Halldór, Hannes og Steingrímur J 10. febrúar 2005 00:01 Meðal gesta í Silfri Egils á sunnudaginn verða Halldór Guðmundsson og Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Þeir munu ræða um bækur sínar um Halldór Laxness, en einnig um nýjar upplýsingar sem birtast í Mannlífi og benda til þess að sjálfur J. Edgar Hoover hafi haft afskipti af Halldóri og komið í veg fyrir útgáfu á bókum hans. Af öðrum gestum sem eru komnir á blað má nefna Steingrím J. Sigfússon og Pétur H. Blöndal. Meðal umræðuefna í þættinum verður hátt gengi krónunnar og örðugleikar sem hljótast af því, hinn lági dollar og feikileg skuldasöfnun Bandaríkjanna, miklar fjárfestingar íslenskra fyrirtækja og eignatengsl í þeim, klæðaburður á Alþingi og áreiðanlega ýmislegt fleira. Þátturinn er í opinni dagskrá í hádeginu á sunnudag, hefst klukkan tólf. Hann er svo endursýndur síðla kvölds, en einnig er hægt að sjá hann hér í Veftívíinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun
Meðal gesta í Silfri Egils á sunnudaginn verða Halldór Guðmundsson og Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Þeir munu ræða um bækur sínar um Halldór Laxness, en einnig um nýjar upplýsingar sem birtast í Mannlífi og benda til þess að sjálfur J. Edgar Hoover hafi haft afskipti af Halldóri og komið í veg fyrir útgáfu á bókum hans. Af öðrum gestum sem eru komnir á blað má nefna Steingrím J. Sigfússon og Pétur H. Blöndal. Meðal umræðuefna í þættinum verður hátt gengi krónunnar og örðugleikar sem hljótast af því, hinn lági dollar og feikileg skuldasöfnun Bandaríkjanna, miklar fjárfestingar íslenskra fyrirtækja og eignatengsl í þeim, klæðaburður á Alþingi og áreiðanlega ýmislegt fleira. Þátturinn er í opinni dagskrá í hádeginu á sunnudag, hefst klukkan tólf. Hann er svo endursýndur síðla kvölds, en einnig er hægt að sjá hann hér í Veftívíinu.