Flugleiðir kaupa Bláfugl 8. febrúar 2005 00:01 Flugleiðir hafa gert samning um kaup á fraktflugfélaginu Bláfugli og flutningsmiðlunarfyrirtækinu Flugflutningum ehf.. Í frétt frá Flugleiðum segir að þetta sé liður í markaðri stefnu fyrirtækisins að vaxa á alþjóðlegum fraktflutningamarkaði þar sem langmestur hluti af starfsemi Bláfugls fer fram. Kaupin eru gerð með fyrirvara um áreiðanleikakönnun og samþykki samkeppnisyfirvalda. Kaupverð fyrirtækjanna nemur samtals 3,8 milljörðum króna auk þess sem Flugleiðir yfirtaka vaxtaberandi skuldir vegna fjármögnunar flugvéla fyrir um 1.400 milljónir króna. Kaupverðið er greitt með peningum og með eigin hlutabréfum í Flugleiðum fyrir 1.350 milljónir króna. Félögin hafa vaxið hratt að undanförnu, eða um 37% á ári síðastliðin tvö ár, og skilað góðri arðsemi. Heildarumsvif Flugleiðasamstæðunnar í fraktflutningum eftir þessi kaup verða rúmlega 7 milljarðar króna á ári. „Þessi kaup eru í samræmi við þá stefnu félagsins sem kynnt var á síðasta ári að leggja aukna áherslu á útrás og efla starfsemina í frakt- og leiguflugi á alþjóðamarkaði,“ segir Hannes Smárason, stjórnarformaður Flugleiða. „Bláfugl er vel rekið og áhugavert fyrirtæki og kaupin á því færa starfsemi Flugleiða inn á nýjan og spennandi vettvang. Bæði fyrirtækin hafa vaxið hratt undanfarin misseri og við búumst við því að vöxturinn verði áfram hraður en auk þess sjáum við talsverð samlegðaráhrif í flugrekstrinum sem reiknað er með að fari að gæta strax á þessu ári,“ segir Hannes Smárason, stjórnarformaður Flugleiða. Þórarinn Kjartansson, framkvæmdastjóri og einn aðaleigandi Bláfugls, segir mikilvægt fyrir reksturinn að fá þann sterka bakhjarl sem Flugleiðasamstæðan er. „Það er ekki vafi á því að saman eru þessi félög sterkari og stefnan er sett á áframhaldandi vöxt á alþjóðamarkaði.“ Fraktflugfélagið Bláfugl rekur nú fimm Boeing 737 fraktflugvélar og fer 80% starfseminnar fram erlendis. Ein Boeing 757 flugvél er væntanleg til félagsins á næstunni. Starfsmenn Bláfugls eru um 50, þar af um 30 flugmenn. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Flugleiðir hafa gert samning um kaup á fraktflugfélaginu Bláfugli og flutningsmiðlunarfyrirtækinu Flugflutningum ehf.. Í frétt frá Flugleiðum segir að þetta sé liður í markaðri stefnu fyrirtækisins að vaxa á alþjóðlegum fraktflutningamarkaði þar sem langmestur hluti af starfsemi Bláfugls fer fram. Kaupin eru gerð með fyrirvara um áreiðanleikakönnun og samþykki samkeppnisyfirvalda. Kaupverð fyrirtækjanna nemur samtals 3,8 milljörðum króna auk þess sem Flugleiðir yfirtaka vaxtaberandi skuldir vegna fjármögnunar flugvéla fyrir um 1.400 milljónir króna. Kaupverðið er greitt með peningum og með eigin hlutabréfum í Flugleiðum fyrir 1.350 milljónir króna. Félögin hafa vaxið hratt að undanförnu, eða um 37% á ári síðastliðin tvö ár, og skilað góðri arðsemi. Heildarumsvif Flugleiðasamstæðunnar í fraktflutningum eftir þessi kaup verða rúmlega 7 milljarðar króna á ári. „Þessi kaup eru í samræmi við þá stefnu félagsins sem kynnt var á síðasta ári að leggja aukna áherslu á útrás og efla starfsemina í frakt- og leiguflugi á alþjóðamarkaði,“ segir Hannes Smárason, stjórnarformaður Flugleiða. „Bláfugl er vel rekið og áhugavert fyrirtæki og kaupin á því færa starfsemi Flugleiða inn á nýjan og spennandi vettvang. Bæði fyrirtækin hafa vaxið hratt undanfarin misseri og við búumst við því að vöxturinn verði áfram hraður en auk þess sjáum við talsverð samlegðaráhrif í flugrekstrinum sem reiknað er með að fari að gæta strax á þessu ári,“ segir Hannes Smárason, stjórnarformaður Flugleiða. Þórarinn Kjartansson, framkvæmdastjóri og einn aðaleigandi Bláfugls, segir mikilvægt fyrir reksturinn að fá þann sterka bakhjarl sem Flugleiðasamstæðan er. „Það er ekki vafi á því að saman eru þessi félög sterkari og stefnan er sett á áframhaldandi vöxt á alþjóðamarkaði.“ Fraktflugfélagið Bláfugl rekur nú fimm Boeing 737 fraktflugvélar og fer 80% starfseminnar fram erlendis. Ein Boeing 757 flugvél er væntanleg til félagsins á næstunni. Starfsmenn Bláfugls eru um 50, þar af um 30 flugmenn.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira