyrir íslenska þuli til að lýsa leikjunum en setja þetta upp sem einhvers konar mannréttinda/tjáningarfrelsismál. Útvarpslögin eru hins vegar skýr - leikfimiæfingar eins og að setja íslenska texta á leikina breyta trúi ég engu þar um. Líklega myndi Skjárinn heldur ekki ríða feitum hesti frá því að leita athvarfs í Evrópurétti. Þar er gert ráð fyrir að þjóðum sé heimilt að setja í lög ákvæði til verndar menningu sinni og tungu. Nú er það svo að risafyrirtækið Síminn hefur eignast Skjá einn. Maður getur ekki séð að Símanum ætti að vera skotaskuld úr því að borga fyrir fótboltalýsingarnar. Annars verða þeir bara að reyna að fá lögunum breytt. Þar ættu í raun að vera hæg heimatökin. Orri Hauksson, starfsmaður Símans og stjórnarformaður Skjás eins, gæti hringt í Illuga Gunnarsson, eftirmann sinn sem aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar og starfsmann Skjás eins - og Illugi gæti að minnsta kosti athugað hverju hann fær áorkað meðal stjórnarliðsins. Er hann ekki talinn með valdamestu mönnum á Íslandi um þessar mundir? Áhugamenn um enska boltann eru frekur og hávær minnihlutahópur - og með ólíkindum hversu mikið er hlaðið undir hann hér í fjölmiðlum. Mér sýnist raunar að Skjár einn hafi gert mistök þegar hann keypti sýningarréttinn að fótboltanum. Í huga fólks er Skjárinn fyrst og fremst afþreyingarstöð sem hefur sýnt blöndu af léttu íslensku efni og amerískum sápum, en alls ekki íþróttastöð. Boltinn virðist líka ríða annarri dagskrárgerð á Skjánum á slig, enda held ég að sé næsta víst að fótboltinn verður ekki á dagskránni á næsta ári heldur reyni móðurfyrirtækið Síminn að finna einhverja aðra lausn. Þá væntanlega þannig að hægt sé að selja áskrift. --- --- --- Bendi á umfjöllun um tónleikaplötuna/diskinn Concert for George hér neðar á síðunni. --- --- --- Þá eru ljós úrslit í netkönnun um formannskjörið í Samfylkingunni. Þau eru svohljóðandi: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir - 2831 atkvæði, 52,82% Össur Skarphéðinsson - 2433 atkvæði, 45,39% Einhver annar - 96 atkvæði, 1,79% --- --- --- Vakin er athygli á nýrri netkönnun hér á forsíðunni, í þetta sinn um hver eigi að taka við formennsku í Framsóknarflokknum.