Iceland endurskoði umsóknina 11. febrúar 2005 00:01 Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hefur óskað eftir því að breska verslanakeðjan Iceland endurskoði umsókn sína um að fá einkaleyfi á vörumerkinu Iceland. Formlegt erindi þessa efnist barst stjórnarfomanni Iceland í dag, eða sama dag og Baugur tók við stjórnartaumum í fyrirtækinu. Iceland hefur sótt um einkaleyfi á vörumerkinu Iceland í löndum Evrópusambandsins. Fái fyrirtækið einkaleyfið hefði það í för með sér að íslenskir framleiðendur, eða aðrir hagsmunaaðilar, gætu ekki notað ensku þýðinguna á landaheitinu Ísland. Baugur festi nýverið kaup á verslunarkeðjunni Iceland og tók við stjórn fyrirtækisins í dag. Samtök iðnaðarins hafa mótmælt því harðlega að nafn landsins verði einkaeign fyrirtækis og ljóst er að forsætisráðherra lítur málið einnig alvarlegum augum. Sama dag og Pálmi Haraldsson tók við stjórnarformennsku Iceland barst honum formlegt erindi frá Halldóri Ásgrímssyni þar sem hann biður fyrirtækið að endurskoða umsókn sína á einkaleyfinu. Pálmi segir að orðið verði við beiðni ráðherrans og málið tekið upp á stjórnarfundi strax á þriðjudaginn. Stjórnarformaðurinn segist því að svo stöddu ekki geta sagt til um hvort fyrirtækið muni draga umsóknina til baka eða halda henni til streitu. Spurður hvort hann sé sammála því sem sumir segi, að Baugur eigi orðið allt hér á landi og því sé kannski eðlilegt að fyrirtækið fái einkaleyfi á landaheitinu, segir Pálmi þetta broslegt og varla svaravert. „Og ég held að lífið sé aðeins flóknara en svo,“ segir Pálmi. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hefur óskað eftir því að breska verslanakeðjan Iceland endurskoði umsókn sína um að fá einkaleyfi á vörumerkinu Iceland. Formlegt erindi þessa efnist barst stjórnarfomanni Iceland í dag, eða sama dag og Baugur tók við stjórnartaumum í fyrirtækinu. Iceland hefur sótt um einkaleyfi á vörumerkinu Iceland í löndum Evrópusambandsins. Fái fyrirtækið einkaleyfið hefði það í för með sér að íslenskir framleiðendur, eða aðrir hagsmunaaðilar, gætu ekki notað ensku þýðinguna á landaheitinu Ísland. Baugur festi nýverið kaup á verslunarkeðjunni Iceland og tók við stjórn fyrirtækisins í dag. Samtök iðnaðarins hafa mótmælt því harðlega að nafn landsins verði einkaeign fyrirtækis og ljóst er að forsætisráðherra lítur málið einnig alvarlegum augum. Sama dag og Pálmi Haraldsson tók við stjórnarformennsku Iceland barst honum formlegt erindi frá Halldóri Ásgrímssyni þar sem hann biður fyrirtækið að endurskoða umsókn sína á einkaleyfinu. Pálmi segir að orðið verði við beiðni ráðherrans og málið tekið upp á stjórnarfundi strax á þriðjudaginn. Stjórnarformaðurinn segist því að svo stöddu ekki geta sagt til um hvort fyrirtækið muni draga umsóknina til baka eða halda henni til streitu. Spurður hvort hann sé sammála því sem sumir segi, að Baugur eigi orðið allt hér á landi og því sé kannski eðlilegt að fyrirtækið fái einkaleyfi á landaheitinu, segir Pálmi þetta broslegt og varla svaravert. „Og ég held að lífið sé aðeins flóknara en svo,“ segir Pálmi.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira