Reikna þarf dæmið til enda 14. febrúar 2005 00:01 Með nýjum lánum og lánakjörum á fasteignamarkaði breyttist landslagið og fjöldi fólks veit nú ekki sitt rjúkandi ráð þegar kemur að kaupum fasteigna. Vilhjálmur Bjarnason, stundakennari við HÍ, hvetur fólk til að hugsa málið til enda áður en íbúð er keypt. Gylliboð bankanna eru þess eðlis að margir hlaupa til án þess að hugsa dæmið til enda og fjárfestingar fólks geta endað með ósköpum. Vilhjálmur Bjarnason, stundakennari við viðskipta- og hagfræðideild HÍ, er með námskeið í Endurmenntunarstofnuninni, en hann segir mikilvægt að fólk viti að hverju það gangi og hugsi lengra fram í tímann. "Sá sem tekur 100% lán í dag er að greiða ígildi húsaleigu framan af lánstímanum, það er að segja lága afborgun. Áhættan sem hann stendur frammi fyrir er hins vegar sú að íbúðin sem hann kaupir í dag kann að verða verðminni en andvirði lánsins eftir einhvern tíma. Verð á fasteignum í dag er í sögulegu samhengi mjög hátt. Hann er þó í sömu stöðu og hinn sem kaupir á 80% láni og er með 20% eigið fé, en sá getur staðið frammi fyrir því að hafa tapað eigin framlagi en eiga þó eignina engu að síður. 100% lántakandinn á sömuleiðis sína íbúð, en skuldar meira en andvirði hennar." Vilhjálmur segir að svo geti verið að viðkomandi hafi sæmilegar tekjur og alltaf möguleiki á að íbúðaverð rísi á ný. "Það standa allir frammi fyrir því í dag að vera að kaupa á tiltölulega háu verði, en það er skuldsetningin sem ræður því hvort menn eiga eitthvað umfram skuldir," segir hann. "Ég veit ekki hvort forsjálnin er almennt nóg í þessum efnum og ég hef tilfinningu fyrir því að fólk standi almennt frekar illa upplýst andspænis íbúðakaupum. Fólk gerir sér kannski ekki alltaf grein fyrir hvaða samband er á milli greiðslu og tekna. Ef afborgun af íbúð er 100 þúsund krónur á mánuði þýðir það að viðkomandi þarf að hafa 200 þúsund krónur í tekjur á mánuði. Það þarf að borga skatta og í lífeyrissjóð og margir eru með endurgreiðslu námslána, að ógleymdu því að fólk þarf að lifa. Fólk getur verið að binda sig á klafa, ekki bara í fimm ár heldur allt upp í 40 ár. Svo verða menn að gera það upp við sig hvort þeir vilja vinna fyrir lánastofnanir allt sitt líf." En hvað á fólk að gera? "Undirbúa sig vel, kannski að bíða aðeins með fjárfestingar og reisa sér ekki hurðarás um öxl. Kannski asnalegt að brýna fyrir fólki að spara en það eru skilaboðin þegar upp er staðið." Á námskeiði sem Vilhjálmur er með í Endurmenntunarstofnun HÍ fer hann í gegnum þessi mál með nemendurm sínum "Ég ætla meðal annars að kenna fólki að reikna út greiðslubyrði og bera saman eldri og ný lán," segir Vilhjálmur Bjarnason. Hús og heimili Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Með nýjum lánum og lánakjörum á fasteignamarkaði breyttist landslagið og fjöldi fólks veit nú ekki sitt rjúkandi ráð þegar kemur að kaupum fasteigna. Vilhjálmur Bjarnason, stundakennari við HÍ, hvetur fólk til að hugsa málið til enda áður en íbúð er keypt. Gylliboð bankanna eru þess eðlis að margir hlaupa til án þess að hugsa dæmið til enda og fjárfestingar fólks geta endað með ósköpum. Vilhjálmur Bjarnason, stundakennari við viðskipta- og hagfræðideild HÍ, er með námskeið í Endurmenntunarstofnuninni, en hann segir mikilvægt að fólk viti að hverju það gangi og hugsi lengra fram í tímann. "Sá sem tekur 100% lán í dag er að greiða ígildi húsaleigu framan af lánstímanum, það er að segja lága afborgun. Áhættan sem hann stendur frammi fyrir er hins vegar sú að íbúðin sem hann kaupir í dag kann að verða verðminni en andvirði lánsins eftir einhvern tíma. Verð á fasteignum í dag er í sögulegu samhengi mjög hátt. Hann er þó í sömu stöðu og hinn sem kaupir á 80% láni og er með 20% eigið fé, en sá getur staðið frammi fyrir því að hafa tapað eigin framlagi en eiga þó eignina engu að síður. 100% lántakandinn á sömuleiðis sína íbúð, en skuldar meira en andvirði hennar." Vilhjálmur segir að svo geti verið að viðkomandi hafi sæmilegar tekjur og alltaf möguleiki á að íbúðaverð rísi á ný. "Það standa allir frammi fyrir því í dag að vera að kaupa á tiltölulega háu verði, en það er skuldsetningin sem ræður því hvort menn eiga eitthvað umfram skuldir," segir hann. "Ég veit ekki hvort forsjálnin er almennt nóg í þessum efnum og ég hef tilfinningu fyrir því að fólk standi almennt frekar illa upplýst andspænis íbúðakaupum. Fólk gerir sér kannski ekki alltaf grein fyrir hvaða samband er á milli greiðslu og tekna. Ef afborgun af íbúð er 100 þúsund krónur á mánuði þýðir það að viðkomandi þarf að hafa 200 þúsund krónur í tekjur á mánuði. Það þarf að borga skatta og í lífeyrissjóð og margir eru með endurgreiðslu námslána, að ógleymdu því að fólk þarf að lifa. Fólk getur verið að binda sig á klafa, ekki bara í fimm ár heldur allt upp í 40 ár. Svo verða menn að gera það upp við sig hvort þeir vilja vinna fyrir lánastofnanir allt sitt líf." En hvað á fólk að gera? "Undirbúa sig vel, kannski að bíða aðeins með fjárfestingar og reisa sér ekki hurðarás um öxl. Kannski asnalegt að brýna fyrir fólki að spara en það eru skilaboðin þegar upp er staðið." Á námskeiði sem Vilhjálmur er með í Endurmenntunarstofnun HÍ fer hann í gegnum þessi mál með nemendurm sínum "Ég ætla meðal annars að kenna fólki að reikna út greiðslubyrði og bera saman eldri og ný lán," segir Vilhjálmur Bjarnason.
Hús og heimili Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira